Eining - 01.02.1948, Page 5
V E I N I N G
5
A launagreiðsludaginn.
hjá járnbrautarstöðvunum, verksniiðj-
unum og við kirkjugarða og kirkju-
hliðin- Á sumum þeirra ríkir snyrti-
J mennska, á öðrum sóðaskapur. Eru það
eins konar dimmir gangar, þar sem fólk
safnast saman- L’apéritifen er orðin
eins konar þjóðarvenja. Skemmtunar
helgarinnar er að miklu leyti leitað á
knæpunni (barnum). Á öllum manna-
mótum er áfengið við hendina. I viss-
um stéttum fer varla fram samningur,
svo að hann sé ekki gerður við knæpu-
borðið- Húsmððifin fer sjálf í matvöru-
verzlunina, sem um leið er áfengissala,
til þess að drekka, og alls staðar er
V drukkið á vinnustöðvunum. Áður en
hömlurnar komu til greina, drakk verk-
maðurinn auðveldlega 3—4 lítra á dag,
við erfiðisvinnu 4—6 lítra eða meira.
I sveitinni er víntunnan alltaf til
reiðu. Bændur hafa þá venju, að slökkva
þorsta sinn í víni. Margir þeirra eru
aldrei algáðir. Þótt hvorki sé slátrari
eða brauðgerð í héraðinu, er þar samt
knæpa, og áfengi er selt jafnvel í hinni
auðvirðilegustu þorpsverzlun.
, v Jafnframt hinni óhóflegu vínneyzlu,
er drukkið sterkt áfengi næstum alls
staðar- Heimabruggarar stunda oft
leynibrugg ásamt hinni leyfilegu áfeng-
isframleiðslu- Víða hafa áfengissiðirnir
gagnsýrt svo þjóðlífið, að áfengisflask-
an er talin sjálfsagður hlutur í matar-
böggli skólabarnsins, og meira að segja
er áfengi blandað í pela ungbarnsins.
I Bretagne er spíritus oft látinn sem
læknismeðal í pela ungbarna- 1 Nor-
* , mandi er algengt að börn drekki áfengt
eplavín við matborðið með hinum full-
orðnu.
Venjur áfengisneyzlunnar eru tölu-
vert mismunandi í landinu. Perrin, sem
unnið hefur úr skýrslum læknanna í
Frakklandi, telur það koma í ljós, sem
lengi hefur verið álítið, að brennivín
og eplavín séu algengust í Normandi
) og Bretagne og aðliggjandi héruðum.
Einnig, að ,,matarsnapsinn“, L’apéritif,
tíðkist víðast hvar, venjulega sé það
Vernnúth og ennfremur ýmsar vínteg-
undir, sem neytt sé sérstaklega í vín-
ræktarhéimðunum, en einnig um allt
landið, og að þessi neyzla sé algengasta
orsökin til króniskrar ofdrykkju • •.
Erfiðismenn neyta yfirleitt, í ríkum
mæli, hinna lakari tegunda- Almenn-
ingsálitið hefur talið, að áfengis- og
vínneyzla veitti heilsu og þrótt. Áfeng-
issýkin er mest áberandi í vissum at-
vinnugreinum: meðal verkamanna,
kaffi- og veitingahúsaeigenda, skip-
stjóra, stýrimanna o. fl. Perrin telur
í skýrslum sínum, að líta verði á 80%
af yfirmönnum skipanna sem alkóhól-
ista. En alkóhólistar teljast þeir menn,
sem reglubundið drekka áfengi óhóf-
lega • • • Flestar eða allar áfengisskýrsl-
ur um áratugi sýna, að innan hersins
hefur áfengisneyzlan verið óhófleg . . .
Áfengissýkin í Frakklandi.
Almennt eru menn sammála um, að
litlir skammtar ávaxtavína orsaki ekki
áfengiseitrun. Þegar heilbrigðisráð-
herrann leitaði álits læknaráðsins um
hæfilegan skammt víns á mann, þá
lagði ráðið einróma til að skammtur-
inn yrði ekki meira en hálfur lítri á
dag fyrir fullorðinn mann • • •
Anvigne og Perrin, sem lagt hafa
stund á rannsóknir í Nanteshéraði,
segja að til sveitanna sé það vínið, sem
aðallega orsaki áfengissýkingu. Menn
drekki þar sína eigin framleiðslu og
telji það hættulaust. Sá sem drekkur
3 lítra víns á dag, áfengismagn 9%,
fær sama áfengisskammt og sá, er
drekkur hálfan lítra af ákavíti með
55% áfengismagni.
