Eining - 01.12.1945, Blaðsíða 8
8
E I N I N G
Undralœkning
En erfðavenjur eru lífseigar og eftir-
'hermuhæfileikar mannlegs vanþroska
mikjr. Kirkjan flytur öllum þjóðum gleði-
boðskapinn og siðirnar blandast. Meðal
norrænna þjóða var hinn dimmi og langi
vetur orsök hræðslu og hjátrúar, meðal
annars. Hræðsla manna við nornir og
illa anda, sem mest bar á í skammdeg-
inu, kom af stað hræðilegum fórnarvenj-
um og ljótum siðum. Hræðslan var engin
uppgerð og fögnuðurinn yfir endurfæð-
ingu ársins og komu bjartari og lengri
daga varð líka ákafur. Talsmenn kirkj-
unnar gátu sett sig inn í kjör manna og
umborið og skilið siði þeirra að nokkru
leyti. A einhvern hátt verður tilfinninga-
og trúarlíf manna alltaf að birtast.
Árið 601 skrifaði hinn mikilhæfi páfi,
Gregorius mikli, ábóta Mellitusi leiðbein-
ingar, sem áttu að komast til Ágústins í
Kantaraborg. Voru þær á þessa Eeið:
„Vegna þess að þeir (Engelsaxarnir)
eru vanir að slátra mörgum uxum til fórn-
færingar vættunum, þá er nauðsynlegt að
einhver hátíðahöld komi í þess stað. . . .
Látið þá nú ekki slátra skepnum og fórna
þeim illu öndunum, heldur Guði til dýrðar.
Slátri þeir skepnu, handa sjálfum sér, eti
og lofi gjafarann alira góðra gjafa. Með
því þannig að verða hinnar ytri blessunar
»aðnjótandi, ætti þeim að veitast fremur
•hlutdeild í hinum innra fögnuði. Það er
sennilega ógerlegt að kippa öllum arf-
gengum venjum snögglega frá mönnum
með óþroskaðan hugsunarhátt. Sá, sem
keppir að hinum æðstu markmiðum, sæk-
ir á í áföngum en ekki einu stökki“.
Þannig opnast kirkjan ýmsum fornum
siðum og margvíslegum skemmtunum. —
Táknmyndir koma í stað fórna hinna hei-
lögu dýra, jólatré, jólá'jós, jólaeldar og
blysfarir, og jólagjafir. Vill þá auðvitað
fljóta ýmisíegt með af Iakara taginu,
grímudansar, drykkjuskapur, óhóf í mat
og drykk og alls konar léttúð. Konungur
gervigleðinnar fær oft ekki minni tír
beiðslu, en jólabarnið í jötunni. Hátíð-
leikinn og kyrrðin, sem frásögnin um
hirðana og barnið í jötunni túlkar, verður
að þoka allverulega fyrir eftiröpun þeirra
hátíðavenja, sem helgaðar voru Satúrnus
eða Sólarguðnum.
Sagt er að jólin hafi oft verið haldin á
miðöldum með slíkri viðhöfn og jafnvel
villimennsku, er ekkert í seinni tíð jafnist
við. Þar runnu saman siðir kristinna og
heiðinna manna, bæði frá austri og vestri,
dulspeki og siðvenjur Egipta og Persa
og nautnablandin fagnaðarlæti hinna bar-
barisku kynþátta, sem kirkjan hafði snúið
til kristni og tekið sér í faðm.
En alltaf eru tímamir að breytast og
mennirnir með, og að síðustu lærist mönn-
um vonandi að „rannsaka allt“ og halda
því einu, sem ,,gott er“.
Sælust minning.
Máttug fyrstu móðurorð
mælt frá hjartagrunni
á bernskuheima Blómastorð
blika í minningunni.
Sigurður Draumland.
