Eining - 01.12.1945, Side 6

Eining - 01.12.1945, Side 6
6 E I N I N G E I N I N G er stofnuð fyrst og fremst til sóknar gegn áfengisbölinu og eflingar bind- indi og fögrum siðum. En henni er jafnframt ætlað að flytja sem fjöl- breyttast efni um hin ýmsu áhugamál manna og menningu þeirra: andlegt líf, bókmenntir, listir, íþróttir og fé- lagslíf, uppeldi, heimilislíf, hjúskap og ástalif, heilbrigði og skemmtanalíf. Blaðið óskar eftir fregnum af menn- ingarstarfi og félagslífi manna víðs- vegar á landinu. ÚTGEFENDUR Samvinnu.nefnd stórstúku íslands, íþróttasambands íslands, Ungmennafélaga íslands og Sambands bindindisfélaga í skólum. Nefndarmenn: Pétur Sigurðsson, erindreki. Jón Gunnlaugsson, stjórnarráðsfulltr. Ingimar Jóhannesson, kennari. Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri. Magnús Jónsson, stud. jur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Sigurðsson. Heimilisfang blaðsins: Pósth. 982, Reykjavík. Sími 5956. Árgangurinn kostar 10 kr. Utgeislun kærleikans „Kærleikur Alföður geislar til yztu takmarka fortíðar og framtíðar og ákevð- ur öllu sifin aldur. Er það á hálfum aldri lieims, að hans sjálfs er að vænta, að kærleiki hans taki á sig tilveruform hinnar æðstu veru þeirrar veraldar og fæðist í „fylling tímans“ sem bróðir þeirra sálna, er fyrirheit lians hafa fengið? Hann hefur frá byrjun talað til vor á því máli, er var bezt við liæfi hvers og eins. Nú kemur hann sjálfur til vor í vorri eigin mynd og samlífast oss svo, að vér getum sem bezt lært að þekkja hann, svo glöggt og innilega sem oss frekast er unnt og þannig, að vér finnum hann vera — og hafa alltaf verið — þá innstu lífstaug, er græðir oss við hið sanna, andlega, eilífa líf. Mitt á milli hinztu heimsskauta tímanna getum vér liugsað oss hann fæðast til lieimsins á hinum miklu jólum. Hann var fyrirheitið guðdómlega, bjargið, sem myndaði ölduhringi aldanna og Alfaðir byggði veröld vora og verur hennar á.“ Einar Jónsson myndhöggvari, „Skoðanir“, bls. 194. Jól Bumbur hljóma og borgin Ijómar. Bjarmann leggur á rökkur sjó. Burt úr straumnum og borgarglaumnum þau berast tvó ein í kvöldsins ró. Hún er lúin, en betur búin — og baóum úthýst á kaldan skóg. Þau ganga hljóö og þau greina slóðir og guöi treysta, sem lífiö reit. I fjarska loga, í brei'Sum boga hin björtu Ijós eins og stjörnusveit. Svo hvíslar óttinn, er nálgast nóttin. — — Loks ná þau hjarSsvein me3 fé á beit. 1 fjárhúskofa hún fékk að sofa, og frelsara heimsins ól. En englar vaka og vonir kvaka og verma líf, sem kól. Kirkjur Ijóma og klukkur hljóma, — í kvöld eru heilög jól. í jótu lága, hún lagSi smáa Ijósfagra drenginn sinn. En kotin hœkka og heimar stcekka, því hann var'ö meistarinn, meö eldinn bjarta og ást í hjarta, sejn opnaöi himininn. Börn hörmunga- timanna Fróðlegt er að athuga, hvað ýmsir rit- höfundar sögðu á tímabilinu milli heims- styrjaldanna um framtíðarhorfur og á- stand þjóðanna. Árið 1933 skrifaði F. E. Baily í blaðið Good Housekeeping á þessa leið: „Á stríðsárunum fæddust börn um alla Norðurálfuna í andrúms'loft, sem var þrungið angist og skelfingu. Það er ein helzta orsök þess, hve Norðurálfuþjóð- irnar eru nú óútreiknanlegar. Ohætt er að fullyrða, að aðeins stríðstímauppeldi barna gat gert Hitler fært að ná völdum í Þýzkalandi. Hitler lagði undir sig þjóð- ina með tali og tiifinningahita. Mér dettur ekki í hug að ásaka slíka æsku. Hún fæddist og ólst upp á skelfingatímum . . . Ef taugar þessara stríðstímabama styrkjast ekki í hléinu, þá er ekki annað framundan en meira af stríðstímabörnum, því að kynslóðin, sem nú er að leggja af stað út í lífið, virðizt ekki þekkja neitt lögmál, er aðgreini rétt frá röngu og illt frá góðu, eða eiga nokkurt akkeri sálu sinni“. Þannig talaði þessi rithöfundur árið 1933. Hann var nokkuð getspakur. Nú hafa nokkrar miljónir stríðstímabarna bætzt í hópinn og vandamál heimsins vaxið að mun. Mæður barnanna lifðu f angist og kvíða, sorg og þrengingum á meðgöngutímanum. Börnin fæddust í hræðilegan heim, umlukt skelfingum og skorti. Umtalsefni allra manna umhverfis þau var stríðsskejfingar, og haturseldar loguðu hvarvetna og orkuðu á taugar elli jafnt sem æsku. Eigi uppskera slíkra sáningatíma að verða góð, þá þarf að vora vél í heimi manna og sól mannúðar, réttlætis og kærleika að eyða ólyfjan skelfingatím- anna, vökva hverja jurt vallarins himna- dögg og veita græðimagni geisla sinna að rótum alls þess, er í skugganum hefur þjáðst og vanmegnast. Nýr starfsmaður, ný stúka. Stórstúka íslands réði á síðasta hausti nýjan starfsmann í þjónustu sína, Jón Páls- son frá Vík í Mýrdal. Hann er nú nýkom- inn úr för um alla Vestfjörðu og lætur vel af að hitta Vestfirðinga. Hann heimsótti stúkurnar á Vestfjörðum og ýmsa staði þar, og stofnaði nýja stúku á Núpi í Dýrafirði. Hún tók nafn stúkunnar, sem áður var á staðnum, en hún hét Gyða- 1 þessa nýju stúku gengu: skólastjórinn, séra Eiríkur J. Eiríksson, kennarar héraðsskólans, og meiri hluti nemendanna, en auk þess all- margt annað fólk á staðnum. Þar hafa alltaf verið fyrir ýmsir traustir og ágætir menn. Alls urðu félagar hinnar nýstofnuðu stúku um 40. Eining óskar henni allra heilla. LEIÐRÉTTING. Misprentast hafði í síðasta blaði símá- númer Þorsteins Sveinssonar lögfræðings. Símým er 6359. Friðrik Hansen.

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.