Mæðrablaðið - 23.05.1943, Blaðsíða 3

Mæðrablaðið - 23.05.1943, Blaðsíða 3
MÆÐRABLAIIÐ 1. tölublað. Sunnudagur 23. maí 1943. I. árg. |\/læðrastyrksnefndin hefur að þessu sinni ráðist í að gefa út sérstakt blað á mæðradaginn og vonar, að það komist inn á hvert heimili í bænum. Fyrst og fremst á blaðið að flytja alúðarþakkir öllum liin- um mörgu, sem stutt hafa starfsemi nefnd- arinnar fyr og síðar. Væntir nefndin að þeir bregðist allir jafnvel og fyr við fjár- söfnun mæðradagsins og margir nýir bætist við, sem kaupi Mæðrablaðið og i Mæðrablómið, svo að árangur af söfnun I dagsins verði glæsilegri en noltkru sinni fyr, og sem flestum þreyttum mæðrum og veikluðum börnum gefist tækifæri til þess að njóta sumars og sólar á vegum nefndar- innar. Mæöradagurinn er lialdinn liátíðlegur víða um lieirn. En víðast hvar er hann eingöngu lielgaður einkalífinu. Börnin keppast við að gleðja móður sína þenna dag, færa henni blóm og gjafir, hjálpa lienni við störf liennar, skrifa lienni bréf, ef þau eru í fjarlægð frá henni. Eiginmað- urinn gerir slíkt hið sama. Engin móðir né eiginkona má gleymast á mæðradaginn. Hér á íslandi hefur þessi dagur verið baldinn hátíðlegur með nokkuð öðrum liætti. Menn hafa verið hvattir til þess að taka upp hinn erlenda sið að gera þenna dag að sérstökum tyllidegi móðurinnar, og svo almenn er þessi þátttaka orðin hér í Reykjavík að blómabúðirnar geta ekki fullnægt kröfum manna þenna dag um blóm lianda mæðrunum í bænum. En Mæðrastyrksnefndin, sem átti frumkvæði að því að koma þessari helgi á daginn hér, hefur líka viljað nota hann til þess að bera fram kröfur mæöranna sjálfra. Kröfur mæðranna liafa þó ekki komið fram nema að Iitlu leyti þenna dag, því hvað er það í þjóðlífinu, sem er móður- inni óviðkomandi? Allt snertir hana í gegnum barnið, þótt bún gerði engar kröf- ur vegna sjálfrar sín. I»að væri því æði margt, sem gæti staðið á stefnuskrá mæðr- anna. En samtök íslenzkra kvenna bafa cinkum beitt sér fyrir líknarstarfsemi, og kröfur þeirra hafa snúist um bættan hag sjúklinga og gamalmenna og um réttindi æskunnar. Þær liafa beðið um sjúkraliús, skóla, barnaheimili, barnavernd. Um rétt- indi mæðra liafa þessi félög lítið skeytt. Kvenréttirdafélagið liefur þó gert kröfur um jafnrétti konunnar í lijónabandinu og á öllum sviðum þjóðlífsins, um réttindi fráskildu konunnar og ógiftu móðurinnar og um jafnrétti allra barna, skilgetinna og óskilgetinna. Vegna þess að konur hafa ÁVARP staðiö á verði um þessi mál er íslenzk lög- gjöf frjálslyndari á þessu sviði en víðast hvar annarstaðar í heiminum. Að minnsta kosti er réttur barna sem fædd eru utan lijónabands meiri en þekkist annarstaðar. Kvenréttindafélagið gekkst fyrir stofnun Mæðrastyrksneíndar og eiga sæti í henr.i fulltrúar tuttugu kvenfélaga í Reykjavík. Nefndin hefur frá fyrstu beitt sér fyrir kröfum um löggjöf um MÆÐRALAUN og ýmsar aðrar réttarbætur mæðrum til lianda. Ýmsar umbætur liafa fengist vegna þessarar starfsemi og má merkust telja ákvæði framfærslulaganna um rétt indi ekkna til meðlaga með börnum sínuni. Er nú svo komið að allar einstæðar mæð- ur, ekkjur, fráskildar og ógiftar eiga rétt á að fá meðlög greidd með börnum síiium, eru þau greidd úr sveitarsjóði vegna föð- urins, hvort sem hann er lifandi eða dáinn, innlendur eða erlendur, búandi í landinu eða horfinn burt úr því til framandi landa, svo framarlega sem úrskurður hefur verið kveðinn upp um meðlagið, en sveitarstjórn innheimtir síðan