Eining - 01.06.1948, Síða 2

Eining - 01.06.1948, Síða 2
2 E I N I N G * Frú Stefanía Guðmundsdóttir leikkona. um og körlum, sem ætluðu sér ,,að halda uppi sjónleikum og koma þeim í sem bezt horf“ eins og segir í félagslög- um... Af stofnendum Leikfélags Reykjavík- ur komu frá Leikfélaginu í Breiðfjörðs- húsi: Árni Eiríksson, Þóra Sigurðar- dóttir, Gunnþórunn Halldórsdóttir, Kristján Þorgrímsson og Sigurður Magnússon. Indriði Einarsson, sem verið hafði leiðbeinandi við leika í Breiðfjörðshúsi, varð og fyrsti leiðbein- andi Leikfélags Reykjavíkur. Frá Leik- félaginu í Góðtemplarahúsinu komu: Matthías Matthíasson, Þorvarður Þor- varðsson, Hjálmar Sigurðsson, Borgþór Jósefsson, Jónas Jónsson (Máni), Sig- ríður Jónsdóttir og Stefanía Guðmunds- dóttir. í þriðja stað gerðust nokkrir iðnaðarmenn stofnendur félaginu til styrktar og til að halda því að leigu í húsinu. Utan félaganna þriggja, sem stóðu að stofnun Leikfélags Reykjavík- ur, voru Brynjólfur Þorláksson organ- isti og Friðfinnur Guðjónsson, sem þá var nýfluttur í bæinn, en hafði leikið á Akureyri og Isafirði. Með þessu liði hóf nú Leikfélag Reykjavíkur göngu sína, en skjótlega bættust því nýir leik- endur, auk þeirra, sem fyrir voru, strax á öðru ári Guðrún Indriðadóttir og Helgi Helgason . . . Það voru ekki glæsileg kjör, sem'Leik- félag Reykjavíkur bauð hinum fyrstu leikendum sínum. Raunar hefur aldrei verið eftir háum launum að sækjast á leiksviðinu hér, og má vel vera, að kvöldkaup leikendanna á fyrstu árun- um, 5 krónur í einu leikriti en 6 krónur í tveimur, ef leikin voru á sama kvöldi, Framh. á bls. 3. Þorv. Þorvarðsson. Borol>ór Jósefsson. Helgi Helgason. . Ólafur Rósinkranz. Guðlaugur GuCrnindsson. Indriði Einarsson. Frd lesendum blaðsins ) * Jón Þorsteinsson, Barónsstíg 12, Rvk, skrifar: „Ég er á allt annari skoðun en Þjóð- viljinn um það, að ritstjóri Einingar sé að gera bindindismálinu í landinu ó- gagn með því lesmáli blaðsins, er hneigist að trúarlífi. Grundvöllur Góð- templarareglunnar er fyrst og fremst guðstrú og góðir siðir — trú, von og kærleikur. Væri hún ekki grundvölluð á slíku bjargi, mundi hún ekki hafa • reynst jafn þrautseig og hún hefur * verið. Mér þykir mest varið í það í Einingu, sem snertir hugsjónir og kenningar Jesú Krists. Nauðsynlegt er að birta margar og merkar hugleiðingar um bindindi, eins og blaðið gerir, en af öllu má of mikið gera. Væri ekki annað efni í blaðinu og frásagnir um þessa aum- ingja, sem eyðileggja sig og heimili sín á drykkjuskapnum, þá yrði sú sorgar- saga of einhliða. Það verður aldrei of sagt, að það er átakanlegt böl að vita unga menn um tvítugsaldur fá 400—700 kr. vikulega, en eyða því svo í drykkju og drabb, þar til þeir hafa ekki fyrir fötunum utan á sig eða matnum ofan í sig. Þessa menn skortir trú, trú á Guð, trú á sig sjálfa og trú á föðurlandið. Þeim þarf að skiljast, að þeir eru meiri menn, sem rækja skyldur sínar við þetta blessað land okkar, sem getur látið okk- ur öllum líða vel, ef við sameinumst í * Guðstrú og góðum siðum, sameinumst um að „elska, byggja og treysta á land- ið“, og okkur sjálfa, en ekki einhverjar erlendar yfirdrotnunarstefnur. Skyldu- rækni og trúmennska þarf að prýða hvern þjóðfélagsþegn, og þær dyggðir hygg ég að dafni bezt í jarðvegi guðs- trúarinnar“. x k Tal óskynseminnar Óskynsemin segir: Þið, sem veiðið mikla síld og græðið peninga, kaupið ríflega áfengi. Það eykur tekjur ríkissjóðs, en stofnar að vísu til slysa og alls konar ófarnaðar, en þá má líka auka framlag til slysavarna, bind- indis og menningar.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.