Íslenskt skákblað - 01.12.1926, Blaðsíða 23

Íslenskt skákblað - 01.12.1926, Blaðsíða 23
ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ 21 7. Ddl — b3 Rc6 —a5 10. c3xd4 Dd5 —c4 8. Db3-a4f O 1 n og taflstaða svarts er ákjósan- 9. Bc4xd5 Dd8xd5 legri. S K Á Iv T ÍÐINDI, E r 1 e n d . í vor telldu Pýskaland og Austurríki kappskákir og fóru leikar svo, að Þýskaland vann með 8'/« móti Vh. Um líkt leyti tefldu Stokkhólmur og Gautaborg saman og vann Stokkhólmur með 13'/2 móti lO'/a. Skákþing var háð í Scarborough í sumar. Var teflt í 2 flokk- um, A. og B.; skyldu þeir, er 1. verðlaun hlytu í hvorum flokki, keppa til 1. verðlauna, og sá er tapaði fá önnur verðlaun. í A-flokki vann Dr. Aljechin með 57= vinningi. Næstur í þeim flokki varð Sir G. A. Thomas með 5 vinninga. í B-flokki varð fyrstur E. Colle, annar H. Saunders. Síðan keplu Aljechin og Colle um 1. og 2. verðlaun og vann Aljechin. Um 3. og 4. verðlaun keptu Thomas og Saunders og vann Thomas. Úrslitin urðu því þau, að 1. verð- laun hlaut Aljechin, 2. verðlaun Bolle, 3. verðlaun Thomas og 4. verðlaun Saunders. Skákþing Englendinga var háð í Edinborg þetta ár og hófst 2. ágúst. Þátt-takendur 12. 1. verðlaun og skákmeistaratign Bret- lands hlaut F. D. Yates, sem oft hefir verið skákmeistari áður. Fjarverandi voru 2 sterkustu skákmenn Breta, Sir G. A. Thomas og H. E. Atkins, sem var skákmeistari síðastliðið ár. Símakappskák var háð 6. nóv. síðastl. milli London og Chicago. Úrslit ókunn. Kvenskákmeistari Bretlands varð í ár Frú A. Stevenson. Eftir vinning sinn á Skákþinginu í Dresden, hefir Niemzowitsch skorað á heimsmeistarann Capablanca. I júní og júlí var háð stórmeistaraskákþing í Budapest. 1. og 2. verðlaunum skiftu á milli sín E. Grúnfeld og M. Monticelli. Skákþing var háð í Bandaríkjunum í júlí. Tóku þátt í því bestu skákmenn Bandaríkjanna. 1. verðiaun hlaut Capablanca.

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.