Mæðrablaðið - 23.05.1943, Qupperneq 4
4
MÆÐRABLAÐIÐ
Mæðradagurinn
Mæðradagurinn er tiltölulega nýr
tyllidagur, — en góður. Því að hvaða
maður verður ehki betri maður fyrir
það að minnast hennar móður sinn-
ar og hugsa um hana, — hana, sem
leitaði að fyrstu frjóöngum góðs inn-
rætis í sál barnsins síns, til þess að
hlúa að þeim með nærgætni móður-
elskunnar?
Það eru nú liðin allmörg ár síðan
ég man eftir mæðradeginum fyrst.
Eg var bá vestan hafs, og það var
langt frá bvf, að það væri tóm og
gagnslaus venja að halda upp á þann
dag, heldur hafði hann margt gott i
för með sér. Þá báru allir blóm, móð-
ur sinni til heiðurs, þeir ljósrautt
blóm, sem áttu móður á lífi, en hinir
hvítt. Þá leituðust börnin við að
gleðja mæður sínar á einhvern hátt.
Þá voru þeir, sem ekki gátu komist
heim til móður sinnar, hvattir til að
skrifa henni, og ýmis félög höfðu út-
búið sérstök mæðradags-bréfsefni
handa þeim sem vildu nota þau þann
dag. Og í öllum kirkjum var um bless
un móðurkærleikans talað, og víða öll
guðsþjónustan helguð því efni. Þann
dag var mörg góð og hlý hugsun
hugsuð, og hann varð margri móður
indæll gleðidagur. Því að ekkert gleð-
ur móðurhjartað meira en ræktarsöm
ástúð barnsins, — hvort sem það er
ungt eða gamalt.
Hér á landi var mæðradagur fyrsta
sinn haldinn sunnudaginn 22. maí
1934, og gekkst Mæðrastyrksnefndin
fyrir því, og hefur haldið því áfram
síðan. En hér var tekin upp sú ný-
breytni að afla fjár með sölu minn-
ingarblómanna, og nota það fé sem
aflaðist, til þess að veita fátækum
mæðrum viku hvíld í sveit. Þetta
fyrirtæki varð þegar í stað mjög vin-
sælt, því að allir sáu að hér var verið
gott og þarft verk að vinna. Fjöldi
barna og unglinga hefur þessi ár unn-
ið að því á mæðradegi að selja blóm-
in, og þeim hefur verið vel tekið.
Margir bílaeigendur hafa flutt mæð-
ur ókeypis á sumarhvíldarstað og
heim aftur. Og mörg hundruð mæðra
hafa notið sumarhvíldar, sem þeim
var mikils virði, en þær myndu ella
Mæðrastyrksnefndar
Síðastliðin sjö sumur hefur
Mæörastyrksnefndin starfrækt
sumarheimíli fyrir mæður og börn.
Fyrstu tvö sumrin í Hveragerði í
Ölfusi og fimm sumur í Reykholti
í Biskupstungum. Sumarið 1941
á tveim stööum, bæöi í Reykholti
og í Menntaskólaselinu.
í Reykholti er útsýni mikiö og
fagnrt, og skjólgóöir hvammar
móti sól. Ágæt sundlaug er þar
einnig, sem veiti'r mæörum og
Móðir og
börn á sum-
arlieimili
mæðra-
styrks-
Reykholti.
hafa farið á mis. Sumar þeirra hafa
sagt að þetta væri fyrsta sumarfríið,
sem þær hefðu fengið síðan þær voru
börn. Þetta er þeim mikið fagnaðar-
efni, sem frumkvæðið áttu að því, að
búa þeim mæðrum sem erfiðasta að-
stöðuna áttu, nokkra sumarhvíld og
fáeina áhyggjulausa skemmtidaga í
fögru og geðfeldu umhverfi, — og
þeim öllum, sem að því hafa unnið.
En hvað sem því líður, má ekki
gleyma hinum upprunalega tilgangi
mæðradagsins: að glæða ræktarsemi
barna til mæðra sinna.
Nú er aftur komið að mæðradegi,
— tíunda mæðradegi hér á landi.
Minnumst með þakklátum hug
mæðra okkar, hvort sem þær eru lífs
eða liðnar. Hugsum um hve heitt þær
hafa elskað okkur og um allt það,
sem þær hafa lagt á sig okkar vegna.
Og sýnum það þakklæti í verki á
hvern þann hátt, sem okkur er unnt.
Guð blessi allar góðar mæður og öll
ræktarsöm börn. Guð blessi okkur
öllum mæðradaginn 1943.
Friðrik Hallgrímsson.
börnum ósegjanlega ánægju og
mikiö gagn, því aö margt af gest-
unum hefur lært að synda á með-
an þær dvöldu á heimilinu.
Húsrúmiö er aftur á móti of lít-
ið fyrir jafnmarga gesti og þar
dvelja í einu, og þannig háttaÖ aö
þaö eru stórar stofur svo aö marg-
ar mæöur veröa aö búa saman í
hverri, jafnvel 4—5 með 1—2 og
jafnvel 3 börn hver, og má segja
mæörunum þaö til veröugs hróss
að þær hafa skilið vel allar að-
stæöur og aö þær eru þarna fyrst
og fremst til þess aö njóta útivist-
ar. Þær hafa sætt sig við þetta,
og sambuöin hefur veríö mis-
fellulaus og oft til eftirbreytni, þar
sem hver hönd vill hjálpa annarri.
Nefndih hefur einnig tjöld
handa mæðrum aö búa í og sýn-
ir þaö sig að þær, sem komast á
lag meö þaö, læra fljótt aö
meta hvaö yndislegt er aö búa í
tjaldi aö sumarlagi og kjósa þaö
fremur en vera inni í húsinu.
Sumum kann aö viröast aö þörf-
in fyrir þessa starfsemi sé minni