Kvennablaðið - 19.06.1939, Síða 14

Kvennablaðið - 19.06.1939, Síða 14
Ávarp til kvenréttindafélaganna frá forseta alþjóðasambandsins, Margaret Corbett Ashby. Kæru félagar. — Við höfum barist svo langvinnri og stöðugri baráttu fyrir jafnrétli kvenna og karla, bæði á sviSi löggjafar og lífsmöguleika, og erum orSnar svo vanar seinaganginum á sigrunum og smáskamtalækning- unni á meinunum, að eg held aS erfitt sé að sjá hreyf- ingu okkar sem heild. Jafnvel á erfiðasta sviðinu, í atvinnumálunum, koma þó nýir vegir, betri skilyrði til að komast áfram og dálítill skilningur á þörfum konunnar. En eg held að við verðum að vakna til skilnings á ])eirri aðkallandi hættu, sem nú er orðin á ])ví, að ö 11 mannréttindi og alt það, sem mannkynið metur mest, muni hverfa. Nú er ekki lengur að ræða um baráttuna um jafnrétti við karlmenn, heldur um að berjast með þeim, hliS viS hlið, fyrir málfrelsi, ritfrelsi, frjálsu út- varpi, kvikmyndum og lislum, samvizluifrelsi, trúfrelsi, skoðanafrelsi i stjórnmálum. Ollu því, sem við nefn- um lýðfrelsi, er hætta búin, og miskunnarlausar ofsóknir og rikiseinkræði breiðist út yfir NorSurálfuna. En því að eins að lýSræðið ríki, geta konur vænst þess, að ná fullum réttindum hins frjálsa manns. Ef við getum ekki haldið réttindum vorum og aukið ])au, mun jafnrétti það, sem við hljótum, verða réttleysi beggja kynja, jafnrétti við karlmenn, sem glatað hafa frelsi sínu. Kvenréttindahreyfing nútímans getur ekki haldið áfram að lifa, nema hún verði mjög þýðingar- mikill þáttur i baráttunni fyrir frelsi einstaklingsins og frjálsræði mannkynsins. Kvennaskóli Húnvetninera á 60 ára afmæli á þessn ári Samkoma 0« hátiðahöld fara fram i skólahúsimt á Blönduósi dafíana 17. oíf 18. þ. m. Glæsilegt minningarrit er gefið út, sem hefir inni að halda sögu skólans, l>æði á Ytri-Ey og Blöndu- ósi, m. a. itarlega skrá yfir nemendur og kenn- ara skólans frá upphafi. Auk ])ess eru i minn- ingarritinu 2 hátiðakvæði og fjöldi mynda. Námsmeyjar og kcnnarar skóláns, sem nú eiga heima í Reykjavik, liafa beitt scr fvrir fjár- söfnun í ])ví skvni að kaupa handa skólanum höggmynd af Elínu Briem, sent um laugt skeið var forstöðukona skólans. Myndin er gerð af ein- um nemanda skólans, frú Gunnfríði Jónsdóttur frá Kirkjubæ i Húnavatnssýslu. Kvenréttindafélagið skrifaði i vor kvenfélögum viðs- vegar á landinu og mæltist til þess að þau stofnuSu Mæðrastyrksnefndir, með líku fyrirkomulagi og mark- miði og Mæðrastyrksnefndin i Reykjavik. Hafa nii kven- félögin á Siglufirði, Akureyri og Norðfirði stofnað mæSrastyrksnefndir, og munu nefndirnar á Akureyri og Siglufirði vinna saman í sumar að því að koma á hvild- arvikit fyrir mæður. Húsmæðrafélagið hefir undanfarin þrjú sumur haft sumardvöl fyrir mæður og börn úr Reykjavík í veiði- mannahúsinu við Elliðaá. SíSastliðið sumar dvöldu þa 25 mæður og 05 börn þriggja vikna tíma hver. Félagið hefir þessa starfsemi einnig i sumar. Hefir það mikinn hug á að byggja þarna hús til viðbótar, svo það geti tekið á móti fleirum og haft hvern hóp lengi tima i senn. Yorboðinn, barnaheimilisnefnd alþýðukvenfélaganna, sem undanfarin sumur hefir haft sumarheimili fyrir fá- tæk Reykjavíkurbörn i Brautarholti á SkeiSum, eru nú að hefja sumarstarf sitt. Hefir nefndin tekið á leigu heimavistarskólann á FlúSum í Hrunamannahreppi og ætlar í sumar að hafa báða skólana. Býst hún við að gefa þannig liaft um 60 börn í cinu og veitt þeim minst 7 vikna sumardvöl. 5. landsfundur kvenna var haldinn i Reykjavík síð- ustu vikurnar i júnimánuSi s.l. sumar. Auk þeirra full- trúa, seni mættu frá hinum ýmsu kvenfélögum í Reykja- vik, sátu fundinn æðimargir fulltrúar utan af landi. Á meðal þeirra mála, sem fyrir voru tekin á fundin- um, voru atvinnumál kvenna, mæðravernd og barna, réttindamál kvenna almént og samvinnumál kvenna. Var kosin milliþinganefnd til þess að athuga möguleika á því að koma upp Kvenréttindasambandi. er næði til alls Iandsins. f nefndinni eiga sæti 9 konur: ASalbjörg SigurSardóttir, GuSrún Pétursdóttir, Hólmfriður Péturs- dóttir. Laufey Valdimasdóttir. Jóhanna Egilsdóttir, TTýr- leif Árnadóttir, María Maack, Jónína Guðmundsdóttir og Svava Þorleifsdóttir. Nefnd þessi hefir haldið tvo fundi og cr nú verið að semja fillögur, sem siðar verða lagðar fyrir kvenfélögin. Forsíðumynd: Frú Bríet Bjarnhéðinsdóltir áttræð. Mætið á skemfun Kvenréttindafélagsins í Oddfellow- húsinu í kviild 19. júní. Nokkrum kunnum kvenrétiinda- vinum og andstæðineum kvenréttinda boðið á fundinn. Aðgangur 2 krónnr (kaffi innifalið). Skrifstofa Kvenréttindvfélags íslands er í Þingholtsstræti 18, sími 4349. Við undirritaðar óskum að gerast félagar Kvenréttindafélagi íslands: Nafn: Atvinna: Heimili:

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/836

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.