Mæðrablaðið - 23.05.1943, Blaðsíða 11

Mæðrablaðið - 23.05.1943, Blaðsíða 11
MÆÐR ABLAÐIÐ 11 zfCaatasúipan Hvert þessara atriða, sem hér hefur verið drepið á, getur haft, og hlýtur að hafa úrslita þýðingu fyrir lífsham- ingju einstaklingsins. Og er ekki heill þjóðfélagsins samtalan af hamingju eirstaklinganna? En þessi útskúfun á barnafjölskyld ■ unum hefur líka aðrar hliðar sem snúa beint að þjóðfélaginr. Afleiðing in af því, hve þrengt er að slíkum fjölskyldum á margan hátt, hlýtur að verða sú, að þeim fækki óðfluga. Þannig, að þeir foreldrar, sem ríkasta ábyrgðartilfinningu hafa, takmarki fæðingarnar sem mest. Gæti þá svo farið fyrr en varir að íslendingar yrðu ekki heilbrigð og vaxandi þjóð, heldur samansafn gamalmenna og afkomenda hálfgildings fáráðlinga. Vera má, að hér þyki of djúpt tekið í árinni. En eru ekki þegar komin fram ein- kenni,sem benda í þessa átt? Öllum, sem um þessi mál vilja hugsa, hlýtur að verða ljóst, að hús- næðismál hinna barnmörgu en efna- litlu fjölskyldna, verða ekki leyst nema með sérstökum ráðstöfunum. Slíkar fjölskyldur geta ekki keypt nægilega stórar og góðar íbúðir fvrir sig, jafnvel þótt þær ættu að seljast aðeins með kostnaðarverði. Því síður geta þær tekið slíkt húsnæði á leigu hvað sanngjörn, sem leigan væri. Stjórn Reykjavíkurbæjar heíur nú s. 1. ár hafizt handa meira en áður í byggingarmálunum. Og hún verður að halda áfram e. t. v. með stuðningi ríkisins, á þann hátt, að foreldrarnir með mörgu börnin, sem nú fá helzt hvergi inni, geti notið þess. Mætti t. d. hugsa sér, að bærinn byggði slíkar íbúðir og leigði þær síðan ódýrt. En hallinn, sem þá hlyti að verða, yrði síðan greiddur af ríkis- og bæjarsjóði e. t. v. sem einhverskonar uppbót vegna barnafjöldans. En þeir pening- ar kæmu aftur m. a. í aukinni heil- brigði, fleiri vinnudögum, fækkandi afbrotum, færri vandræðabörnum og færri sundruðum heimilum, fleiri glöðum og góðum börnum og ham- ingjusömum foreldrum. Þessi mál þurfa mikillar hugsunar og mikilla framkvæmda við. En brýn- ust er þörfin að hjálpa þeim, sem ekki Fyrsta uppskrift matar, sem ég las með nokkurri athygli, þegar ég var barn, var sagan um naglasúp- una, sem karlinn brellni bauð kerl- ingunni nízku. Hann sagði, að soð af einum nagla, með dálitlu salti, væri ágætur hversdagsréttur, en betri væri súpan ef bætt væri í hana dá- litlu af grjónum, fáeinum rófum og nokkrum kjötbitum. Síðan hefur mér oft dottið í hug, að karlinn hafi ekki verið eins fjarri sannleikanum og kann að virðast í fljótu bragði. Hann vissi, hvað hann söng, karlinn sá. Einn af uppáhalds- réttunum hennar móður minnar var sem sé nokkurs konar naglasúpa, sem hún breytti sí og æ með því að bæta einhverju í hana. Þessi dular- fulla súpa var búin til úr fiskseyði. Móðir mín fleygði aldrei góðu fisk- soði, heldur notaði það í margvísleg- ar súpur. Hún lét í þær það græn- meti, sem hún hafði við hendina: kartöflur, lauk, tómötur. — Stund- um skar hún þetta smátt og hafði súpuna tæra. En ekki var súpan lak- ari, þegar hún þrýsti grænmetinun gegnum sigti og gerði hana mátu- lega þykka með grænmetismaukinu og hrærði sjðast ögn af smjöri í til smekkbætis. Stundum hrærði hún hveiti út í súpuna eða notaði grjón. Oft notaði hún karrí, tómatamauk eða kapersber til smekkbætis og auðvitað bjó hún líka til fisksúp- una, sem er algengust, með sveskj- um og rúsinum, lárberjablöðum og heilum piparkornum. Stundum blandaði hún soðið til helminga með mjólk og sleppti piparnum. Þó veit ég nú, að naglasúpan þessi getur verið enn fjölbreyttari. Á sumrum má nota ýms græn blöð í súpuna: spínat, njóla, graslauk, steinselju, kjöi'vel, blómkálsleggi og rófukálsleggi, í'ifur úr fíflablöðum geta hjálpað sér sjálfir, þeim, sem ef- til vill „hefur aldrei lagst neitt til“. Svava Jónsdóttir. og ekki sízt yztu blöðin utan af sal- athöfuðum, sem þykja ekki nógu góð í salat, en eru ágæt á þenna hátt. Ef notuð eru blöð með sterku bragði eins og t. d. graslaukur og fleix'i jurt- ir, er bezt að binda þau í skúf og taka upp þegar súpan er soðin. Þá er gott að bæta hana ögn og skreyta með smáskornu grænmeti hráu, steinselju, karsa. ögn af hvönn eða öðrum grænum blöðum, agúrku eða tómötusneiðum. Gott er einnig að hafa sneiðar af harðsoðnum eggj- um í tærri súpu og ögn af þeyttum í'jóma til þess að bæta þykkri súp- ur. Móðir mín sagði, að það væri mesti búhnykkur að geyma fisksoð- ið og notaði hún það oft eins og kjöt- soð í mai'gs konar sósur. Ég man til þess, að hún bjó til beztu steikar- sósu úr fisksoði, þegar það óhapp henti hana, að steikin brann. Þá er hleypt fisksoð engin fantafæða. í fiskhlaup má nota allskonar fisk ekki síður en laxinn, sem við fáum í stórveizlum. Nú vill svo vel til, að mataxiímsduft fæst í búðunum, sem er svo auðvelt að fara með, að hver viðvaningur getur búið til alls konar hlaup úr því, svo að ég ráðlegg ykk- ur öllum, húsmæður góðar, að búa til fiskhlaup, til þess að bæta bónda yðar í munni. Þarna kom ég nefni- lega að efninu. Mér er ekki grun- laust um að húsbændunum verði heldur hlýrra til Mæðrablaðsins. ef þeir yrðu þess varir að þeir hefðu sjálfir eitthvað gott af komu þess á heimilið. Flestir muna eftir matnum hennar mömmu sinnar og þykir hann alltaf beztur. Eg skal nú ekki segja hvernig kaiimönnunum smakk ast Naglasúpan, hún er að sönnu eng- in undirstöðumatur en lystaukandi. Eg trúi heldur ekki að það borgi sig ekki fyrir fleiri að reyna naglasúp- una hennar mömmu. Eiginmönnun- um get ég sagt að súpur draga úr þorsta. Konuefni.

x

Mæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mæðrablaðið
https://timarit.is/publication/838

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.