Íslenskt skákblað - 01.12.1926, Blaðsíða 16

Íslenskt skákblað - 01.12.1926, Blaðsíða 16
14 ÍSLENSKT SKÁKBLhÐ Dagblaðið, Bergens Tidende, í Bergen, ásamt íslenskum aðila (sem varð Frjetlastofa blaðamannafjelagsins), gefa silíurbikar að verðlaunum, sem sje minst 500 króna virði. Bikar þessi skal verða eign þess sem vinnur. Verði niðurstaðan sú, að hvorugur vinni kappteflið, skal byrjað annað kapptefli innan eins árs frá því að síðasta kapptefli byrjaði, þar til annar hvor aðali verður sigurvegari. Báðir aðilar hafa rjett til að hafa alt að 6 keppendur, annað hvort skifta á skákirnar eða alla sameiginlega. Leikirnir sendast símleiðis (loftleiðina), þannig, að þeim sje skilað á loftskeytastöðina fyrir kl. 1 á hverri nóttu, þannig, að svar- leikirnir sendist rjettum sólarhring síðar. Skák telst töpuð þeim, sem notar lengri umhugsunartíma, og kvittun viðkomandi símastöðvar er notuð sem sönnunargagn fyrir afhendingu leikjanna á rjettum tíma. Verðlaunabikarinn skal búa til í því landi, sem vinnur hann, og greiðist kostnaðurinn að jöfnu frá báðum aðilum (b'öðunum). Hvor aðili útnefnir skákstjóra, en þeir tilnefna, áður en skák- irnar hefjast, oddamann. I samningnum voru ennfremur ákvæði um jólafrí og páskafrí, og á hvern hátt ganga ætti frá »blindleikjum.« Samningurinn gerði einnig ráð fyrir forföllum, og að skákstjórar beggja landanna þyrftu að leggja samþykki sitt þar á, ef gild ættu að vera. Eftir að hafa gengið frá þessum samningi, var byrjað að senda leikina 23. október f. á. íslensku keppendurnir höfðu verið til- nefndir þessir: Brynjólfur Stefánsson, stud. polyt., Eggert O. Gilfer, pianoleikari, Erlendur Guðmundsson, gjaldkeri, Guðmundur Bergsson, póstmeistari, Pjetur Zóphóniasson, fulltrúi, Sigurður Jónsson, ölgerðarmaður. Skákstjóri var tilnefndur, eins og áður er sagt, prófessor Einar Arnórsson. Ennfremur var jeg tilnefndur sem ritari við kappteflið. Stjórn Taflfjelags Reykjavíkur gaf út reglugerð um framkvæmd kapptaflanna, og voru helstu ákvæði hennar þau, að keppendunutn skyldi skifta í tvo flokka, og hvor flokkur aðallega hafa umráð yfir sinni skák. Pó mátti hver keppandi krefjast úrskurðar þeirra allra sameiginlega, ef honum þótti eitthvað misráðið við þá skák, sem hann hafði sjerstaklega að gæta. Pað var og ákveðið að Brynjólf-

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.