Eining - 01.12.1945, Side 5

Eining - 01.12.1945, Side 5
E I N I N G 5 Stúkan EININGIN 60 ára Hátt skal óma hjartans málið, hyllum stúku vora’ í dag; syngjum henni sextíu’ ára sannarlegan gleðibrag. Margir henni mega þakka máttug, fögur vinarorð. Hennar Ijós í langan aldur lýsi’ á vorri aettarstorð. Heiðrum þá, sem hugsjón ungri thjálpuðu að festa rót; fæstra þeirra liggur leiðin lengur hér á gleðimót. Hinir ungu eiga daginn, ástkær Reglan verði þeim. Merki hennar vísi veginn við að byggja nýjan heim. — Þegar grimmd og haturshugur harðast jarðarbörnin þjá, vonarljós í villumyrkri verndar hjartans innstu þrá: Mannsins vald að velja’ og hafna, viðleitninnar sigurhrós; sóknin fram að settu marki, sannleikans að tendra ljós. Tengjum systra- og bræðraböndin, blásum lífi í mannkyns von. Sérhver annars byrðar beri, boðorð það gaf mannsins son. — Hugsjón okkar heldur velli, horfum fram á nýjan dag: Ast og trúin eining skapa, alheims frið og bræðralag. Maríus Ólafsson. ar var Borgþór Jósefsson, þá féhirðir bæjarins. Hann var æðstitempíar 64 árs- fjórðunga, en annars í mörgum embætt- um, sístarfandi og duglegur. Og þar sem leikstarfsemin var drjúgur þáttur í félags- lífi templara, gefur það að skilja, að kona Borgþórs, frú Stefanía Guðmundsdóttir, hin ágæta Ieikkona, hefur átt sinn þátt í því að varpa Ijóma á félagslífið. Helgi Helgason verzlunaretjóri, er nú- verandi umboðsmaður stúkunnar og hef- ur verið það samfleytt 58 ársfjórðunga, og hefur sennilega enginn, að Borgþóri Jósefssyni fráteknum, unnið stúkunni jafn- vel og Helgi Helgason. Konur í stúkunni mætti nefna eins og Guðrúnu Þorkelsdóttur (dáin), sem var kapilán stúkunnar 88 ársfjórðunga, varð 85 ára gömul. Oddfríður Jóhannesdóttir var dróttseti stúkunnar 50 ársfjórðunga. Fleiri slíka, bæði konur og karla mætti nefna. Auk þeirra nafnkunnu félaga stúkunnar, sem þegar hafa verið nefndir, má nefna Einar Kvaran rithöfund, Gest Pálsson skáld, Árna Eiríksson leikara, Þorvarð Þorvarðsson prentsmiðjustjóra, Guðmund Björnsson landlækni og fleiri. Guðmundur Björnsson flutti fyrirlestur, sem mikla at- hygli vakti, um áfengið, og gekk svo í stúkuna Eininguna og fylgdi honum þá allur læknaskólinn. Slíkt þyrfti að endur- taka sig. Templarar í Reykjavík mundu telja það markverðan liðsauka, ef iand- læknir gengi í Regluna og kæmi með all- an læknaskólann með sér. Stúkan Einingin hefur jafnan verið sterkur aðili í húsmáli templara í Reykja- vík. Á fyrstu starfsárum sínum «hóf hún samstarf við stúkuna Verðandi um að koma upp Templarahúsinu. Var það mik- ið átak þá, og var húsið um langt skeið aðal samkomuhús bæjarins og á sína merkfægu sögu. Nú er framundan mikið átak í húsmáli templara í Reykjavík. Það er mjög aðkallandi og krefst sam- taka og dugnaðar þeirra manna, sem það verða að leysa af hendi. En fortíð Regl- unnar gefur góðar vonir, og stúkan Einingin mun ekki láta sitt eftir liggja. Heill henni við framtíðarstarfið. Húsmæðrakennara- skólinn Snemma á yfirstandandi vetri hafði Húsmæðrakennaraskóli íslands merkilega sýningu, sem kennd var aðallega við grænmeti og síld. Tilgangurinn var fyrst og fremst sá, að sýna og kenna, hvernig hægt er að geyma grænmeti vetrarmánuð- ina, án þess að það tapi verulega gildi sínu, einnig, hve síldin er góð fæðutegund. Var þetta hvatnig til þjóðarinnar að auka neyzlu síldarinnar, og gefa sem bezt gaum gildi og hagnýtingu fæðutegundanna. Allt var mjög snyrtiíegt á þessari merkilegu sýningu, margt þar að sjá og mikinn fróð- leik að hafa. Sýningin stóð aðeins