Eining - 01.12.1945, Síða 9

Eining - 01.12.1945, Síða 9
E I N I N G 9 Eg lagði af stað út um löndin í leit eftir drottins borg. Eg vissi, að þar gat ei verið nein veikindi, neyð eða sorg. Er sjáandinn sá hana forcSum, 'hann svölun þar eilífa fann. Því lífsins hin mikla móða um miðja borgina rann. Eg heimsótti stórborgir heimsins og hraktist í iðandi straum, unz sál mín var örmagna orðin í öllum þeim hávaða og glaum. Eg flaug eins og fugl út í bláinn, svo fullviss að lokum um það, að sjáendur einir sæju þann sælunnar heilaga stað. Þá mætti eg öldruðum manni með mikið og silfurhvítt hár, er leit út sem hann hefði lifað og leitað í mörg þúsund ár að borginni helgu. — Eg bað hann, að benda mér á þann stað. — „Mér finnst sem eg þekki þig þaðan“, hinn þrekmikli öldungur kvað. Nei, þig hef eg aldrei séð áður, eg öldungnum svaraði fljótt. En eg kem úr langferð um löndin og leitað hef dag og nótt að borginni -helgu. — Ó, bróðir, ef betur þú ratar en eg, þá feginn vil eg þér fylgja um framtíðar óráðinn veg. Á íslandi átti ég heima. Þar alast upp kynlegir menn, eins hávaðasamir og hafið, og heitir og kaldir í senn. Og höfuðborgin þar heima er heiminum eitthvað svo lík, er umlukt af hvæsandi hverum, og heitir því Reykjavík. Hann rétti mér hönd sfna hljóður, en hvert eg svo með honum fór, eg veit ekki, því hann fór víða, og veröldin er svo stór. Hann sýndi mér Ijómandi löndin og lífið í fegurstu mynd, en eitthvað var samt að því öllu, og alls staðar þjáning og synd. Eitt kvöld þegar kvöldsólin fagra sat kafrjóð við yztu brún.. Hann leið sína lagði til norðurs og lenti við Arnarhólstún. — Við stóðum og horfðum á strauminn, sem streymdi um götur og torg. í sólarlagsgullinu glóði hin glæsta og verðandi borg. Þá sjáandinn brosti og sagði: „Mér sýnist nú borg þessi slík sem Guð eigi einnig hér heima, og elski því Reykjavík. Þú leitar að lífsins móðu og lífstré í heilagri borg, en sér þú ei fólkið, sem flæðir og fossar um götur og torg? Það ólgar í æskunnar barmi og ákafast hjörtun þar slá. Hvert einasta mannsbrjóst þó bifast og brennur af eilífri þrá. I sálunum seiðmagnið kindir hið sólbjarta, töfrandi kveld. Og Guð er sá knýjandi kraftur, sem kveikir þann hej.aga eld. Og vonanna blysfögru blossar slá bjarma á draumanna lönd, þar aldan í blævaka bærist og blikar við sólkyssta strönd. Sín upptök á andinn, sem leitar á eilífðarvonanna mið, í alviljans heilaga hjarta, sem hlustar á aldanna nið. Sá straumur, sem flæðir um strætin og stefnir í allífsins sjá, er heimur, sem hungrar og þyrstir, og hjörtu, sem elska og þrá. — Og þetta er lífs-móðan mikla. í mannanna gleði og sorg á guðsvegum sælt er að ganga. Og Guð er í sérhverri borg“. Pétur Sigurðsson. Bœnin Eftir Dr. Alexis Carrel. „Bænin er eigi aðeins guðsdýrkun. Hún er einnig ósýnileg útgeislun frá hinum til- biðjandi anda mannsins, — hin kröftug- asta orka, sem hægt er að framleiða. Það er eins auðvelt að sanna áhrif bænarinn- ar á huga manns og Iíkama, eins og að sanna áhrif eitlanna. Afleiðingar hennar sjást í auknu líkamsfjöri, í meiri viðnáms- þrótti, meira siðferðisþreki og næmari skilningi á afstöðu manna innbyrðis. Bænin er jafn raunverulegt afl og að- dráttaraflið. í læknisstarfi mínu hef eg horft á menn, meðan bænin hefur Iyft þeim