Mæðrablaðið - 23.05.1943, Blaðsíða 7

Mæðrablaðið - 23.05.1943, Blaðsíða 7
MÆÐR ABLAÐIÐ 7 Börnin af götunni! Við græna hliðið Við grœna hliðið sprettnr einstök urt, ofurlítið nafnlaust hnipið hlóm. Um uppruna þess enginn hefur spurt, né orsökina að lífskjaranna dóm. Það skelfur undir skuggans kalda væng og skelfist stormsins ógnar reginmátt, er á f>að leggst hin þunga, sára sœng sandfoksins, í hverri norðanátt. Því mjúk og græn og grónn og veikgerð hlöð, svo gljúp og safarik, í djúpri hryggð, fsau gráta hina hræðilegu kvöð að hyljast göturyksins viðurstyggð. Þau eiga i leyni eina heita þrá, sem alla vókudrauma smýgur gegn — ftvi enn er vor og ylur sólu frá — að einhvern tima komi gróðrarregn. o o Við græna hliðið sprettur einstök urt, en inni í garðsins fagra hlómarann‘ er vökvað, hlúð og hjúkrað, numið hurt allt hismi og gróm, scm nákvæm höndin fann. Um græna hliðið reika út og inn ungar konur, menn og litil hörn, scm annast, fegra óskareitinn sinn, — en utan garðsins blóm á litla vörn. Þess stríð er háð í stoltri, djúpri fiögn. — Ein stjarna glitrar augans djúpi frá, j)ess eigið tár, — hin innstu lífsins mögn frá uppruna fiess sjálfs 1 fegurð gljá. Sigriður Einars frá Munaðarnesi. Svo skyggði fyrir þessi augnaráð og ég var ein hjá barninu mínu. I hjarta mínu var tómleiki, sem ekkert gat fyllt. Ég greip barn- linokkann minn upp úr rúminu og þrýs.ti honum að brjósti mér. En það var ckki nóg. Tómleikinn hvarf ekki. Ég hafði séð barn heimsins og elsk- að það. „Ö, barnið mitt” — hrópaði ég — ,,ég vil elska þig, þjóna þér, kenna þér og bjarga. En það er ekki nóg Elsku, litla bamið mitt, þú ert ekki nema eitt af milljónum, sem voru og munu verða i eilífum bernskustraum mannkynsins. Öll vantar þau móður- ina til að bæta mein sín. Frumstæð móðir nægir ekki til þess, ekki heldur ambáttin — hjartaköld og eigingjörn móðir getur það ekki og fórnfús móð- ir, scm gefur sjálfa sig er ekki lieldur fær um það. í>að sein barnið þarf er ekki fórn- fýsin ein. I>að þarf mæður, ssm eiga vit og frelsi, þekkingu og vald, það þarf einingu og sanilieldni aiirar v.ik- andi ástúðar og umhyggju, samtök allra heimsins mæðra. L. V. þýddi. Heimilin verða að bera ábyrgð á uppeldinu, er kjörorö fólksins af gamla skólanum, og vitnar í sitt eigið uppeldi í sveitinni í gamla daga. Ef til vill eru sveitaheimilin enn- þá fær um að annast uppeldi sinna unglinga. Kaupstaðarheimilin eru þaö ekki nema að mjög takmörk- uöu leyti. Jafnvel sæmilega stætt fólk, efnalega séð, verður aö hlíta því aö barnið drekki í sig áhrif frá götunni og mótist af þeim. „Hvaö á ég aö gera viö drenginn minn“ sagði ung móöir, „hann er oröinn 5 ára og ég get ekki lokaö hann inni. Mér til skelfingar hef ég rek- iö mig á að hann hefur þegar kynnst börnum, sem hafa ýmislegt ljótt í frammi“. Hún átti aöeins þennan eina dreng, bjó í ágætri íbúö og maöurinn var í góðri at- vinnu. Hvaö þá þau heimilin þar sem íbúöin er þröng, jafnvel 1 her- bergi, og börnin mörg, svo aö móö- irin veröur blátt áfram aö nota götuna sem dvalarstaö fyrir börn- in á daginn. Eöa þá þau heimilin, þar sem móöirin er eina fyrirvihn- an og úti alla daga. Og vandinn er ekki leystur þó aö barniö komist á skólaskyldu- aldur. Þaö er líka næsta ósanngjarnt aö gera þá kröfu til kennaranna almennt, aö þeir geti haft sterk uppeldisáhrif á börnin, í fyrsta lagi vegna þess, aö hver kennari hefur allt of mörg börn til þess og í ööru lagi er hin daglega skóla- vist allt of stutt til þess aö varan- leg uppeldisáhrif geti átt sér staö nema hjá örfáum útvöldum, og áö mjög gott samstarf sé á milli kennara og heimilis. Skólavistin er daglega aöeins 2—4 stundir. Ef barniö sefur í 10 stundir og not- ar 4 stundir til matar og undir- búnings undir næsta dag, sem mun vera vel í lagt, þá hefur barniö

x

Mæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mæðrablaðið
https://timarit.is/publication/838

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.