Eining - 01.10.1949, Side 10
10
E I N I N G
4
Verkefnin bíða
Þeim, sem farið hafa til útlanda,
verður oft tíðrætt um sumar skugga-
hliðar stórborganna og hafnarbæjanna.
Þeir hafa tekið eftir betlurum og alls
konar vandræðalýð, sem ráfað hefur um
göturnar og sett svip sinn á umhverfið.
Hér á landi hefur, sem betur fer, verið
lítið af þessu vandræðafólki, en þó höf-
um við í Reykjavík nokkra tugi manna
og kvenna, sem eru illa á vegi stödd og
er full ástæða til að athuga, hvað hægt
er að gera fyrir það.
Afengisneyzla þjóðarinnar er nú orð-
in svo mikil, að það hlýtur að vera öll-
um ábyrgum mönnum mikið áhyggju-
efni, en ekki hefur ríkisstjórnin og bæj-
arstjórnin í Rej'kjavík viljað ganga á
undan með góðu fordæmi og hætta að
veita áfengi í samkvæmum, sem haldin
eru á vegum þessara aðilja. En afleið-
ingar hinnar gegndarlausu áfengis-
neyzlu eru nú að koma betur og betur
í ljós. — Á annað hundrað manns bíð-
ur eftir því að taka út refsivist á Litla-
Hrauni, Fangahúsið í höfuðborginni er
oftast fullskipað og kjallari Lögreglu-
stöðvarinnar allt of vel sóttur.
Fjöldi heimila eiga um sárt að binda
vegna bölvunar áfengis. Sú saga
verður aldrei of oft sögð, en þarf þetta
að vera svona ár eftir ár? Þurfum við,
þessi fámenna þjóð, að sjá á bak tug-
um, já, hundruðum ágætis manna og
kvenna, sem verða árlega áfenginu að
bráð? Er þessi ,,áfengisgróði“ ríkis-
stjórnarinnar ekki of dýru verði keypt-
ur, þegar hann kostar heill og velferð,
líf og hamingju kvenna og barna, dreng-
skap og manndóm ágætis manna? —
Jú, vissulega getur þjóðin ekki lengur
haldið svona áfram. Við verðum að
horfast í augu við þá staðreynd, að á-
fengið er versti vágestur, sem þjóðina
hefur gist. — Baráttan gegn áfengis-
neyzlunni verður að halda áfram hik-
laust og markvisst — enda er aðeins ein
lausn til, og það er algert áfengisbann.
í þessari grein verður ekki rætt frek-
ar um þær ráðstafanir, sem gera þarf
til að ná settu marki — aðflutnings-
banni á áfengi, — en það er og verður
sameiginlegt verkefni allra bannmanna
á Islandi.
í Reykjavík er nú allstór hópur manna
og kvenna, sem hvergi eiga athvarf. —
Fólk þetta hefur orðið áfenginu að bráð
og sumt af því hefur árum saman lifað
á bónbjörgum, sofið í portum, kálgörð-
um og skúrum, þegar það var þá ekki
í kjallara lögreglustöðvarinnar eða
fangahúsum hér í bænum eða á Litla-
Hrauni, — Þetta ólánssama fólk hefur
ekki til neins að flýja. Það drekkur á-
fengi, brennsluspíritus eða hárspíritus,
allt það, sem getur slökkt þennan óseðj-
andi áfengisþorsta. Sumt af því hefur
glatað allri von um að úr rakni, sjálfs-
traustið er farið og stundum drengskap-
urinn um leið. Það vantar líka ekki, að
menn dæmi það hart, mörgum finnst
ekkert fyrir það gerandi, segja sem svo:
„Þessir drykkjuræflar, eru bezt komnir
í Steininum eða í kirkjugarðinum, við
höfum ekkert við þá að gera. Þeir gátu
hætt að drekka og þetta er þeim sjálf-
um að kenna, hvernig komið er og lát-
um þá sjálfa súpa seyðið af því“. — Því
miður eru of margir menn, sem hugsa
eitthvað þessu líkt. Ef svo væri ekki, þá
væri fyrir Iöngu búið að taka á þessum
málum með festu og einurð og þá þyrft-
um við ekki í dag að glíma við vanda-
mál, sem er mjög erfitt viðfangs. Það er
erfitt að leysa það vegna skilningsleysis
forráðamanna þjóðarinnar. Þeir ætlast
til að þjóðin drekki áfengi fyrir milljón-
ir, svo að þeir fái peninga til umráða og
ráðstöfunar í þágu ríkisins, enda er nú
svo komið, að um fimmti hluti tekna
ríkissjóðs er áfengisgróði.
Ein afleiðingin af áfengisflóðinu er
virðingarleysið fyrir valdhöfunum, sem
er að verða takmarkalaust — og er það
illa farið. Það má oft deila um ráðstaf-
anir ríkisstjórnarinnar, en ráðherrar
skipa valda og virðingarstöður og þjóð-
in á að sýna þéim þegnskap og virðingu.
