Eining - 01.02.1948, Qupperneq 9
* E I N I N G
9
Sá, sem segir sannleikann hispurslaust, mælir fram
það, sem rétt er, en falsvotturinn svik-
Þvaður sumra manna er sem spjóts-stungur,
en tunga hinna vitru græðir-
Sannmálar varir munu ávallt standast,
en lygin tunga aðeins augnablik . . .
Lygavarir eru Guði andstyggð,
en þeir, sem sannleik iðka, eru yndi hans.
Kænn maður fer dult með þekking sína,
en hjarta heimskingjans fer hátt með flónsku
sína-
Hönd hinna iðnu mun drotna,
en hangandi höndin verður vinnuskyld.
Hugsýki beygir manninn,
en vingjarnlegt orð gleður hann . • •
Á vegi réttlætisins er líf,
en glæpaleiðin liggur út í dauðann.
Oröskviðirnir, 12, 18—28.
Menntaskólinn
d Akureyri 1944—1945
1945-1946
Af vinsemd og góðhug hafa skóla-
stjórar ýmissa héraðsskóla og annarra
æðri skóla landsins sent mér við og við
skólaskýrslur sínar undanfarin 10—20
ár. f skýrslum þessum er jafnan ýmis-
legt fróðlegt og athyglisvert, jafnvel
manni, sem ekki er þó neitt riðinn við
skólastarfið.
Síðasta skýrslan, sem mér hefur bor-
izt, er tveggja ára skýrsla menntaskól-
ans á Akureyri, en síðara árið stunduðu
nám um hálft fjórða hundrað nemend-
ur við þann skóla. Það ár gerðist sá
merkisviðburður í sögu skólans, að lagð-
ur var hornsteinn að hinu mikla nýja
heimavistarhúsi skólans. Hafði Alþingi
veitt hálfa milljón króna til þeirrar
húsagerðar- Hornsteinn hússins vaí
lagður 14. nóvember 1946. í tilefni þess
flutti skólameistari, Sigurður Guð-
mundsson, ræðu, í veizlu skólans, kvöld-
ið áður. Eru þar allvandlega athugaðir
bæði kostir og gallar heimavistar. Þótt
ókostir séu augljósir, vill meistari þó
vænta þess og treysta því, að kostir
vegi nokkuð upp á móti, og megi sín
jafnvel betur. Hann segir:
Ég hygg það hverjum manni, sem komast
vill til hins mesta þroska, nauðsynlegt, að
hann geti hæði verið einn og með mörgum,
glæða þurfi í honum þörf á hvorutveggja, á
einveru og kynningu og samvistum við marga
og ólíka menn, konur og karla. Andinn þarf
einrúm og einveru. Ungir menn verða og að
temja sér frjálsmannlega framkomu í fjöl-
menni“.
Viðvíkjandi aðbúð og þægindum eru
orð skólameistara á þessa leið:
„Ég komst eitt sinn þannig að orði, að það
væri ekki hlutverk Menntaskólans á Akureyri,
að venja nemendur sína á sælkerahátt. Slíks
er enn síður þörf á þessum dögum en þá, er
mér hrutu þessi orð af vörum. En til sælkera-
háttar verður að telja fleira en krydd og kræs-
ingar á matborði, sem stór-margt er vel um,
er vér kunnum þeirra gæða í hófi að neyta
og gerumst eigi þrælar þeirra né bandingjar.
Mikil hægindi í húsbúnaði geta alið upp í
sumum makræði og sællífi. En eitt markmið
góðs uppeldis er að herða, stæla í oss harð-
vítugleik við sjálfa oss, án þess að ala upp
í oss harðneskju við aðra og þann einræðis-
hug, er á engan vill hlýða né hlusta, virðir
eigi annarra málstað, vill einn ráða öllu í
samkeypi við förunauta og félaga".
Og ennfremur um heimavistina:
„Mér hugnar, að sumu leyti, ekki það hóp-
lífi, sem fjölmennum heimavistum fylgir.
Smíða má sér, að löng æskudvöl í hjörð með
hjásetu minki að marki einstaklings-auðkenni,
baki alla að nokkru úr sama degi og sama
móti, magni fullmikið hjarðhvötina, svo að
menn geti aldrei verið einir, eiri hvergi einir,
verði talandi stórum meira en hugsandi.
Heimavist fylgir sú hætta, að hún leiki þá
illa, sem í einhverju eru fjöldanum frábrugðn-
ir, einkennilegir, hjárænulegir, álappalegir
eða slannalegir. En stundum býr efni gott
og fágætt í slíkum folum. Kostur heimavist-
ar er, meðal annars, fólginn í glæðingu sam-
lögunar við heild, í hlynningu að því eðli, er
gefur gaum að þörfum förunauta og félaga,
hneigðum þeirra og einstaklingseigindum. En
sá kostur getur snúizt í ókost, samlögun orðið
aflögun persónulegs og frumlegs upplags“ . . .
Það verður að teljast kostur heimavistar,
að hún auðveldar eftirlit með áfengisnautn.
Er slíks eigi vanþörf, svo margur íslendingur
sem drekkt hefur gæfu sinni og sæmd í Blöndu
víns og veiga. Þótt lengi hafi nauðsyn slíks
verið brýn með þjóð vorri, hefur sjaldan riðið
meir á slíkri löggæzlu en á líðandi eftirlæt-
istíð“.
Ræðu sína endar skólameistari með
þessum orðum:
„Sú er að lokum hjartfólgin ósk mín og
bæn, er ég sendi út í hinn mikla geim, að sú
heimavist, sem nú er efnt til í nýjum og ný-
tízkum húsakynnum, reynist nemendum vernd-
ar- og iðjuheimili, þar sem þeim veitist sem
víðtækastur þroski, drengskapar- og mann-
dómsvöxtur, ylur og gleði, er þeir orna sér
við ævilangt“.
Nú hefur Sigurður Guðmundsson lát-
ið af skólameistaraembættinu, eftir
langt og farsælt starf, en við því tekur
hinn mætasti maður, Þórarinn Björns-
son. Fylgja honum heillaóskir allra vel-
unnara skólans.
Ritstjóri Einingar á góðar endur-
minningar um komur sínar í Mennta-
skóla Akureyrar hér á árunum. Þar
stóð ræðumaður frammi fyrir hinum
glæsilegasta og bezta áheyrendahópi, er
bekkina sátu skólameistari, kennarar
og hnir fjölmörgu nemendur. Slíkur
söfnuður er eggjan hverjum ræðu-
manni.
Ég óska Menntaskóla Akureyrar, og
einnig öðrum skólum landsins, þeirrar
gæfu, að geta veitt æskumönnum þá
leiðsögn og það uppeldi, er reynist ör-
ugg vörn gegn öllum vesaldómi, en efli
þegnskap og þann manndóm, er tryggi
þjóðinni bjarta framtíð um ókomnar
aldir. Pétur Sigurösson.
Leiðrétting:
f síðasta blaði Einingar er ekkja Þór-
arins Ólafssonar sögð vera Jónsdóttir,
en er Jónasdóttir. Einnig er tengda-
dóttir hans sögð heita Aðalbjörg, en
heitir Friðbjörg. Aðstandendur eru
beðnir afsökunar á þessu mishermi.
Hið nýja stórhýsi ísafoldarprentsmiðju við
Þingholtsstræti í Reykjavík. Hér er Eining
prentuð.