Eining - 01.01.1950, Blaðsíða 3

Eining - 01.01.1950, Blaðsíða 3
 E I N 1 N G 3 ingur, bæði að útliti og persónuleika. Hér í landi er þetta hiS gagnstæSa. A3- eins hinum viljasterkustu tekst aS kom- ast undan þunga sambræSslunnar. — TízkublöSin, fegrunarsérfræSingurinn og Hollywood valda hér um óhuggnan- lega miklu, aS lækka aS mun risiS á kvenþjóSinni yfirleitt. Hins dularfulla og frumlega, hinnar barnslegu einlægni, ^ gætir helzt ekki hjá amerísku konunni. MeS því aS sérkenni persónuleikans hverfa, fer einnig forgörSum hin ólýs- anlega og ómetanlega andlega glóS. — Sennilega hefur siSmenning okkar allt hiS ytra um of til valda, en afrækir hiS innra og persónulega. Persónuleikinn kemur aS innan og fær Ijóma sinn og þrótt frá þeirri andlegu glóS, er þar brennur. En þetta er einmitt þaS, sem kvenþjóSin okkar virSist ákveSin í, aS hafa sem minnst sér til ágætis. Hafa karlmenn okkar þá orSiS kon- f unni aS nokkru liSi í þessum vanda hennar og andstreymi? SíSur en svo. HiS furSulega er, aS flestir karlmenn í Ameríku virSast sætta sig mæta vel viS þetta. Óbein og óafvitandi áhrif frá karlmannanna hálfu, miSa jafnan mjög aS því, aS móta konuna og ákveSa gerS hennar. Sorpblöð og ♦ siðleysingjar. Oft hafa menn reynt aS slá sig til riddara meS því aS snúa sannleika í lygi og fara meS slefburS og róg um náung- ann, kalla hvítt svart og svart hvítt, en „vei“ þeim mönnum, segir spámaSur- inn. Sagt er um Krist, aS hann hafi ekki svaraS illmælum meS illmælum. Abra- ham Lincoln var rógborinn, svívirtur og níddur, en hann svaraSi ekki neinu slíku, 6 en beiS þess aS ljóminn af sigri hins góSa málefnis sýndi hann komandi kyn- slóSum í réttu ljósi, og svo hefur fariS. Frank N. D. Buchman, hinn ágæti siS- bótamaSur og brautrySjandi hinnar siS- ferSiIegu hervæSingu hugarfarsins (Ox- fordhreyfingarinnar) hefur aldrei boriS hönd fyrir höfuS sér eSa svaraS níS- greinum, en hanan hefur starfaS dyggi- lega og hlotiS aSdáun milljóna manna um heim allan. 'P Slíkum fordæmum getum viS bind- indismenn veriS þekktir fyrir aS fylgja, Látum okkur í léttu rúmi liggja, þótt einhver sorpblöS og mannleysur, reyni aS snúa sannleikanum í lygi, svívirSa okkur og níSa, og gera lítiS úr því góSa verki, sem bindindismenn hafa unniS fyrr og síSar, af því aS slíkir auSnuleys- ^ ingjar sem þessir rógberar, hafa ekki manndóm til aS vekja athygli á sér meS öSru móti. „BerSu ægishjálm prúS yfir aSkast og ní3“, kenndi góSskáldiS, GuSmund- ur GuSmundsson, okkur aS syngja- — Þau verk, sem vel eru gerS, standa þeg- ar rógtungumar eru stirnaSar. Bindindismála- fundir. UndanfariS hefur Umdæmisstúka NorSurlands haldiS bindindismálafundi á nokkrum stöSum. Hafa þar veriS rædd áfengismálin og hvatt til samtaka um bindindisfélagsskap í hverju héraSi til verndar æskunni. En víSa er enginn bindindisfélagsskapur til, og væri þess þó full þörf. Laugardaginn 29. okt. fóru þeir Bryn- leifur Tobíasson, Ólafur Daníelsson og Anton Kristjánsson í regluboSsferS til Skagastrandar. HöfSu þeir þar fund í barnastúkunni þá um kvöIdiS, og al- mennan bindindismálafund daginn eftir. Fundur þessi var vel sóttur. Fundinum stjórnaSi Páll Jónsson, skólastjóri, á Skagaströnd, en þeir Brynleifur Tobías- son og Ólafur Daníelsson fluttu ræSur. í lok fundarins sýndi Anton Kristjáns- son kvikmynd. Á Skagaströnd er tals- verSur hópur bindindissinnaSra karla og kvenna, og þyrfti þar aS koma undir- stúka. Og vonandi verSur þaS áSur en langt um líSur. Sunnudaginn 13. nóv. hélt Um- dæmisstúka NorSurlands almennan bindindismálafund á Dalvík. Þar er eng- in GóStemplarastúka starfandi. Fundur þessi var vel sóttur. Fundinum stjórnaSi Egill