fjóra daga, aðsókn var svo mikil, að oft urðu menn frá að hverfa. Munu um 6 þúsundir manna hafa sótt sýninguna. Húsmæðrakennaraskólinn hefur slíka sýningu annaðhvort ár, einmitt að haust- inu, þegar skólinn kemur frá Laugarvatni, en þar starfar hann annaðhvort sumar. Þar læra námsmeyjar garðrækt og jafn- vel skepnuhirðingu og ýms algeng vinnur brögð. Nú eru 13 námsmeyjar í skólanum, sem útskrifast 1. júnf næstk. og hafa þá stundað nám um tveggja ára tímabil. Þessar 13 kenna nú 15 ungum húsmæðra- efnum. Á sýningu Húsmæðrakennaraskólans voru margskonar skýrslur um fæðuteg- undir og gildi þeirra, sumstaðar merkileg- ur samanburður. Til dæmis var þar gerð- ur samanburður á morgunhressingu tveggja skólapilta. Annar pilturinn fær kaffi og tvö vínarbrauð. Hann heitir Óli, og segir eitt sinn við mömmu sína: ,,Mamma, eg er alltaf svo svangur og syfjaður í skólanum. Krakkarnir, sem fá hafragraut, eru aldrei svöng eða syfjuð“. Þessi morgunhressing Öla kostar heim- ilið kr. 1.35. Þessi skammtur er snauður af málmsöltum og fjörefnum. Hinn skólapilturinn fær hafragraut og mjólk, sem kostar heimLið aðeins 39 aura, en sá skammtur er langt um auðugri af málmsöltum og fjörefnum, og það eru þessi efni, sem miklu ráða um heilsu og líðan mannsins. Þetta er sýnt með vísinda- legum útreikningi á þessum tveimur sam- anburðarskýrslum. Eining vonar að geta birt síðar eitthvað meira af þeim fróðleik, sem sýning þessi hafði upp á að bjóða. Húsmæðraskólar Iandsins rúma allir ekki nema eitthvað á þriðja hundrað nem- endur. Þar við bætast svo kvennaskóiar, en alls verður talan svo lág, að furðu sætir. Húsmæðrakennaraskólinn er því mjög þarflegt framfaraspor í þjófélaginu. Vonandi á hánn eftir að mennta marga góða kennara, sem aftur eiga eftir að kenna þúsundum íslenzkra húsmæðra að hagnýta svo mat og haga svo matar- kaupum og matreiðslu að öruggt sé um gott heilsufar þjóðarinnar. Matur er mannsins megin. Skólastjóri Húsmæðrakennaraskólans, frk. Helga Sigurðardóttir, er framtakssöm, dugieg og vel að sér í þessum fræðum öllum, og er skólanum sjálfsagt vel borgið í umsjá hennar. Hlín. Ársrit íslenzkra kvenna, 28. árgangur. Hlín er sjálfsagt ódýrasta tímaritið eða bókin, sem gefið er út á íslandi. Þessi árgangur er 144 blaðsíður í stóru broti, en kostar þó aðeins 4 krónur. Ritið flytur þó ekki ómerkara lesmál en hin, sem rán- dýr eru. Það er margt fróðlegt og nytsam- legt í Hlín- Meðal annars er í þessu liefti úrvals ritgerð eftir séra Þorstein Briem. „Langlíf þjóð“ heitir hún. Það eru tíma- bær orð til þjóðarinnar. Síðustu 16 bls. heftisins eru litprentaðar fallegar myndir og ljóð. Það er barnadeildin. Frá í. S. í. Axel Andrésson hefur fyrir nokkru lokið námskeiði í knattspyrnu og liandknattleik hjá íþróttafélaginu Sameining í Ólafsfirði, Nemendur voru 108. Námskeiðið stóð yfir frá 15. sept. til 14. okt. Þá hefir Axel einnig lokið námskeiði i Borgarnesi, sem stóð yfir frá 15- okt. til 2. nóv. siðastl. Nem- endur voru 87. Axel er nú með námskeið að Hvanneyri. Rauðikross íslands liefur gefið 1. S. 1. 600 ullarábreiður. Hefur þeim verið ráð- stafað til íþróttaheimilis 1. S. í. og skíða- skála víðsvegar á landinu. 1. S- 1. hefur verið boðið að senda kvenna- flokk á norræna fimleikahátíð í Gautaborg á komandi vori og verður í því sambandi efnt til fimleikakeppni um förina. Erlingur Pálsson sundkappi og kennari hefur verið kjörinn heiðursfélagi 1. S. í. í tilefni 50 ára afmælis hans 3. nóvember síðastliðinn.

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.