Íslenskt skákblað - 01.12.1926, Blaðsíða 18

Íslenskt skákblað - 01.12.1926, Blaðsíða 18
16 ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ efnis, að þeir gæfust upp á borði 1, og höfðu þá verið leiknir á því borði 42 leikir af báðum. Mánudaginn 22. febrúar buðu Norðmenn jafntefli á borði 2, og neiiuðu íslensku keppendurnir því eindregið, við það borð. Síðan voru Ieiknir 25 Ieikir á því borði, og þótti þá flesfum sjeð, að það væri óvinnandi, og buðu því íslendingar jafntefli á því borði mánudaginn 26. apríl, og höfðu þá verið leiknir 74 leikir. Norð- menn samþyktu jafnteflisboðið, og var þar með kappteflinu lokið með 1V2 vinningi fyrir ls'endinga gegn lh hjá Norðmönnunum. Fáir munu geta gert sjer það fyllilega Ijóst, hve mikið starf hefir verið lagt í þetta kapptefli. Allir þeir, sem að því störfuðu fyrir hönd íslendinga, höfðu daglegum störfum að gegna, og gátu því ekki notað annan tíma við kappteflið, en sinn hvíldartíma. Peir, sem þekkja til rannsókna á vandasömum taflstöðum, munu fara nærri um, að hvíldartíminn muni oft hafa styst allrnikið þá daga, sem leikir voru sendir hjeðan. En allir gerðu sitt ítrasta, og eng- inn taldi eftir sjer, að vaka yfir skákunum, og þrautkanna allar hugsanlegar leiðir til sigurs. Allir voru einhuga um, að leggja fram sitt ítrasla til að vinna helst báðar skákirnar, og áhugi manna al- staðar á landinu hvatti keppendurna til starfs og dáða. Jeg efast heldur ekki um, að allir íslendingar eru þakklátir þeim mönnum, sem slegið hafa því föstu í eitt skifti fyrir öll, að íslensk skáklist þolir allan samanburð við skáklist nágrannaþjóðanna. Elís Ó. Guðniundsson. SKÁKFRÆÐI. S K O S KI LEIKTJRINN O G SKOSIÍA BR AGSIÐ. Taílbyrjun þessi er ekki mjög gömul, en var um eitt skeið mikið notuð, og nota ýmsir skákmenn hana enn. Gefur hún oft frjáls og fjörug töfl og mun hún þess vegna hafa urnið fremur hylli eldri skákmanna. Hún var fyrst leikin af skoskum taflmönnuni í kappskákunum milli Edinborgar-skákfjelags og Lundúna skákfjelags árin 1825—1828. Skoski leikurinn. 1. e2—e4 e7—e5 2. Rgl-f3 Rb8—c6 3. d2—d4 . . . Tilgangurinn með því aö lcika hjer drotningarpeðinu um 2 reili er sá, að koma drotningaibisk- upnum sem skjótast á frainfaeri. Ætlun hvíts er sú, þegar svartur hefir tekið peðið, að taka aftuf

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.