meðlögin hjá feðrunum, ef þeir eru á lífi og til þeirra næst. Ríkis- sjóður borgar dvalarsveit meðlög manna er dvelja í útlöndum og sér um innlieimtu meðlaganna. Meðlögunum er breytt sam- kvæmt dýrtíðinni, og geta konur með sam- tökum sínum beitt sér fyrir því, að þau séu réttlát. Er það citt af þeim málum, sem Mæörastyrksnefnd hefur látið sig skipta. Meðlög þessi eru þó ekki nema föður- liluti framfærslukostnaðar barnanna og þó mjög lágt reiknaður. Þau nægja því ekki til framfærslu lieimilis ef móðirin hefur engar tekjur. Standi svo á, getur móðirin oft fengið húsaleigu greidda úr sveitar- sjóði, en það telst þá sveitarstyrkur henn- ar. Þetta er þó ekki réttur konunnar, sveit- arstjórn getur neitað um styrk þenna og þungbært er flestum konum að leita þess- arar lijálpar. Mæðrastyrksnefndin hefur frá uppliafi beitt sér fyrir þeirri kröfu, að hver sú kona, ekkja, fráskilin eða ógift móðir, sem ein á fyrir börnum að sjá, og bundin er við að gæta lieimilis síns, eigi rétt á að fá viðbót við meðlögin, sem sé veitt sam- kvæmt umsókn liennar með úrskurði yfir- valds, á sama liátt og föðurmeðlögin. Þenna styrk hefur nefndin kallað „mæðra- laun“. Það gefur að skilja að þar sem hægt er að svifta móður réttinum til þess að liafa forræði barns síns, ef lnin telst óhæf til þess að ala það upp, myndi slík kona hvorki hafa meðlög né mæðralaun til um- ráða, Það þykir sannað, að alstaðar í heiminum búi börn einstæðingsmæðra við þrengstan kost og skýrslur þær, sem teknar liafa verið í Reykjavík um lieilsu- far skólabarna, mur/u hafa sýnt, að hér á landi mundi reynslan sýna það sama. Smám saman virðast menn vera að skilja þörfina á því að samtök séu um það að bæta hag barnanna, en ekki sjá menn enn jafn glöggt, að það er ekki hægt að ná því takmarki til fulls, án þess að bæta kjör mæðranna. Aldrei liafa lieyrst eins margar raddir og nú í ár uin sk.vldur þjóðarinnar gagn- vart ekkjum. Er von til þess að menn finni hjá sér skyldur við ekkjur sjómanna, sem eru landvarnarmenn þessa eylands. En menn gleyma stundum að allar fátæk- ar ekkjur eiga við svipað að stríða, hvort sem maður þeirra hefur unnið á landi eða sjó. Allar einstæðingsmæður verða að gegna tvöfaldri skyldu, bæði verða þær að ar.nast um börnin á heimilinu og vinna fyr- ir þeim og oft er þetta ómögulegt. Þessi byrði er of þung fyrir hverja móður. Börn- in eru framtíð landsins sem vonir allra eru bundnar við, þess vegna verður fram- færslubyrði þeirra að lenda sameiginlega á herðum allra landsmanna. Nú eru merkilegir tímar umróts og breytinga um víða veröld. í Englandi liafa komið fram kröfur um meðlög með OLL- UM börnum og mæðralaun til viðbótar fyrir einstæðar mæður. Ef til vill getur þetta orðið til þess að krafan um mæðra- laun mæti meiri skilningi hér á íslandi. Það er hér ekki rúm til þess að bera fram nema fátt af þeim kröfum, sem ís- lenzkar mæður vildu gera til löggjafanna. En tvennt vildi Mæðrastyrksnefndin leggja áherzlu á að krafizt yrði, þegar á liaust- þinginu: Að ákvæðin um meðlög verði látin ná til giftra kvenna, sem eiga menn, sem ekki geta séð fyrir heimilinu, öryrkja, fanga, sjúklinga. Að samþykkt verði löggjöf um MÆÐRA- LAUN. Við heituni á allar íslenzkar konur að fylkja sér um þessar kröfur. Þá vitum við að þær ná fram að ganga. MÆÐRASTYRKSNEFNDIN.

x

Mæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mæðrablaðið
https://timarit.is/publication/838

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.