Eining - 01.02.1948, Blaðsíða 10
10
E I N I N G #
Dagsaga
I dag skein sól. Heiðríkju himinn yfir
Norðurlandi. Fjöll og dalir snævi sniv-
in, svo að hvergi sér á dökkva díla,
eftir tveggja daga glórulausa norðan
hríð. Nú hallar degi. Húmið læðist yfir
landið og rökkrið er blásvart, himinn-
hvolfið dimmblátt, með ljósri dagsrönd,
sem er að slokkna við brúnir vestur-
fjalla- Stjörnudýrðin er óvenjulega
skær. Loftið er svo hreint og svalt. Ó-
teljandi geisla-augu horfa yfir húm-
þrungna jörðina, þar sem mannlífið
hrærist. Norðurljósabylgja kemur sunn-
an hvelið og færist með drjúgum hraða
norður eftir. Eru þar örlaganornir að
spunastarfi?
Hálfur máni líður feiminn upp frá
austurbrúnum. Förin mætti vera djarf-
legri. Hér er enginn sléttu-úlfur, til að
gjamma framan í þig, blessaður. Ekki
fjalla-úlfur né sléttu-úlfur heldur- Is-
lenzka tófan er of mikið í ætt við sjálfa
þig, til þess að þora að gagga upp á við-
Og fölir geislarnir, sem varpa drauga-
birtu yfir snæfeld jarðar auka dular-
áhrif þín gegn allri óvinsemd. Jafnvel
myrkrið, sem hatar þig, skríður í felur
milli ása og hæða, og inn í gil og gljúf-
ur, eða undir þverhnípta hamrastalla-
Einstaka skuggi skýzt á bak við húsin
og rekur sig þar óþægilega á manneskj-
urnar, sem eiga óuppfyltar óskir hjá
bæjarstjórn.
Frostrósirnar á hrimguðum gluggan-
um gróa með undraverðum hraða. Nú
eru þær alveg að hrekja mánaljósið úr
herberginu. Það eru heilir silfraskógar,
sem þjóta upp, eins og vafningsviðir í
suðrænum hita, og hélan verður þykk
eins og moskusull. Ég sest úti við glugg-
ann. Það er næstum almyrkvað í her-
berginu- Hundgá á næsta bæ. Bjöllu-
hljómur utan úr kvöld kyrðinni- Hesta-
sleði á fleygiferð niður veginn.
Dagsaga mín er saga farmanns yfir
höf mjalla. Á skíðum hóf ég ferðina í
morgunrökkri, og af háum hnj úkum leit
ég sólaruppkomu og sólsetur, tvö ævin-
týri, sem bláfjölvi glitlausra daga mun
gera að helgisögum í minningunni. Nú
kasta ég svörtum kolum á rauðan eld
og kalla feigð að hrímrósunum á glugg-
anum.
Kyrðin lyftir tjaldinu frá heimi
hversdagsleikans- Og inni í húmskóg-
um komandi nætur heyrast strengja-
hljómar, hljóðlátir fyrst, en síðan vold-
ugri. Það er Pan, sem er að leika- Vor-
guðinn, sem reikar um myrkviði vetr-
arins og kallar á vorið- Heimþrá lífs-
ins til vorsins syngur á hörpustrengj-
unum og fellur í ómhrönnum yfir snæ-
löndin. Hljómelfan byltist um helklung-
ur jökulheimanna og brýtur þau. Svo
voldug og ástríðuþrungin er sú þrá.
Óralengi hlusta ég á fossnið ómfljóts-
ins. Og þannig líður einn vetrardagur
af ævi minni í aldanna skaut. Það er
löngu orðið kalt í ofninum og silfra-
skógarnir vaxa á ný um rúðufletina-
En Pan er einnig þar og leikur ómljóð
sín, meðan brunafrostið læðist inn í
þakherbergið. Áður en ég fer að sofa
klæðist ég svellþykkri, hvítri ullar-
peysu utan yfir röndóttan náttserkinn,
og set upp kolsvarta oturskinnsloðhúfu-
S. D.
Frakkland engin
fyrirniYnd
Svo heitir greinarstúfur í sænska
blaðinu, Bla Bandet, 20. des- 1947. Þar
eru birtar nokkrar línur eftir Harald
Beijer um fyrirmyndar drykkjuskap
Frakka, en hann hafði skrifað í Morg-
ontidningen — sænskt morgunblað.
En hvernig er þetta annars með
morgunblöðin og áfengismálin? Eru
morgunblöðin alls staðar eins í þeim
efnum? Að þessu sinni upplýsir þessi
Haraldur, hversu Frakkar drekki vín
sér til blessunar. ,,Allir drekka vín í
Frakklandi, jafnvel börnin“, og þess
vegna eru magasjúkdómar fátíðir þar,
og er það eitthvað annað en í Svíþjóð,
segir þessi fróði maður. Þar drekka
menn mikið af sterkum drykkjum, eru
magaveikir og þar er nóg um áfengis-
sjúklinga. Við þetta hefur Haraldur
ekki orðið var í Frakklandi, þar drekka
mepn^sterku drykkina mjög hóflega.
