Eining - 01.06.1948, Síða 6

Eining - 01.06.1948, Síða 6
6 E I N I N G Víða er pottur brotinn Samkvæmt Reader’s Digest, janúar 1947, hefur einn þingmaður Bandaríkj- anna sagt nýlega, að alþýða manna þar í landi líti á þingmennina sem ,,hóp loddara, er stjórnist af eigingjörnum hvötum“. En í ritstjórnargrein hefur stórblaðið Life nýlega stimplað þing Bandaríkjanna sem chronic obstacle — rótgróið þjóðarmein, gætum við þýtt það í þessu sambandi. Þá segir í sömu ritgerð, að skoðana- könnun hafi leitt í ljós, að sjö af hverj- um tíu foreldrum í landinu, óski ekki að synir þeirra velji sér sem atvinnu neitt það, sem lýtur að starfsemi stjórn- arinnar. „Þessi lítilsvirðing á þingi og stjórn, þýðingarmestu stofnunum þjóðarinn- ar“, segir í sömu grein, ,,er þjóðinni stórhættuleg". En hvers vegna þessi lítilsvirðing? Hún stafar af því, segir Digest, að þingmennirnir rækja ekki gtörf sín. Þeir eru vikadrengir kjósendanna og mestur tími þeirra fer í það, að sinna alls konar kvabbi þeirra og þóknast þeim. Þingmennirnir hugsi meira um að halda þingsæti sínu, en að leysa af hendi skyldustörfin — sjálft löggjafarstarfið. Árið 1946 var 40% af þingmönnum beggja deilda fjarverandi við atkvæðagreiðslu — nafnakall — um hin ýmsu frumvörp í þinginu. Blaðið Christian Science Monitor hefur sagt, að þessi fjarvera þingmannanna sé orð- in pólitískur glæpur. Rannsókn hefur leitt í ljós, að allt að því 80% af tíma þingmannanna fer í allt annað en skyld- an býður. Einn öldungadeildarþingmað- ur hefur sagt, að hann væri 90% vika- drengur, 10% stjórnmálamaður — lög- gjafi. Annar þingmaður sagði: „Á rúm- um þrem árum, sem ég hef verið þing- maður, hafa 36,000 manna í umdæmi mínu skrifað mér og beðið um aðstoð við hitt og þetta. Öllum þessum beiðn- um hefur verið sinnt og 30,000 fengu það, sem þeir báðu um“. Þannig fer um tíma þessara manna, þrátt fyrir að hverjum neðrideildar- þingmanni er heimilt að nota 9500 doll- ara á ári til þess að launa aðstoðarrit- ara, og hverjum öldungadeildarmanni er heimilt að nota árlega 23,880 dollara í sama tilgangi. Þarf nokkurn að undra, þótt alþýðu manna gangi illa að bera virðingu fyrir slíkum vinnubrögðum. Þess er og getið í nefndri ritgerð, að alþýða manna í Ameríku bregðist helzt aldrei að standa með þeim manni, sem þorir að setja hag heildarinnar ofar öllum sérhags- munum eins og annars og öllum klíku- skap. Söguritarinn Allan Nevins segir, „að komi einhver stjórnmálamaður fram á sjónarsviðið, er setji ofar öllu hag heildarinnar, þá þekkist það varla í sögu þjóðarinnar, að þjóðin vanræki að standa með þeim manni“. Og þá er það kostnaðurinn við stjórn- arstörfin. Árið 1935 voru 719,440 menn á launa- lista samveldisstjórnarinnar, þar með auðvitað ekki taldir hermenn, en nú eru þeir 3,000,000. Árið 1935 voru laun þessa stjórnarliðs 1,361,000,000 dollar- ar, en nú eru þau átta milljaröar doll- ara. Árið 1935 voru skattar 20 dollarar á nef í landinu, nú eru þeir 300 dollarar á nef. Við vanaleg iðnaðarstörf vinna menn i Bandaríkjunum 31 kl.stund á viku hverri. 25 stundir vinnur maður- inn til þess að framfleyta fjölskyldu sinni, en sex stundir fara hverja ein- ustu viku til að framfleyta stjórnarlið- inu, og fullyrða menn, að 1,500,000 af liði þessu sé nú algerlega óþarft. Fjárhagsáætlun fyrir árið 1946 var 41,000,000,000 — fjörutíu og einn millj- arði dollara. „Hve mikið er þessir 41 milljarður ?