upp úr sjúkdómi og þunglyndi, þeg- ar allar aðrar lækningatilraunir reyndust árangurslausar. Menn kalla þetta kraftaverk. Þótt minna beri á því, á þetta sér stað á hverri klukkustundu í hjörtum þeirra, sem upp- götvað hafa, að fyrir bænina streymir til þeirra styrkjandi kraftur í lífsbaráttu þeirra. En hvernig á að lýsa bæninni? Á ófull- kominn hátt má lýsa henni svo: Bænin er tilraun af mannsins hálfu að nálgast Guð, að hafa samfélag við ósýnilega veru, skapara allra hluta, sem er fullkominn að vizku,- sannleika, fegurð og mætti, veru, sem er f senn faðir vor allra og hvers einstaklings og endurleysandi kraftur, frelsari. Þetta takmark bænarinnar verður alltaf hulið mannlegu hyggjuviti, vegna þess að bæði mál og hugsun bregðast oss, er vér reynum að lýsa Guði. Og minnumst þess, sem Emerson sagði: „Enginn hefur nokkurn tíma beðið án þess að hafa af því nokkurn Iærdóm“. Og umfram allt ber að hafa það í hyggju um bænina, að eigi hún að umskapa oss, verður hún að vera dagleg iðja. Það er þýðingarlaust að biðja á morgnana og 'lifa síðan eins og heiðingi allan daginn. — Á þessum tímum, meir en nokkru sinni fyrr, er bænin knýjandi nauðsyn í lífi þjóða og einstaklinga. Trúleysi mannanna hefur leitt heiminn á barm glötunar. Vér höfum herfilega vanrækt hina helztu lind kraftar og fullkomnunar. Bænin, aðal við- fangsefni mannsandans, verður aftur að vera hin daglega iðja vor‘ . Þannig tafar hinn heimskunni lærdóms og vfsindamaður, dr. Carrel, um þann þátt mannlegs lífs, sem gálausir og fá- kunnandi menn tala oft um með fyrir- litningu. Bænin er ekki þululestur eða augna- bliks ákall í tilefni af hættu eða þörf. Hin máttuga og umskapandi bæn er hið varanlega hugarástand, — óslitin þrá og ósk, ósk og bæn um fullkomnun. Slíkt bænalíf er það hugarástand, sem gefur bezta vaxtarskilyrði sálargróðri og skapar sálræktinni -hinn rétta jarðveg. Hin umskapandi bæn er það, að ganga hverja stund dagsins, hvort sem er við dagleg störf eða ekki, í bænarhuga, ósk- andi sér þess án afláts að geta lifað hreinu, drengilegu, dyggðugu og karl- mannlegu Iífi. Að skammast sín fyrir það, að íeggja út á slíka lífsbraut og játa slíka lífsvenju, en láta sér svo þykja sómi að skömmun- um, er að snúa hlutunum gersamlega öfugt. Hin algenga uppgerðar hreystimennska, sem oft birtist í kæruleysi, ruddaskap, sviksemi, brigðmælgi, óvöndugheitum, léttúð, svalli, drykkjuskap og lauslæti er enginn karlmennskuvottur. Heldur þvert á móti. Engan dugnað þarf til þess að láta eftir dýrseðlinu í sjálfum sér. En dugnað þarf til þess að lifa sem sannur maður, þar sem hinn andlegi og æðri þáttur mannlífsins hefur fu’.lkomna yfir- hönd yfir hinum óæðri og dýrslega. Hið hirðulausa líf útheimtir hvorki dug né snillimennsku. Það er hinn breiði vegur, sem er jafnan fjölfarinn, en liggur til glötunar jafnt einstökum manni sem þjóð. En það þarf bæði dug og snillimennsku til þess að þræða hinn mjóa veg manndóms, þroska og dyggða. Til þess þarf meira en dugnað og snillimennsku, til þess þarf leiðarljós sálarinnar •— hið innra Ijós, samlífið við heim andans, samlífið við Guð, og þetta samlíf við Guð er einmitt bænarlífið. — „Sá andrjis andardráttur sé óslítandi þáttur á milli mín og þín“,

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.