Fyrir nokkru gerðist það undur á Elli-
heimilinu í Reykjavík, að gamai’.l maður,
Gísli Gíslason, sem um margra ára skeið
hefur staulazt áfram hálf farlama, með
staurfót og berklasár á mjöðminni, varð
skyndilega alheill. Hann var að hlýða á
útvarpsmessu. Presturinn, séra Árni Sig-
urðsson, talaði um lama manninn, sem
Jesús læknaði.
Mér er sagt að læknar gefi enga skýr-
ingu á þessu fyrirbæri, en gamli maður-
inn er ekki í neinum vafa eða vandræðum
með skýringu. Það var Kristur, sem
kraftaverkið gerði á honum. Eg átti tal
við Gísla Gíslason, hlýddi á frásögn hans
og virti hann nákvæmlega fyrir mér. Hann
hoppaði upp á gólfinu, hristi sig allan
og skók, sýndi mér hve liðugur hann var
í liðamótum þess fótar, sem áður hafði
verið stífur og ósveigjanlegur. Hann fór
í krók við mig með öðrum fingrinum,
sem hafði verið krepptur inn í lófann í
mörg ár. Bæði prikin, sem hann hafði
notað undanfarið til þess að styðja sig
við, hanga uppi á þili í herberginu.
Rúmgaflarnir í herberginu báru þess Ijós-
an vott, hvernig gamli maðurinn var
vanur að vega sig upp með því að grípa
í báða rúmgaflana, öll málning var slitin
af, þar sem hann var vanur að grípa til.
Hann Ijómaði allur, er hann sagði frá og
sýndi sig, og vegsamaði Guð, sem hafði
gert fyrir hann mikla hluti.
Mörg ár hafði gamli maðurinn ekki
getað lesið neitt nema með gleraugum.
Nú hefur hann fengið aftur það góða
sjón, að gleraugun eru gersamlega óþörf.
Þannig hefur hann allur orðið nýr maður.
Sjálfsagt gerast alls konar undur á með-
al manna, þótt þeim sé oft lítill gaumur
gefinn og menn skilji þau ýmist illa eða
alls ekki. Dr. Alexis Carrel segir: „í
læknisstarfi mínu hef eg horft á menn,
meðan bænin hefur lyft þeim upp úr
sjúkdómi og þunglyndi, þegar allar aðrar
lækningatiiraunir reyndust árangurslaus-
ar. Menn kalla þetta kraftaverk. Þótt
minna beri á því, á þetta sér stað á
hverri klukkustundu í hjörtum þeirra, sem
uppgötvað hafa, að fyrir bænina streymir
til þeirra styrkjandi kraftur í lífsbaráttu
þeirra“.
Mennirnir í efri f>repum
sfigans
Það hefur löngum verið svo, að mikill
hluti þeirra manna, sem standa í efri þrep-
um mannfélagsstigans, hafa verið alþýðu
manna slæmar fyrirmyndir. „Leiðtogar
þínir leiða þig afvega“, sagði spámaður
í ísrael, og Meistarinn þrumaði yfir
„blindum Ieiðtogum“, hræsnurum, sem
fullir væru alls konar óhreinindum, en
þættust vera réttlátir menn. Þeir „lokuðu
himnaríki fyrir mönnum“, sjálfir gengu
þeir ekki inn og Ieyfðu ekki heldur öðr-
um inn að ganga. — Með öðrum orðum.
Þeir stóðu í vegi þess, að fólkið gæti
fundið veginn til farsældar og hamingju.
Þeir breyttu sjálfir illa og væru öðrum
háskaleg fyrirmynd.
Hverjir kenna bezt svall, drykkjuskap
og ósiðsemi í veizlum höfðingjanna, ef
ekki einmitt þessir menn? í kauptúni einu
út; á landi, var verkstjóri að státa af því
við konu, er sagði mér sjálf, að hann
hefði nú „fengið áfengi fyrir sex hundr-
uð krónur. Það fengju nú ekki allir“. Og
svo var hann einnig að miklast af öðrum
sómastrikum, sem oftast fylgja drykkju-
slarkinu. Þessi maður er aðeins einn af
hinum mörgu.