Júlíusson, útgerSarmaSur. Þar fluttu ræSur: Brynleifur Tobíasson, Eiríkur SigurSsson og Bjarni Halldórs- son. Bragi GuSjónsson sýndi þar kvik- mynd. Á eftir fundinum var rætt um möguleika á stofnun barnastúku, en mál- iS strandaSi aS þessu sinni á því, aS enginn kennaranna fékkst til aS veita henni forstöSu. Á Dalvík er starfandi ungmennafé- lag, sem jafnframt var öflugt bndindis- félag. En drykkjutízkan mun þó hafa teigt arma sína þangaS eins og víSar hin síSari ár. Mánudaginn 14. nóv. var bindindis- málafundur haldinn í Skjaldborg á Ak- ureyri aS tilhlutun Umdæmisstúkunnar. Fundinum stjórnaSi Eiríkur SigurSsson, Umdæmistemplar. Þar fluttu þeir Þor- steinn M. Jónsson og Stefán Á. Krist- jánsson ræSur. Þorsteinn ræddi almennt um áfengismálin. En Stefán skýrSi frá fyrirhuguSum framkvæmdum Reglunn- ar á Akureyri, byggingu kvikmynda- húss og æskuIýSsheimilis. Er ætlast til, aS kvikmyndahúsiS beri uppi kostnaSinn viS rekstur æskulýSsheimilisins. En nú hefur Reglan á Akureyri kvikmynda- rekstur í Skjaldborg. Sýndi ræSumaSur uppdrætti aS þessum fyrirhuguSu bygg- ingum, og skýrSi frá, aS Reglan hefSi tryggt sér lóS á góSum staS í bænum. Á fundinum söng Jóhann Ögmunds- son einsöng meS undirleik Áskells Jóns- sonar og loks var sýnd kvikmynd. Fund- ur þessi var hinn ánægjulegasti, en ekki eins vel sóttur og æskilegt hefSi veriS. Áfengissýkin síærsia félagslegf vandamál Banda- ríkjanna. Dreifibréf, sem Afholdsfolkets presse- tjeneste í Osló sendir út, og einnig norska blaSiS, Folket, skýrir frá því ný- lega, aS hópur vísindamanna, er starfi viS Yale-háskólann í Bandaríkjunum, fullyrSi eftir margra ára rannsókn, aS áfengisböliS sé áberandi sem hiS versta félagslega vandamál þjóSarinnar. Áfengisneyzlan er mjög almenn og einnig sú áfengisneyzla, er sumir telja hófdrykkju og meinlausa, leiSir samt meS tímanum til áfengissýkingar. Af 140 milljónum manna í landinu drekk- ur 61 millj. daglega áfengi, aS minnsta kosti eitt glas, og svo er skammturinn auSvitaS frá því og upp í reglulegt á- fengisþamb. Áfengissjúklingar eru taldir 3,500,- 000, þar af 750,000 mjög illa haldnir. MeSal kvenna hefur áfengissýkin fariS mjög í vöxt og er nú talaS um 300,000 slíka áfengissjúklinga í landinu. Öflug bindindisstarfsemi er þó í land- inu og bannsvæSin aukast meS ári hverju, því aS nú er þjóSin farin aS sjá, hvaS afnám bannsins hafSi í för meS sér. Auk hinna mörgu félagasamtaka, sem berjast fyrir áfengisbanni, eru 21,- 000 önnur bindindisfélög í landinu. Rök skortir ekki í slíkri sókn. Af hverjum 1000 lagabrotum og glæpum í Banda- ríkjunum, eru 881 framin í ölvunar- ástandi, 79% af umferSaslysum eru aS kenna áfengisneyzlu. TAPIÐ HÁLFUR MILLJARÐI Deildarstjóri í norska verzlunarmála- ráðuneytinu gerði nýlega grein fyrir því í yfirlitserindi, að áhrif áfengisverzlunar og áfengisneyzlu í landinu rýrðu þjóðartekj- urnar um hálfan milljarð króna. í þessu er talinn allur kostnaður, mannahald við áfengissölu og áfengisframleiðslu, innflutn- ingur á hráefnum og svo allt vinnutapið og kostnaðurinn við framfærslu áfengis- sjúklinga. UMFERÐ OG ÁFENGI Strafandi eru á Norðurlöndum merkileg samtök, er heita Nordisk Union for Alko- holfri Trafik. Þau eru ein hin bezt mót- uðu samtök á Norðurlöndum. Það eru bind- indisfélög bílstjóra í fjórum löndum, Nor- egi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku, sem mynda þetta ágæta samband. í því eru nú 37,000 bílstjórar og bílaeigendur. Því mið- ur er Island ekki hlekkur í þessari keðju, en getur það ekki orðið? Þessi félög vinna hið þarfasta verk í sambandi við umferðamálin og alla reglu- semi. ►

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.