Eining - 01.10.1949, Side 2
2
E I N I N G
Þeir sjá
Þannig heitir mjög athyglisverð rit-
gerð í Readers Digest, um það hvernig
840,000 Mormonar tryggja samfélag
sitt gegn óhöppum og skorti.
Flesíum þróttmiklum trúarhreyfing-
um fylgir jafnan einhver sérvizka, jafn-
vel ókostir, en líka miklir kostir. Þarf
ekki annað en minna á Valdensana, fyrr
á tímum, og síðar Huginottana, Hern-
hutistana, Kvekara og ýmsar aðrar
hreyfingar innan kristninnar sjálfrar. —
S. D. Aðventistar hafa komið upp fyrir-
myndar heilsuhælum víða um lönd. —
Meþódistar urðu mestu siðbótamenn
Englendinga, og nú eru það menn Ox-
fordhreyfingarinnar, sem vinna mestu
furðuverkin þar í landi og víðar, til efl-
ingar samvinnu og bróðurhug, heiðar-
leik og siðgæði. Mormonar eiga hrein-
legustu borg í heimi, og samhjálparkerfi
þeirra er einsdæmi. 1 áðurnefndri grein
segir svo:
Það brann allt til ösku hjá Klark
Brinton. Hjónin voru við útivinnu og
urðu ekki eldsins vör fyrr en um seinan.
Strax eftir brunann komu menn, kon-
ur og karlar, akandi í bílum sínum hina
löngu leið frá Saltvatnsborginni að býli
bóndans, og færðu hjónunum húsgögn,
fatnað, sængurföt, eldhúsáhöld og mat-
föng. Að kvöldi var búið að lagfæra allt
í kjallara eins nágrannans og koma
Brintonhjónunum þar fyrir í alls nægt-
um. Morguninn eftir komu menn með
vélar og tóku að hreinsa brunarústirn-
ar, og eftir tíu daga stóð þar aftur full-
smíðað hús, búið húsgögnum, allt mál-
að utan og innan og vel frá öllu gengið.
Brintonhjónin gátu ekki nógsamlega
þakkað hjálpina, sem kom að mestu
frá fólki, sem þau vissu engin deili á.
Þau töluðu um að borga. Nei, ekkert
þurfti að borga. Þetta var aðeins söfn-
uður Mormona, sem breytti við þau
eins og safnaðarmeðlimirnir óska, að
aðrir breyti við þá.
Á 12 árum hafa Mormónarnir eflt
svo þessa samhjálp, sem þeir kalla Wel-
fare Program, að allir í söfnuðum þeirra,
840,000, eru tryggðir gegn óhöppum og
skorti. Þeir geta þolað nokkur vond ár
og uppskerubrest, en látið sér líða vel,
haft nægilegt að bíta og brenna, því að
nú eiga þeir 110 miklar vöruskemmur,
fullar af matvöru, fatnaði og álnavöru,
eldsneyti, byggingarefni og jafnvel hinu
nauðsynlegasta til sjúkrahjálpar. Þess-
ar birgðaskemmur eru víðsvegar, en
ekki á einum stað.
Mest reyndi á Samhjálpina 1948, er
Columbia-áin sópaði burtu öllu því, sem
50 fjölskyldur áttu. En strax var tekið
að flytja nauðsynjar frá vöruskemmun-
um handa þessum aðþrengdu fjölskyld-
um sína
um. Þá skorti þó ýmislegt smávegis,
eins og t. d. svæfla. Umsjónarmaður
Samhjálparinnar í borginni, Salt Lake
City, sneri sér þá til sjálfboðaliðanna,
og innan 6 klukkustunda voru 150
svæflar fullgerðir. Síðari hluta þessa
sama dags voru 20 þungalestir ýmissa
nauðsynja á leiðinni til hinna alls lausu
manna.
Þessi Samhjálp Mormónanna hófst
á kreppuárinu 1936. Hver söfnuður átti
að hefja undirbúning að hjálparstarf-
semi. Söfnuðirnir eru um 1400 og um
600 manns í hverjum. Þeir gátu hagað
þessari byrjun eftir því, sem þeim hent-
aði bezt. Það gat verið framleiðsla á
landbúnaðarafurðum, verksmiðj uiðnað-
ur, fatagerð, niðursuðuvörur, búsáhöld,
námuvörur og allt hugsanlegt.
I þessa byrjunarstarfsemi átti svo að
leggja fé úr sameiginlegum „föstu- og
tíundasjóði", sem Mormonarnir kalla
því nafni. Fyrir það átti að kaupa ýms-
ar eignir og koma framleiðslu Sam-
hjálparinnar á réttan rekspöl.
Öll vinna skyldi þó vera ólaunuð
sjálfboðavinna. Framleiðslunni átti svo
að dreyfa og jafna niður í hinar ýmsu
birgðaskemmur, sem sjálfboðarnir áttu
einnig að reisa. Þar skyldu vörurnar
geymast og vera ávallt til taks. Þessir
1400 söfnuðir draga nú saman slíkar
birðar í stórum stíl, í fullum flutninga-
vögnum. Kartöflur koma frá söfnuði í
Idaho, lax frá Oregon, sápa frá Provo,
áhöld frá Ogden, kvenblússur frá Los
Angeles.
