Mæðrablaðið - 23.05.1943, Blaðsíða 12

Mæðrablaðið - 23.05.1943, Blaðsíða 12
12 MÆÐRABLAÐIÐ Réttur barnsins Fundarálít Mædrafélagsíns Eins og allir vita hefur mikið verið rætt og ritað nú síðustu árin, um hver vandræði steðjuðu að með sið- ferði unglinga hér 1 bæ. Ekki sízt hef- ur mikið verið hneykslazt á ungum stúlkum, og þær þunglega dæmdar. Vandamál þessi hafa verið rædd fund eftir fund í Mæðrafélaginu. Hef- ur það verið einróma skoðun félags- kvenna, að hér á landi vantaði full- komna barna- og unglingalöggjöf. Ekki hegningarlög, heldur lög, sem tryggðu hverju barni og unglingi þá aðbúð í æsku, sem bezt tryggði heilsu þess og þroska, andlegan og líkamlegan. Það ætti að vera réttur hvers barns, sem 1 heiminn fæðist, hverjir sem foreldrar þess eru. Hér fer á eftir fundarálit Mæðra- félagsins frá 16. apríl síðastliðnum. í tilefni af ummælum þeim sem komið hafa fram í blööum og útvarpi um íslenzkar stúlkur, í ssmbandi við afstöðu almennings til hins erlenda setuliðs, vill fund- ur Mæðrafélagsins láta í ljós þaö álit sitt, að þær misfellur sem kunna aö hafa komiö fram, eigi orsök sína í því, að Reykjavík hef- ur stækkað óeölilega ört og óx skyndilega svo að fólksfjölda erlendra hermanna, að hér hafa myndast sömu viðhorf og í stór- bæjum, viðhorf, sem við vorum alls óviöbúin aö mæta. Lítur fundurinn svo á, að þær umbætur sem gera þurfi og aö gagni komi, séu ekki eingöngu bundnar við það fyrirbæri sem nefnt er „ástandiö“, heldur hafi það orðið til aö sýna nauösynina á því aö geröar séu alvarlegar til- raunir til þess að bæta lífskjör og uppeldi íslenzkra barna og ungl- inga, pilta og stúlkna. Fundurinn lítur svo á, aö frum- varp þaö um bama- og unglinga- vernd, sem lá fyrir síöasta Alþingi feli í sér litlar eöa engar umbætur frá því sem nú er. Fyrir því vill fundurinn skora á ríkisstjórnina aö undirbúa hiö allra fyrsta frum- varp til barna- og unglingalöggjaf- ar, þar sem komi fram verulegar umbætur þeim til handa: I. Aó lengdur sé skólaskylduald- ur barna til 16 ára. II. Að meölagsaldur barna sé hækkaöur til 18 ára og lengur ef barnið er við' ákveðiö nám. III. Að komiö sé á eftirliti meö' vinnu barna og unglinga: og námi samfara vinnunni. IV. Að unglingavinna sú sem framkvæmd er fyrir opinbert fé, sé þannig skiþulögö aö stúlkur eigi ekki síöur kost á að njóta hennar en piltar. Þar sem telja verður, aö þaö' hljóti aö taka; nokkurn tíma aö koma slíkum umbótum á, þá telur fundurinn þaö' nauösynlegt aö gerðar séu ýmsar bráöabirgöar- ráö'stafanir nú þegar. Skorar fundurinn á bæjarstjórn Reykja- víkur aö veita ríflega fjárupphæö til námskeiða fyrir unglinga í bóklegum og verklegum fræ'öum og til aö skipuleggja frístundalieini- ili og frístundastarf barna og ungl- inga. Ennfremur telur fundurin: j aö sérstaka áherzlu beri að leggja á aukna heilsuvernd og líkamsrækt barna og unglinga, og hvetja þau á allan hátt til íþróttaiökana og aö nauðsynlegt sé aö fátækum unglingum sé gert mögulegt ao stunda vetraríþróttir, en þaö er þeim ógerlegt vegna féleysis, nema sérstök hjálp komi til af hálfu bæj- arins. Skorar MæÖrafélagiÖ á ríki og bæ aö veröa viö þessum kröfum. Ef íslenzka þjóöin á aö geta lif- aö, ver'öur þaö aö ganga fyrir öllu aö gefa æskunni möguleika til vegna aöflutnings þúsunda vinnutíma og vínnukjörum menningarlífs. NÝJAR BÆKUR: BarSstrendingabók, falleg og skemmtileg. SOFFÍUBÚÐ Bogga og búáljurinn, ævintýri eftir Huldu. Stjörnublik, nýjasta ljóðabók Hugrúnar. Dýrasögur, eftir Bergstein Kristjánsson með i selur vefnaðarvörur og fatnað. myndum eftir Barböru W. Árnason. Gráa slœÖan, spennandi skáldsaga, sem birzt hefur neðanmáls í Morgunblaðinu. LjóÖ og lausatíísur, lítil ljóðabók eftir Þórð Sendir gegn póstkröfu út um land. Einarsson. Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju.

x

Mæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mæðrablaðið
https://timarit.is/publication/838

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.