En um leið og virðingin fyrir valdhöfun-
um þverr, þá þverr um leið virðing fyrir
lögum og rétti, og alls konar lögbrot
eiga sér stað. Peningaflóðið á stríðsár-
unum á líka sinn þátt í þessu. Ástæðurn-
ar geta verið margar, en þær breyta
ekki þeirri staðreynd, að í dag er meira
um þjófnaði og alls konar afbrot en
nokkru sinni fyrr, ölvaðir menn vaða
uppi og heimilislausir vesalingar eru að
flækjast um götur Reykjavíkur nætur og
daga.
Það vantar stærra betrunarhús eða
fleiri fyrir þá, sem brotið hafa lögin og
dæmdir hafa verið til refsingar og þetta
vita afbrotamennirnir og nota sér af.
Og það vantar einnig vinnustofnun, þar
sem hægt væri að koma þeim fyrir í
vinnu, sem taka þurfa úí smærri refs-
ingar eða eiga ógreidd barnsmeðlög, en
nú er svo komið, að á fjárhagsáætlun
Reykjavíkur fyrir þetta ár, er gert ráð
fyrir, að útgjöld bæjarins, vegna með-
laga óskilgetinna barna, verði ein millj.
króna. Gert er þó ráð fyrir, að innheimt
verði 300 þúsund krónur, en sjö hundr-
uð þúsund krónur fái borgarbúar að
greiða með útsvörum. Á þessu þarf að
ráða bót, og væri það spor í rétta átt að
starfrækja vinnustofnun í sambandi við
Korpúlfsstaðabúið, en þar eru næg verk-
efni óleyst.
Fyrir nokkru var kvartað við rann-
sóknarlögregluna um, að piltur einn,
sem staðinn var að stuldi í húsi einu hér
í bænum, væri enn að flækjast þar og
búast mætti við, að hann héldi hnupli *
sínu þar áfram. — Rannsóknarlögregl-
an svaraði: Við getum því miður ekkert
gert við þenna pilt, það er enginn stað-
ur til fyrir hann“. — Það vatnar upp-
eldisstofnun fyrir pilta og stúlkur, sem
hafa lagt fyrir sig hnupl og alls konar
óknytti, og þessi uppeldisstofnun verður
að taka til starfa áður en unglingar þess-
ir eru orðnir að afbrotamönnum, sem
þjóðfélaginu stendur mikil hætta aí.
Þá eru það áfengissjúklingarnir, þess-
ir aumustu allra, sem bjarga verður. En
það verður ekki gert með því að setja
þá í kjallara lögreglustöðvarinnar —
um þenna kjallara mætti annars skrifa
langt mál. Þarna eru 10 gluggalausar
kompur, sem eru langt fyrir neðan allt,
sem bjóða má mönnum, enda þótt
drukknir séu. Kjallarinn er táknrænn
um þá framsýni og dugnað, sem sýndur
er af valdhöfunum í þessum málum. —
Kjallarinn er alvarleg ásökun á hendur
þeim mönnum, sem árum saman hafa
látið það viðgangast, að hafa slíka ^
fangageymslu. Lögreglustöð höfuðborg-
ar landsins er henni hvergi nærri sam-
boðin — þar þarf að verða breyting á,
en eftir hverju er verið að bíða? — Það
hefur verið bent á stórar byggingar —
Kveldúlfshúsin við Skúlagötu, sem munu
hafa verið lítið notuð undanfarið —
reynandi væri að fá þau fyrir lögreglu-
stöð.
Áfengissjúklinga má lækna, og nú er
komið nýtt lyf, sem notað er með
ágætum árangri, Antabustöflurnar, sem 4
margir munu kannast við. En enda þótt
töflur þessar vinni stórvirki, þá þarf
hæli fyrir suma áfengissjúklinga, en slíkt
hæli vantar alveg. Að vísu liggur laga-
frumvarp fyrir Alþingi, þar sem gert er
ráð fyrir þess konar hælum í sambandi
við geðveikrahælið að Kleppi, en það
er að mínu viti mesta óráð. Hitt teldi ég
heppilegra, að fólki þessu, áfengissjúkl-
ingunum, sem þurfa lengri dvalarvist, ^
væri komið fyrir í stofnun í sveit, þar
sem það gæti unnið að landbúnaðar-
störfum og ýmsu öðru, en þó undir
læknisumsjón. Hæli fyrir áfengissjúkl-
inga vantar alveg, en það þarf að stofna
og starfrækja hið allra fyrsta. Það er
raunalegt en satt, að við höfum látið
þessi mál öll afskiptalaus allt of lengi,
en nú er svo komið, að hefjast verður jfc
handa — aðgerðarleysi er þjóðarvoði.
Öllu er takmörk sett, einnig því hversu
lengi er hægt að vanrækja framkvæmd-
ir í þessum vandamálum.
Gísli Sigurbjörnsson.
4