Eining - 01.01.1950, Blaðsíða 9
EINING
9
)
í
*
4
berg laut að vísu á dánarbeði því tákni
kærleikans og fórnfýsinnar — krossin-
um, sem hann hafði löngum skyrpt á,
en ekki breytir slíkt afturhvarf ritverk-
um skáldsins. ,,Hann gerði líka leikrit
um Jesús frá Nazaret og sagði sjálfur,
að það mundi með einu höggi gera út
af við alla guðshugmynd og allan krist-
indóm“. Ekki var nú lágt til höggs reitt.
A þess konar hetjuskap glápir leiðitöm
kynslóð og gleymir að hugsa.
Þakka má Guði, að Norðurlönd biðu
ekki stærra tjón af því að þefa af sum-
um menningarlaukum Brandesar. Ef
ein unglingsstúlka, sem ekki bar gæfu
til að hlusta á fortölur móður sinnar, gat
blásið nýju fjöri í taumlausa léttúð og
siðleysi frakkneskrar konungshirðar og
valdið því, að minnsta kosti að nokkru
leyti, að sprengju byltingarinar var
kastað, með öllum hennar geigvænlegu
afleiðingum, Napóleonsstyrjöldum, her-
skyldu Norðurálfunnar, trylltum vígbún-
aði og tveimur ógnþrungnum heims-
styrjöldum, hver voru þá áhrif byltinga-
sinnaðra stórskálda og logheitra leik-
ritahöfunda?
En hvernig bjó kynslóðin þessa menn
stundum úr garði? Um Strindberg segir
svo í almanaksgreininni:
„Strindberg hefur sagt fátt annað en
illt af æsku sinni og uppvexti, og eink-
um minntist hann skóla sinna með hryll-
ingi. Einu sinni, þegar Divina comme-
dia barst í tal, komst hann svo að orði,
að sjálfur hefði hann verið í Helvíti og
hreinsunareldinum, en himnaríki hefði
hann aldrei séð. Honum voru uppvöxtur
hans og hjónaband helvíti og hreinsun-
areldur, en til himnaríkis sá hann helzt
í list sinni“. —
Almanakið efnir miklu meira en fyrir-
ferð þess lofar.
Urvalssögurnar og Kristján okkar
Jónsson verða að bíða næsta blaðs. —
Bókaiðja Menningarsjóðs og Þjóðvina-
félagsins, er bæði mikil og merk. Upp-
lag bókanna er geysilega mikið, um tólf
Nýjar barnasftúkur.
Frú Þóra Jónsdóttir á Siglufirði, sem
nú er gæslumaður unglingastarfs stór-
stúkunnar, ferðaðist í haust um Aust-
firði og síðar um Eyjafjörð og Skaga-
fjörð. Undirbjó hún þá stúkustofnun á
Dalvík, en stofnaði barnastúku á Djúpa-
vogi. Hún heitir GoSaborg og gæzlu-
menn hennar eru Kristín Björnsdóttir
og Sigríður Hlöðversdóttir-
Umdæmistemplar Norðurlands, Eir-
íkur Sigurðsson kennari á Akureyri,
stofnaði barnastúku á Dalvík þann 11.
des. s. 1. Hún heitir LeiSarljósiS, stofn-
endur voru 65. Gæzlumenn hennar eru,
Freyja Antonsdóttir og Lilja Tryggva-
dóttir.
Jón Hjartar, sem nú er regluboði
stórstúkunnar, stofnaði barnastúku í
Grafarnesi á Snæfellsnesi þann 15. nóv.
s. 1. Stofnendur voru 40. Stúkan heitir
Kirkjufell. Gæzlumaður hennar er Pét-
ur Sigurðsson verzlunarmaður.
Páll Jónsson, starfsmaður stórstúk-
unnar, stofnaði barnastúkuna Lindin í
Reykjavík, 4. des. s- 1. Stofnendur voru
62. Gæzlumenn hennar eru, Þorvarður
Örnólfsson og Stefán Jónsson.
Allir templarar bjóða hina nýju, ungu
liðsmenn hjartanlega velkomna í hóp-
inn.
