Eining - 01.06.1948, Qupperneq 7

Eining - 01.06.1948, Qupperneq 7
7 * EINING Þessar blómarósir eru brjóstumkenrianlegar, að þurfa að standa 3—5 Nýja húsið við Klapparstíg 26, Reykjavík. Skrifstofa Einingar er á klukkustundir, sumar þeirra, undir lögreglu eftirliti, til þess að geta þriðju liæð. fengið skó á fæturna. Þær eiga sjálfsagt enga bíla, en eru sennilega eins konar gangnamenn Reykjavíkur og skófrekar. I i Orsök krabbameina Norskur yfirlæknir, Rolf Bull Engel- stad, sem er doktor í læknavísindum, flutti fyrirlestur á stjórnarfundi Nas- jonalforeningens í Aalesund á árinu 1947, um orsakir krabbameina. Þetta er langt og yfirgripsmikið er- indi, en hóflegt, eins og vænta má af vel lærðum manni. Þar fer ekki mikið fyrir fullyrðingum. Læknirinn telur þó nokkurn vegin víst, að matarhæfi geti verið orsök krabbameins og telur upp ýmislegt því til sönnunar, samkvæmt rannsóknum og tilraunum á dýrum, sem þó verði að taka með allri varúð. „En um nautnameðulin, sem orsök krabbameina“, segir læknirinn, er öðru máli að gegna, „um það vitum við með meiri vissu, en fæðutegundirnar. Að minnsta kosti um hin tvö aðalnautna- meðulin, tóbakið og áfengið. Öllum er nú Ijóst, að tóbaksneyzlan, sérstaklega reykingarpípan, orsakar oft krabba- meini í vörum manna. Sennilegt er, að öll tóbaksneyzla geti auðveldað myndun krabbameina, ekki aðeins í vörunum, heldur og í munni, koki og hálsi. Það er heldur ekki óhugsandi að tóbaks- neyzlan geti auðveldað krabbameins- myndun í öndunarfærum, Iungnapípum og lungum. Rannsóknir og tilraunir með dýr hafa leitt í ljós, að tóbakið veldur krabbameinum. Því verður heldur ekki mótmælt, að ofnautn áfengis auðveldar myndun krabbameina. Rannsóknir hafa Ieitt í ljós, að krabbamein í munni kemur næstum aldrei fyrir hjá bindindismönn- um, töluvert oftar hjá hófdrykkjumönn- um, en hjá drykkjumönnum eru slík krabbamein mörgum sinnum tíðari. Dagleg reynsla bendir til þess, að of- nautn áfengis orsaki einnig krabbamein í hálsi og vélindi, og óhugsandi er ekki, að það geti einnig valdið krabbameini í maga. A sama tíma verður ofnautn áfengis framarlega í röð krabbameins- orsaka í öðrum meltingarfærum, og er vert að hafa slíkt hugfast“. Frekari fullyrðingar segist læknirinn ekki vilja við hafa en þetta, að áreið- anlega auðveldi mikil áfengis- og tó- baksneyzla myndun krabbameina og viss tilhögun í matarhæfi geti einnig haft hættu í för með sér. „Ef einhver spyr mig“, segir lækn- irinn, „hvort ég haldi, að matarhæfi og lifnaðarvenjur eigi nokkra sök á því, hversu krabbamein hafa farið í vöxt, þá svara ég hiklaust — já. Þessa skoðun mína styður sú staðreynd, að tveir þriðju hlutar samkynja krabbameins- bólgu koma fyrir í meltingarfærunum“. Þessu vilja menn halda við Reykjavíkurblöðin sögðu 6. og 7. apríl s. 1. frá dómi, sem 4 ungir menn höfðu hlotið. Mál þeirra allra var bæði mjög raunalegt og ógeðslegt. Tveir þeirra, Arnar Þórir Valdimarsson og Geir Guðmundsson, höfðu ráðist á konu að næturlagi og barið hana til óbóta. Dómur þeirra virðist ekki þungur, þeg- ar þess er gætt, að ef ekki hefði viljað svo til, að konunni tókst að hrópa á hjálp, hefði meðferð piltanna getað kostað hana lífið. Þessir ólánsmenn voru báðir ölvaðir. Hinir tveir, bræðurnir Ólafur og Óskar Gunnaússynir, örfuðust til ill- verka við það, að á leið þeirra verður ölvuð stúlka, sem þeir ginna upp í bíl til sín, aka með hana afvega og nauðga henni. Ósannað er, hvort piltar þessir hafi ekki einnig neytt áfengis. En hvað um það, stúlkan var ölvuð og var því auðgert að ginna hana upp í bílinn. Piltar þessir hafa nú verið dæmdir í 3 ára fangelsi og allháa fjársekt og rétt- inda missi. Þessi mál eru aðeins tvö af óteljandi glæpuni, sem áfengisneyzlan orsakar. Hvorugur Vérknaðurinn hefði verið framinn, ef áföiigisneyzla hefði ekki verið annars vegar, og þessum mann- skemmdum vilja menn halda við í þjóð- félögunum með ótakmarkaðri áfengis- sölu. Bæði árásarmennirnir og þær, sem fyrir illverkunum urðu, hefðu sloppið, ef áfengið hefði ekki verið að verki. Hvað hafa þeir menn á samvizkunni, sem viðhalda áfengisviðskiptunum og mæla þeim stöðugt bót? Mennirnir með eitruðu vopnin Það er mjög auðskilið, að þeim mönn- um, sem hafa lygar og róg fyrir helztu vopn sín, sé uppsigað á kristindóm og biblíu kristinna manna. Hún segir svo margt óþægilegt í þeirra garð. Til dæmis: „Hroki er undanfari falls“. Þetta fékk Hitler að reyna. Þetta fékk Mussolini að reyna, sömuleiðis Japanar og þannig hefur öllum hrokagikkjum reitt af og svo mun enn fara. „Þvaður sumra manna er sem spjóts- stungur“, segir þar ennfremur. Orð rógberans eru eitruð. Þau eru af hinum vonda. Allir vita í hvers þjónustu rógberinn er. „Orð rógberans eru eins og sælgæti“, segir trúarbók kristinna manna. Það er því létt verk að iðka róg. Hann bragð- ast mönnum eins og sælgæti. Hann „læs- ir sig inn í innstu fylgsni hjartans“, segir þar enn fremur. En rógurinn er ekki að sama skapi haldgóður: „Sannmálar varir munu ávalt stand- ast, en lygin tunga aðeins augnablik“. Þeir menn, sem verða fyrir aðkasti vegna kristindómsins, mættu minnast orða meistarans: „Sælir eruð þér, þá er menn atyrða yður og ofsækja og tala Ijúgandi allt illt um yður mín vegna. Verið glaðir og fagnið, því að laun yðar eru mikil í himnunum“.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.