Eining - 01.10.1949, Qupperneq 3

Eining - 01.10.1949, Qupperneq 3
* E I N I N G 3 1) Finnl. 2) Svíþjóð 3) Noregur 4) ísland 5) Danmörlt Ibúar: 3,9 millj. 6,8 millj. 3,0 millj. 0,13 millj. 4,0 millj. Kr.: 715,000 455,000 255,000 200,000 85,000 ^ Laftið rit um mikið mál. > Upplýsingaskrifstofa bindindismanna (Atholdsfolkenes oplysningskontor) í Danmörku hefur gefið út lítið rit, sem heitir: Statistiskt Billedbog. Það er 61. ritið í röðinni. Þetta yfirlitsrit sýnir, að árið 1947 hafði áfengisneyzla í Danmörku aukist úr 3,28 í 3,34 lítra 100% áfengis. Sé þessu breytt í brennivín, eins og það er drukkið, hefði hvert mannsbarn í land- inu, börn, ungir og gamlir og bindindis- menn einnig, þurft að drekka 11 flösk- ur af brennivíni. En séu börn, gamal- menni og bindindismenn dregnir frá, hefði hver maður á aldrinum 15—69 þurft að drekka 16 flöskur af brenni- víni. Verðmætið er um 800 milljónir danskra króna. Heldur hefur dregið úr drykkjuskap í veitingahúsum, en hann V aukist á heimilunum. Um það vitnar meðal annars: „vaxandi hjónaskilnaðir, hrun heimila, aukin störf barnaverndar- nefnda og afbrot unglinga“. Fyrir það, sem Danir drukku þetta eina ár, hefði mátt reisa 20,000 hús á 40,000 krónur hvert. Áfengissjúklingar, geðveikir, umsjón fangahúsanna, lögregluhald, réttarfars- þjónusta, umönnun sálsjúkra og barátt- ^ an við kynsjúkdóma, kostar ríkið árlega 250 milljónir króna. Hve mikið af þessu má skrifast á reikning áfengisneyzlunn- ar, verður ekki sagt, en ofurlitla hug- mynd gefur það, að talið er víst, að 80% kynsjúkdómanna séu áfengis- neyzlunni að kenna. Myndirnar, sem hér fylgja með, sýna hve mikið norðurlandaþjóðirnar veita 0t til bindindisstarfsemi og, hve mikið þær drekka. Ibúar Islands eru 0,13 milj. og ríkið veitir 200,000 kr. til bindindis- starfsemi. Svo hefur það verið tvö und- anfarin ár. Finnar eru 3,9 milljónir, veita 715,000 kr. til bindindisstarfsem- innar. Norðmenn 3,0 milljónir, veita 255,000 kr. til starfseminnar. Svíar 6,8 milljónir, veita 455,000 kr. til bind- indisstarfsemi. Danir 4,0 milljónir, veita 85,000 kr. til bindindismála. Reiknað í 100% áfengi drekka Finnar 1,91 lítra, Islendingar 2 lítra, Norðmenn 2,5, Danir 3,34 og Svíar 3,5. Danir hæstir, en Finnar lægstir. Hrósvert er það, að hin fámenna bindindismannasveit í Danmörku, 55,- 000, leggja sjálfir til bindindisstarfsem- innar 350,000 krónur á ári. Slysavaldurinn mikli. Hve mikills virði er mannslífið? Þess- ari spurningu getur auðvitað enginn svarað. Þegar Edison var drengur, var næstum búið að gera út af við hann. Það hefði verið mikill skaði. Hve miklu vill góður faðir eða góð móðir fórna til þess að bjarga lífi barns- ins síns eða einhvers annars ástvinar? Vafalaust miklu. En getur þá sá, sem stöku sinnum eða iðulega skemmtir sér við skál, fórnað þeirri hættulegu skemmtun fyrir líf og öryggi annarra manna? Síðan tekið var að efla slysavarnir hér á landi, hefur mörgum mannslífum verið bjargað, og fyrir afrek á því sviði, hefur þjóðin orðið fræg. Stærsti slysavaldur heimsins er á- fengisneyzlan. Ekki beinlínis ofdrykkj- an, svo hryggileg sem hún er, heldur miklu fremur hin svo kallaða hóf- drykkja, sem kemur mönnum til að halda, að þeir séu algáðir, þótt því sé fjarri, gerir þá djarfari, en veikir snar- ræði þeirra og alla hæfileika, sem þarf til þess að vera öruggur, viðbragðsfljót- ur og hárviss í hverri hættu. 1 seinni tíð hafa slys, af ölvun áfeng- is hér á landi, verið svo tíð og margvís- leg, að öllum mundi blöskra, ef upp væri talið. Sé leitað til lögreglunnar um upplýsingar, er fyrsta svarið það, að af svo miklu sé að taka, að ógerlegt sé næstum að botna í því. Menn ganga ölvaðir í sjóinn, hrapa út af skipum eða bryggjum eða niður stiga í húsum og bíða bana. Aðrir stytta sér aldur á annan hátt. Svo koma stór brunar af völdum ölvaðra manna, mikil verðmæti fara forgörðum og mannslíf tapast. Þá er þar mikill fjöldi bílslysa, ýmist dauðaslys eða limlestingar og beinbrot, og svo minni slys, sem þó valda meiðslum, tímatapi og öðru tjóni. Á heimilum koma fyrir áflog, meiðsli og skemmdir á húsmunum, svo að ekki sé nú minnst á aðrar hliðar þess ófagn- aðar. Er ekki eitthvað bogið við hugsunar- hátt þjóðarinnar, ef hún lætur þetta fremur afskiptalaust en aðra slysahættu. Og sorglegast af öllu er þó, að ríkissjóð- ur skuli þurfa að bjargast að miklu leyti á tekjum af verzlun, sem eflir þessa geigvænlegu slysahættu og veldur mestu slysum. Fyrirmyndar ráðherrar. Forsætisráðherra Norðmanna, Gerard- sen, er ágætur bindindismaður, og mennta- málaráðherra þeirra, Lars Moen, er í Reglu Góðtemplara. — Fjármálaráðherra Svía, David Hall, sem nýlega hefur tekið við því embætti af öðrum ágætum bindindismanni, hefur verið templari síðan hann var 14 ára. — Félagsmálaráðherra Dana, Johan Ström, er og liðsmaður í hinni skipulögðu sókn bindindismanna. Ekki þorir blaðið, að svo stöddu, að gera upp á milli okkar íslenzku ráðherra. En óreglumenn eru þeir ekki. Fjármálaráðherra Svía telur það óum- deilanlegt, að þjóðin væri miklu betur á vegi stödd, án allrar áfengissölu, þótt rík- ið færi á mis við tekjur af áfengissölunni. Slíkt sjá víst allir menn, sem unna heill og hamingju þjóða. ♦

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.