Charrier telur, að af hverjum 10
áfengissjúklingum, hafi 6 orðið það af
neyzlu léttari vína, en 4 af neyzlu
brendra drykkja. Af 300 sjúklingum,
sem teknir voru á ofdrykkjumanna-
hæli, höfðu 31% neytt aðeins léttari
víntegunda- Þess skal hér getið, að þess-
ir voru borgarbúar, því að almennt er
álitið að ofdrykkjan eigi sér eingöngu
stað í borgum, þar sem menn drekka
sterka drykki, en þekkist ekki í sveit-
unum, þar sem aðallega séu drukkin
hin léttari vín- Heuyer og Duchéne hafa
komizt að þeirri niðurstöðu, að í Frakk-
landi sé meiri hluti áfengissýkinnar að
kenna neyzlu hinna léttari víntegunda-
Samanburður á dánartölum stríðs-
áranna sýnir, að þær eru hæstar í norð-
urhéruðunum, þar sem ofnautn áfengis
er sérstaklega áberandi. Skaðsemi á-
fengisofnautnar er talin koma bezt í
ljós meðal starfsmanna við áfengisút-
sölur. ..
Nokkrir læknar í Lyon, sem er mið-
stöð vínhéraðanna við árnar Rhone og
Saone, hafa rannsakað alllengi ofnautn
áfengis í þessum héruðum- Meðal ann-
ars hefur komið í ljós, að þriðji hver
maður, sem hefur verið fluttur slasað-
ur á slysastofu, hefur verið undir á-
hrifum áfengis, segir Desjaques (1941),
sem verið hefur læknir við slysastof-
una í 15 ár- Sú deild, sem ætluð er ölv-
uðum mönnum, hefur sjaldan verið auð
þessi 15 ár- Hér um bil á hverri nóttu
er komið inn með 5—6 dauðadrukkna
menn, og suma daga eru þeir fleiri:
laugardagskvöld, launagreiðsludaga, 14.
júlí, jóladaga og nýársdaga.
(Er það eitthvað líkt þessu, sem þeir
menn vilja fá á íslandi, sem stöðugt
vitna í þessi vínframleiðslulönd, sem
einhverjar fyrirmyndir í áfengisneyzlu?
— ritstj.).
Bæði á slysastofunni og eins meðal
sjúklinga hjá handlæknum, eru krón-
iskir áfengissjúkdómar mjög algengir.
Þetta kemur oft ekki í ljós fyrr en við
aðgerðina, þegar erfitt er um deyfingu
eða svæfingu- Vefir eru stökkir og blóð-
stöðvun erfið- Stundum kemur þetta í
ljós í alls konar eftirköstum, venjulega
delirium tremens.
Á læknarannsóknarstofu sakamála í
Lyon létu Mazel, Girard og Bonnet
(1941) rannsaka áfengismagn í blóði
65 manna, sem höfðu orðið fyrir dauða-
slysum, dottið í stigum eða dottið á
götu, og kom þá í ljós, að 35,5% hafði
verið ölvaðir, er slysið vildi til (blóð-
alkóhól 20/oo), 23% höfðu neytt minni
skammta, en hjá 4,5% var blóðrann-
sóknin neikvæð. í sumum tilfellunum
höfðu mennirnir ekki dáið strax, og
áfengisáhrifin þá dofnað eða fjarað út.
Svo að hér sé sannarlega ekki of hátt
reiknað . • •
Af 1500 sakborningum á aldrinum
15 ára að meðaltali, sem sendir voru
á geðsjúkdómadeildina í Lyon til skyndi-
rannsókna, höfðu 58 eða 4% framið af-
brot sín ölvaðir, og 45 eða 3% voru
meira og minna ölvaðir við rannsókn-
ina- Af 338 sakborningum undir lög-
aldri, sem rannsakaðir voru á sömu
stofnun á tímabilinu 1930—1940, voru
117 frá heimilum, þar sem faðir eða
móðir, eða bæði voru áfengissjúkl-
ingar.
180 flakkarar, sem handteknir voru
í Lyon og nágrenni á einu ári, báru
undantekningarlaust einkenni króniskr-
ar áfengissýki og viðurkenndu flestir
langvarandi ofnautn áfengis.
Á sjúkrahúsi í Rouen komu fyrir 50
tilfelli af del. tremens árið 1935, og
1937 voru þau 96- Við stórt sjúkrahús
í norðurhéraðinu var alkóhólisminn
13,5% allra sjúklinganna árið 1925 og
23% 1938- Á sjúkrahúsinu Hotel Dieu
í Nantes kom í ljós krónisk áfengis-
eitrun hjá % karlmanna og i/3 kvenna.
Á geðveikrahælinu Sainte Anne í París
voru 28,6% sjúklinganna skráðir sem
alkóhólistar árið 1931, en 1937 voru
þeir 37,9%.
Hvers konar menn verða helzt að
alkóhólistum í Frakklandi ? . . . Débré
og Sauvy telja, að þar sé aðallega um
tvo höfuðflokka að ræða. Hinn tiltölu-
lega fámenna hóp eiturnautnamanna,
sem eru vanalega veilir og haldnir
sterkri áfengislöngun, og svo hinn mikli
fjöldi manna, sem drekka áfengi óhóf-
lega, en eru andlega heilir, er þeir byrja
áfengisneyzluna, en eyða smám saman
líkams- og sálarheilsu- Orsaka ofnautn-
ar áfengis sé fremur að leita á sviði
félagslífsins en hins læknisfræðilega-