Já, þeir eru fróðir um áfengismál
þjóðanna, þessir ferðamenn- En skrum
þeirra um áfengismenningu vissra
þjóða, stangast jafnan illa við stað-
reyndir og allar opinberar skýrslur.
Sænska Bláa bandiS upplýsir að árin
næst á undan síðustu heimsstyrjöld
drukku Frakkar 4,8 eða 4,7 lítra á
mann á ári af sterkum drykkj um, miklu
meira en Svíar, en auk þess drekka
Frakkar 150 lítra á mann árlega af
vínum-
Við fjölyrðum svo ekki um þetta hér,
því að á öðrum stað í blaðinu birtist
merkileg ritgerð, bæði fræðileg og vís-
indaleg, um áfengismál Frakka.
Fúlmannleg blaða-
skrif
I Bæjarpósti Þjóðviljans 28. janúar
s.l. og í Bergmáli Vísis 30. s. m., er
ráðizt að Einingu með fádæma fúl-
mennsku, hrakyrðum og rógi, allt sök-
um þess, að blaðið lætur að beiðni eins
helzta íþróttaleiðtoga landsins og birtir
grein Guttorms Sigurbjörnssonar um
Gunnar Huseby.
Það er gagnslítið að svara fúlmennsku
með fjúkyrðum, en ég vil segja þessum
mönnum í fullri einlægni, að ég sný
mér með viðbjóði frá rógi þeirra og
níði í minn garð, og tel þá sjálfa sýna
bezt það ,,innræti“, sem þeir ætla mér.
Það heldur margur mann af sér-
Guttormur Sigurbjörnsson segir frá
grein, er birtist í erlendu blaði, þar sem
Gunnar Huseby er talinn „sorgarþátt-
urinn“ í íslenzkum íþróttamálum- G.
Huseby hefur verið á vörum margra
manna á Norðurlöndum og víðar síðan
hann afrekaði sitt fræga kúlukast, en
hann hefur oft verið umtalaður engu
minna í sambandi við drykkjuslark er-
lendis, þar sem þó hver íslendingur,
þótt minna umtalaður en hann, hlýtur
að verða annaðhvort þjóð sinni til sóma
eða skammar.
Fyrir það, að gera þessar hrakfarir
mannsins að umtalsefni, engu síður en
frægð hans, þykjast þessir menn í Þjóð-
viljanum og Vísi ætla að koma fram
sem einhverjir umvandarar og ráðast
ekki aðeins að greinarhöfundi, heldur
ætla sér að lýsa okkur fyrir alþjóð, sem
hugspilltum mönnum, mér sem ritstjóra
blaðsins og Guttormi fyrir greinina,
þeir spara þar til engin stóryrði, en
gerast þeir níðingar að svívirða mig
sem mest þeir geta, sem hef þó fram
að þeim tíma, er þeir skrifa, ekkert til
saka unnið í þessu máli, annað en að
birta grein Guttorms. Við Guttormur
eigum að vera óþokkamenni fyrir að
ávíta og vanda um við seka menn, en
þessir greinar höfundar setja upp merk-
issvip og þykjast mjög góðir menn, þótt
þeir rægi og svívirði saklausan mann.
Ég held að skrif þeirra nálgist „nýtt
íslandsmet í lítilmannlegri blaða-
mennsku“, svo að viðhöfð séu þeirra
eigin orð- Þeir gátu svarað grein Gutt-
orms á drengilegri hátt, því að það er
ekki almenn venja að svívirða ritstjóra
blaðanna, þótt þeir sýni það frjálslyndi
að birta greinar um eitt og annað, og
ádeilur á menn. En sízt ættu íslenzkir
blaðamenn í seinni tíð, að setja upp
hræsnissvip og brigsla mér um „lubba-
lega“ blaðamennsku- Ég hef geymt
nokkur sýnishorn af blaðamennsku
þeirra.
Drengilegast hefði verið fyrir þá, að
biðja mig fyrir svargrein til Guttorms
í sama blaði og hann skrifaði í. En í
stað þess þjóta þeir með illyrði í víð-
lesnustu blöð landsins. Islenzk blaða-
mennska er yfirleitt ekki á það háu
stigi, að mönnum gefist kostur á að
ræða að jafnaði sama mál frá báðum
hliðum, í sama blaði. Þar er neitunar-
valdi óspart beitt.
P. S-
Menntamál, október—nóvember 1947, hefur
eftir hinum heimskunna ræðumanni, rithöf-
undi og stjórnmálamanni W. Churchill, „að
fátt hafi auðgað hann meira á andlega vísu,
en að læra ljóð utan bókar“.
Þetta er vissulega athyglisvert uppeldisat-
riði. Ljóð, sálmar og kvæði, sem unglingur-
inn lærir vel utan bókar, auðgar hann, ekki
aðeins hvað efni ljóðsins áhærir, en þroskar
einnig minnið og stælir námshæfileikana. En
allmikil ljóðakunnátta er ómetanlegur fjár-
sjóður, sem eigandinn hefur með sér hvar
sem er og getur gripið til við öll tækifæri,
og reynst honum jafn vel hið bezta bjargráð
á vissum augnablikum. I ljóðum er jafnan
samanþjappað efni, séu þau þess virði að
læra þau, og oftast notagóð lífsspeki.
L j óðakunnátta