Íslenskt skákblað - 01.12.1926, Blaðsíða 4

Íslenskt skákblað - 01.12.1926, Blaðsíða 4
2 ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ Árið 1851 stofnuðu Englendingar til skákþings í London og buðu þangað nafnkendustu skákmönnunum, sem þá voru uppi. Var Staunton þá álitinn mesti skákmaður heimsins. Petta var hið fyrsta alheimsskákþing. — Anderssen gat ekki á sjer setið, en lagði af stað til London á skákþing þetta, lil þess að reyna skákstyrk sinn við kappa annara þjóða. — Pessu skákþingi lauk svo, að And- ersen hlaut I. verðlaun. — Hann sigraði Staunton með 4 móti 1, og einnig skákmennina miklu og frægu, þá Kieseritzky, Szen og Wyvill. Var sigur Anderssens hinn glæsiiegasti og einkum fyrir stór- sigur sinn yfir Staunfon. Var hann nú viðutkendur mesti skákmað- ur heimsins. Pegar heim kom, var Anderssen tekið með ofsagleði ogaðdáun. Með sigri þessum þótti Pjóðverjum sem nú hefðu þeir náð algerð- um yfirburðum í skáklistinni meðal Evrópuþjóða, og mun það láta nærri á þessu tímabiii. Enda voru þeir nokkru fyr byrjaðir að keppa að því marki. Pessu var þó ekki verulega slegið föstu fyr en þeir komu til sögunnar Dr. Lasker og Dr. Tarrasch. Petta sama ár háði hann einvígi við hinn heimsfræga skák- meistara J. Löwenthal. Lauk því svo, að Anderssen sigraði með 4-5--2 = 0. Eftir þessa skáksigra var því slegið föstu, að Anderssen væri snjallastur skákmaður í heimi. Stóð þetta um nokkurra ára bil. En enginn er svo mikill eða svo sterkur, að hann megi vera óhultur um hag sinn. Paul Morphy,*) sem talinn hefir verið jöfur allra skákjöfra, kom þá til Evrópu, til þess að reyna skáksnild sína við skákmeist- ara Evrópu. Háði Anderssen einvígi við hann í París 1858, og beið þar lægra hlut fyrir hinum unga og stórgáfaða Ameríkumanni. — Þótt nú svona tækist til, að besti skákmaður Evrópu biði lægra hlut þarna, hafði það engin veruleg áhrif á skáklíf í Evrópu, því að Morphy hætti mjög bráðlega að tefla skák, og gleymdist um stund. Anderssen tók aftur við meistaratign sinni, án þess nokkur mælti á móti. Hjelt hann henni alt til 1866. En þá kom Steinitz fram á sjónarsviðið, og bar sigur úr bítum við hann, þótt það væri með naumindum (Anderssen vann 6, Steinitz 8, ekkert jafntefli. Sjá annars um Steinitz í 3. hefti skákbl. I. árg.). — Eftir þetta tók þó Anderssen þátt í mörgum skákþingum víðs- vegar og ávalt með besta orðstýr. Hann tefldi t. d. á meistarþing- *) Um hann verður getið nánar í næsta hefti skákblaðsins.

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.