þúsund, og ekki þarf annað en nefna
stórverkin: Sögu íslendinga, Kviður
Hómers í tveimur bindum, Bréf og rit-
gerðir Stephans G. Stephanssonar í 5
bindum, nýja bókaflokkinn, Lönd og
lýðir, til þess að sanna ágæti þessarar
bókaútgáfu. Fjögur mikil bindi eru þeg-
ar komin af Sögu Islendinga og hið
fimmía er á næstu grösum, og verður
kærkomið, en alls verða bindin 10- Þá
er í undirbúningi eitt stórverkið til, Lýs-
ing Islands, sem er hugsað í 10 bind-
um. Pétur SigurSsson.
Bráðskemmlileg
og fróðleg bók.
Ritdóm skrifa þeir, sem hafa öll skil-
yrði til þess. Eg segi aðeins álit mitt á
bókinni. Eg öfundaði höfundinn og öf-
undaði marga menn, sem bókin kynnir.
Hefði ég fengið að lesa slíka bók, er eg
var 18 eða 19 ára, gat farið svo, að eg
hefði róið á fengsælli mið, en annars.
Þá veitti mér svo auðvelt að læra, að ef
eg skrifaði einu sinni alllangt kvæði eða
sálm, þá kunni eg ljóðið utanbókar. En
þá var bókakostur rýr, — ótrúlega rýr,
en töluvert kann eg enn af því, sem eg
þá las. Um þær mundir var það sann-
færing mín, að engum, nema frábær-
um gáfumönnum þýddi að stunda skóla-
nám, og auðvitað var eg ekki einn af
þeim gáfnaljósum, og þar með var stefn-
an mörkuð.
Bókin, sem eg á við, heitir: Uti í
heimi, eftir dr. Jón Stefánsson. Hún
er bráðskemmtileg og fróðleg. Hún leið-
ir lesandann í hóp margra stórra sálna.
Þar er gott að koma og þessum mönn-
um er gagnlegt og gaman að kynnast,
ýmist að nýju eða enn betur en áður.
Bókin segir frá mörgu og leggur athygl-
isverðan dóm á eitt og annað, og þar er
hvorki hik né hálfvelgja.
Sjálfsagt eru einhverjar smávillur í
bóknni, eins og flestum öðrum bókum.
Til dæmis heitir bók sú, er Bernard
Shaw skrifaði um leikrit Ibsens, ekki
Quintcssence of Ibsen, heldur Quint-
essence of Ibsenism. Og Uti í heimi seg-
ir að það hafi verið þjónustustúlka Car-
lyles sem brenndi handriti hans að hinni
merkilegu þriggja binda sögu frakk-
nesku stjórnarbyltingarinnar. En ein
merk ævisaga Carlyles greinir frá þessu
þannig, að vinur hans, John Stuart Mill
hafi útvegað Carlyle 150 bækur sem
heimildarrit til undirbúnings að verkinu.
Allar þessar bækur hafði Carlyle kynnt
sér og margt fleira, unnið svo í sjö mán-
uði að handriti fyrsta bindisins. Þá var
því lokið og lét Carlyle Mill fá handritið
til lesturs, en Mill lánaði það aftur frú
Taylor, sem síðar varð kona Mills, og
það var þessi frú Taylor, sem lagði það
gálauslega frá sér, en þjónustustúlka
hennar kveikti svo upp með handritinu.
John Stuart Mill hraðaði sér náfölur
til Carlyles og tjáði honum þessa níst-
andi hörmungarfregn. Carlyle átti mjög
bágt með að hefjast handa á ný, en reis
þó undir áfallinu. Mill greiddi honum
200 sterlingspund, en Carlyle sendi aft-
ur 100 pund og sagðist ekki hafa notað
meira þessa sjö mánuði, er hann samdi
handritið.
Hvað réttast kann að vera í þessu
máli, verður ekki sagt hér, en óneitan-
lega virðist frásögn ævisögunnar senni-
legri. En hvað sem þessu líður, þá er
bókin Úti í heimi mikill fengur.
P. S.
>