“ spyr Reader’s Digest. I fyrri heimsstyrjöldinni eyddu Banda- ríkin rúmum 33,000,000,000 dollara. Kreppuárin 1932 og 1933 voru allar þjóðartekjurnar til jafnaðar 41,000,000 000, hið sama, sem ríkisstjórnin fer nú með á einu ári. Eftir f'yrri heimsstyrj- öldina losaði Bandaríkjastjórnin sig fljótt við menn, sem hún hafði ráðið til starfa, sérstaklega vegna stríðsins, en nú hefur hún losað sig við aðeins 16 prósent af slíkum mönnum, sem auð- vitað var mikill fjöldi. Þannig er þá lýsingin á búskap þess- arar miklu þjóðar. Nú getum við litið í okkar barm hér á landi, og spurt okk- ur svo sjálf, hvort stjórnir heimsins séu á leið til frelsis, mannréttinda og far- sældar með lýðinn, eða út í botnlaust fen óráðvendni og sóunar, þar sem hin nákalda hönd skrifstofuvalds og nefnda leggst blýþung og lamandi á allt fram- tak manna. Ósannindi auglýs- inganna Ég var að enda við að lesa bókina, Hjá vondu fólki, er ég sá í Morgunblað- inu, 18. febrúar s. 1. þessa auglýsingu: „Rit sem eiga engan sinn líka í ís- lenzkum bókmenntum ..... Fagurt mannlíf, í sálarháska, Hjá vondu fólki“. — Þetta segir auglýsingin satt. Rit þessi eiga víst engan sinn líka í bókmenntum okkar. En svo koma ósann- indin í auglýsingunni: „Óviðjafnanlega skírar og sannar þjóðlífsmyndir og mannlýsingar (leturbr. mín. P. S.). Ég hef enga löngun til að ófrægja þessar skennntibækur, en þegar jafnvel eins þjóðkunnum sæmdar- og mennta- manni, eins og Magnúsi Helgasyni skólastjóra, er lýst sem ómerking og núlli, þá sjá nú flestir núlifandi menn, hve sannar slíkar mannlýsingar eru. Margir dkærendur Arinbjörn S. Bardal í Winnipeg hef- ur sent Einingu eftirfarandi kærur á hendur áfengisneyzlunni: Lögreglan segir: Áfengi og bensín er orsök slysa. Morðinginn segir: Ég vissi ekki hvað ég gerði. Ég var drukkinn. Dómarinn segir: Áfengi er orsök / glæpa, en afsakar engann. Læknirinn segir: Áfengið veikir mót- stöðuhæfileika líkamans og styttir mönnum aldur. Siðgæðisfrömuðurinn segir: Áfengi og siðgæði eiga ekki samleið. Kvenmaðurinn segir: Andfýlu leggur frá vitum drukkins manns. Móðirin segir: Áfengið eyðileggur heimilisfriðinn. Faðirinn segir: Ef konan mín verður drukkin aftur í kvöld og börnin í hirðu- { ^ leysi, þá verður ógaman að koma heim. Vitnisburður reynslunnar: Þriðja hvert hjónaband í Bandaríkjunum end- ar með skilnaði. Talið er að 25% allra hjónaskilnaða í landinu sé að kenna á- fenginu. Heilög ritning segir: Drekkið yður ekki drukkna í víni, sem aðeins leiðir til spillingar. Áfengissalinn segir: Veitið æsku- mönnum áfengi og þá er atvinnu minni ævinlega borgið. Ráðhollasti vinurinn segir: Drekkið aldrei fyrsta glasið. Góðtemplarar segja: Takið þátt í fé- lagsstörfum okkar sem alger bindindis- maður. Það bjargarfrá ófarnaði áfeng- isneyzlunnar. Helgi- og írídagafdr Skírdagur var síðast 25. marz, en annar hvítasunnudagur 17. maí. Milli þessara tveggja daga, og að þeim með- töldum, voru 54 dagar. Af þeim voru • 5 páskadagar, sumardagurinn fyrsti, fyrsti maí, uppstigningardagur, 2 hvíta- sunnudagar, 6 sunnudagar og 7 hálfir laugardagar, eða 3 heilir og hálfur. Þetta verður samtals 19% helgi- og frí- dagur, af þessum 54 dögum. Engin furða þótt margur sé lengi með sokk sinn á prjónunum. Mér finnst oft allir þessir frídagar slæmur athafnatálmi á vegi mínum, hvað sem öðrum finnst. í Ameríku létu menn sér nægja einn páskadag, einn jóladag og einn hvíta- sunnudag. Islendingar hljóta að vera miklir hirðumenn í helgisiðum og há- tíðlegir menn. Fyrr má nú vera! Það er ekki svo að skilja, að ég sjái eftir hvíldinni handa verkamönnum, ef 4 * þeir kunna að hagnýta sér þessa daga vel, en ég hef sjálfur verið verkamaður bezta kafla ævinnar, en undi störfum mínum ævinlega betur en frídögunum. Að minnsta kosti er einn dagur í senn nægilegur, nema þegar um ársleyfi er að ræða. — P. S.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.