Íslenskt skákblað - 01.12.1926, Side 17

Íslenskt skákblað - 01.12.1926, Side 17
ÍSLENSKT SKAKBLAÐ; 15 ur og Eggert skyldu vera aðalráðamennirnir hvor við sína skák, þannig, að ef atkvæði allra keppendanna sameiginlega fjellu jöfn, þá skyldi þeirra atkvæði hvors um sig vera odda atkvæði, að því er snerti þá skák, sem hann var við aðallega. Ákveðið var í þess- ari reglugerð fjelagsstjórnarinnar, að ritari lijeldi gerðabók fyrir kapptöflin, og bókaði þar allar tillögur keppenda, svo og saniþyktir og annað það, er skákirnar varðaði, eftir fyrirmælum skákstjóra. Keppendurnir voru og með reglugerðinni skyldaðir til að fara í öllu eftir fyrirmælum skákstjóra með fyrirkomulag og framkvæmd, að öðru en því, hverju leikið væri. íslensku keppendunum var skift þannig niður, að við borð nr. 1 voru þeir Brynjólfur, Guðmundur og Sigurður, en við borð nr. 2 voru þeir Eggert, Erlendur og Pjetur. íslendingar höfðu hvítt á borði 1 og svart á borði 2. Af hendi Norðmanna var það ákveðið, að Skákfjelagið »Berg- ens Schakklub<' tefldi fyrir liönd Norðmanna, og voru keppendur þeirra þessir: Thv. Modahl, M. Lysted, K. Salbu, O. Kavli-Jörgensen, John Schei, R. Thunold. Skákstjóri Norðmanna var oberstlöitnant Vaage, og komu skák- stjórarnir sjer saman um, að tilnefna sem oddamann formann danska Skáksambandsins, herra yfirrjettarlögmann Gjersing. Seinna fóru Norðmenn fram á, að í hans stað yrði tilnefndur formaður sænska Skáksambandsins, herra Ludvig Collijn. Leikirnir voru símaðir á milli landanna nieð sjers*ökum »sím- lykli«, sem kendur er við amerískan mann, að nafni Uedemann. Á þann hátt var fyrirbygt, að ruglingur gæti orðið á leikjunum eða leikjaröðinni, því ávalt eru símaðir saman tveir leikir (sá síðasti og svo svarleikurinn). Petta hepnaðist ágætlega, og kom aldrei fyrir ruglingur á leikjunum, sem stafað gat af skakkri símritun. Pessi aðferð, til að símrita eftir, er langtum öruggari en venjulega að- ferðin, sem notuð hefir verið við símskákirnar milli Akureyrar og Reykjavíkur, og verður hún vonandi notuð við allar símritaðar skákir hjer á landi eftirleiðis. Sunnudaginn 7. febrúar sendu Norðmennirnir símskeyti þess

x

Íslenskt skákblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.