Á þeim 12 árum, er Samhjálpin hef-
ur verið að aukast og grípa um sig, hafa
670,000 Mormonar lagt til 16 klukku-
stunda sjálfboðavinnu árlega til fram-
dráttar starfseminni víðsvegar þar, sem
söfnuðirnir eru. Og nú eru eignir Sam-
hjálparinnar metnar á sex milljónir
dollara. Þar af eru 18,000 ekrur rækt-
aðs lands, 56 niðursuðuverksmiðjur,
hveitihlöður, viðgerðaverksmiðjur, tvær
sögunarmyllur, ein sápugerð, korn-
mylla, skógerð, ostagerð og kolanáma.
Vörur í geymslu eru metnar á hálfa
aðra milljón dollara.
Vinnubrögðin eru slík, að morgun
einn sumarið 1948 komu t. d. 104
menn klukkan hálf fimm (þætti árla
risið á íslandi), unnu í tvær klukku-
stundir á sykurræktunarakri, settust svo
í bíla sína og óku til sinna venjulegu
starfa.
Um uppskerutímann eru niðursuðu-
verksmiðjurnar í fullum gangi dag og
nótt. Sjálfboðaliðar koma og vinna í
átta klukkustundavöktum". Eitt sinn var
óskað eftir atvinnulausum mönnum í
borginni til þess að rífa og brjóta nið-
ur byggingu, hagnýta allt nothæft af
efninu og flytja á annan stað og reisa
þar byggingar, eins konar miðstöð Sam-
hjálparinnar. Vinnulaun þessara manna
áttu að vera landbúnaðarvörur, sem
bændur höfðu aflögu. Á sex mánuðum
reis þarna upp mikil birgðaskemma,
verzlun, nokkrar verksmiðjur og bílskúr
handa hinum stóru vörubílum Sam-
hjálparinnar. Þessi fyrirtæki sjá um
þarfir 165 safnaða (um 100,000
manna). Starfsmenn eru um 30 laun-
aðir menn og 200 sjálfboðaliðar. Bygg-
ingavinnuna framkvæmdu bændur og
verzlunarmenn á þessu svæði, undir
umsjón sérfróðra safnaðarmeðlima,
smiða, múrara og raffræðinga. Mesta
afrekið er kornhlaða (elevator), sem
tekur 318,000 skeppur (bushels). —
Hún var reist af 160 mönnum í eftir-
vinnu.
Haustið 1945 varð norðurhluti borg-
arinnar Salt Lake City fyrir flóði, er
flæddi um kirkjugarð borgarinnar, með-
al annars, reif með sér grafsteina, tré og
jarðveginn, jafnvel líkkistur, og skolaði
öllu niður í íbúðarhverfi borgarinnar.
Á einni klukkustundu fylltust sex götu-
fjórðungar í íbúðarhverfunum af ýmsu,
er flóðið reif með sér. Biskupinn útvarp-
aði hjálparbeiðni til Samhjálparinnar.
Fjögur þúsund menn gáfu sig fram, en
ekki þurfti nema helming þess liðs.
Á þeim árum, sem Samhjálpin hefur
starfað, er gert ráð fyrir, að hún hafi
veitt hjálp 430,000 Mormonum. Fyrst
á lista eru gamalmennin, þar næst ekkj-
ur og svo þurfandi Mormonar í Norður-
álfunni. Frá því í desember 1945 hafa
verið sendir til Evrópu 107 járnbraut-
arvagnar af fóðurvörum, fötum og öðru
slíku.
Ef þjóðir gætu lært að efla þannig
samhug og samstarf, bæði inn á við og
út á við, þá kæmi fljótt annar svipur á
veröldina.
Ö1 og díengissýki
Þegar ölframleiðendur í Noregi sóttu
sem fastast að fá að framleiða útflutnings-
ölið — Eksportölið, var reynt að telja
mönnum trú um, að neyzla þess mundi
draga úr verri drykkjuskap. Niðurstaðan
hefur orðið hið gagnstæða og þetta sterka
öl er orðið mjög illa þokkað í Noregi.
í Svíþjóð er bönnuð framleiðsla á svo
sterku öli, öllu því, sem kallast „skatte-
klass 3“, það er bæði Bokköl og Eksportöl
og fl., en samt er 12—13% af áfengissúkl-
ingum Svíþjóðar, eða 7—800 öldrykkju-
menn og hafa orðið áfengissjúklingar á að
drekka hið „meinlausa" öl, sem talið er
vera svo.
Bindindismenn á íslandi þurfa að vera
vel á verði og láta ekki hagsmunahyggju
einstakra manna ná til þess að blekkja
þjóðina.
r
4
«
4
*
4