Íslenskt skákblað - 01.12.1926, Blaðsíða 6

Íslenskt skákblað - 01.12.1926, Blaðsíða 6
4 ÍSLENSKT SKÁKBLAD /. Því næst las endurskoðandi Jón Sigurðsson upp reikninga Sambandsíns ásamt athugasemdum endurskoðenda. Pegar hjer var komið var gjaldkeri mættur. Spunnust all- fjörugar umræður um reikningana með meðfylgjandi athuga- semdum. Að svo búnu voru reikningarnir með athugasemd- unum samþyktir í einu hljóði. //. Lagabreytingar. Gerði forseti grein fyrir lagabreytingum þeim, sem fyrir fundinum lágu og hverjar þær væru: 1. að minsta kosti tvö af hverjum þremur Skákþingum sjeu haldin í Reykjavík. 2. að ef Skáksambandið legst niður, þá falli öll yfirráð og umsjón um Skákþing ísl. undir Taflfjelag Reykjavíkur. 3. að fulltrúar frá taflfjelagi í Sambandinu geti ekki jafnhliða farið með umboð fyrir annað taflfjelag. Eftir miklar umræður voru breytingarnar bornar undir at- kvæði lið fyrir- lið og samþyktar með öllum greiddum atkvæð- um með þeim fyrirvara, að þessar lagabreytingar standi þó því aðeins, að Taflfjelag Reykjavíkur gangi í Sambandið. III. Stjórnarkosning. Fjellu atkvæði þannig, að forseti var kosinn varaforseti — — gjaldkeri — — varagjaldkeri — — ritari — — vararitari — — Ari Guðmundsson, Jón Sigurðsson, Karl Ásgrímsson, Porst. Thorlacius, Jóh. Havsteen, Stefán Ólafsson. IV. Endurskoðendur reikninga voru kosnir, þeir: Sigurður Krist- jánsson og Elinór Jóhannsson. V. Jóhann Havsteen vakti máls á því, að fundurinn þyrfti að kjósa ritstjórn og ritnefnd Skákblaðsins. Var ritstjórinn end- kosinn, Þorst. Thorlacius, með kröftugu lófaklappi. Óskaði hann sjer til aðstoðar, þá: Ara Guðmundsson, Stefán Ólafs- son og Jóhann Havsteen og voru þeir samþyktir. V7. Fundurinn fól stjórninni að ákveða næsta aðalfundarstað. Fundargerðin var lesin upp og samþykt. Var þá fundi slitið. Sig. Ein. Hlíöar.

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.