Eining - 01.01.1950, Blaðsíða 7

Eining - 01.01.1950, Blaðsíða 7
EINING 7 > I * k * Ef með þér er fátækur maður, einhver af bræðrum þínum, í einhverri af borgum þínum í landi þínu, því er drottinn, Guð þinn, gefur þér, þá skalt þú ekki herða hjarta þitt og eigi afturlykja hendi þnni fyrir fátækum bróður þínum, held- ur skalt þú upp ljúka hendi þinni fyrir honum og lána hon- um fúslega það, er nægi til að bæta úr skorti hans. Gæt þín, að eigi komi sú ódrengskaparhugsun upp í hjarta þínu: Sjö- unda árið, umlíðunarárð, er fyrir hendi! Og að þú lítir eigi fátækan bróður þinn óblíðu auga og gefir honum ekkert, svo að hann hrópi til drottins yfir þér, og það verði þér til syndar. Miklu fremur skalt þú gefa honum og eigi gera það með illu geði, því að fyrir það mun drottinn, Guð þinn, blessa þig í öllu verki þínu og í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur, því að aldrei mun fátækra vant verða í landinu. Fyrir því býð ég þér og segi: Þú skalt fúslega upp ljúka hendi þinni fyrir bróður þínum, fyrir þurfamanninum og hinum fátæka í landi þínu. 5. Mósebók 15, 7—11. Ölið/ sem áiii að afla gjaldeyris. Undir þessari yfirskrift birtist grein í Bergens Arbeiderblad 15. júlí 1949. I lauslegri endursögn er innihaldið þetta: Þegar „eksportölið" (sterkt öl, sem átti að vera til útflutnings) tók að flæða 1. marz s. 1., risu sterk mótmæli gegn því frá bindindismönnum í landinu, og slíkum mótmælum er haldið áfram í ræðu og riti. Ölframleiðendur töldu mönnum trú um, að þetta sterka öl færði þjóðinni gjaldeyri, sem hana vanhagaði mjög um, en bindindismenn grunaði, að til- gangurinn væri fyrst og fremst sá, að koma því á innlendan markað. Og nú tala staðreyndir. Á 80 dögum hafa selzt í landinu 8,7 milljónir lítra af þessu öli, en út voru fluttir 350,000 lítrar. I landinu er rdukkið 96% framleiðslunnar, en 4% flutt út. Innanlands er salan á ölinu 28 milljónir króna, meira á 80 dögum en á heilu ári fyrir stríðið, af sterku öli (skatteklass 3). Og að magni er þetta meira en nokkurt árið 1931—1935. Því var haldið fram, að ölneyzlan mundi draga úr brennivínskaupum manna, og verið getur, að svo hafi reynzt að einhverju leyti, en sterka ölið hefur þokað veikari öltegundunum til hliðar. Salan á landsöli hefur rýmað úr 279,- 000 1. í fyrra niður í 176 þús. 1. í ár. Og þó er breytingin enn meiri, hvað snertir pilsner og Bayer. í marz í fyrra voru seldir 3,520,000 lítrar af þessum ölteg- undum, en á sama tíma í ár aðeins 1,615,000. í marzmánuði þessa árs seldust af eksportölinu 2,642,000 lítrar, og varð öll salan af áfengu öli 4,433,000 lítrar í þessum mánuði, en í fyrra aðeins 3,799,000. Vöxturinn er 634,000 lítr- ar eða 20%. í aprílmánuði þessa árs hefur sala eksportölsins enn aukizt upp í 3,2 millj. lítra úr 2,642,000 fyrri mán- uð. í hálfflöskum verður þetta 300 þús- und flöskur á dag. Niðurstaðan verður því sú, að áfeng- isneyzlan í landinu, sem var í rýrnun fyrstu tvo mánuði ársins, eykst nú í marz og apríl og er áreiðanlega engu öðru um að kenna en þessu nýja, sterka öli. Þetta litla, sem útflutt hefur verið, fyrir um 290,000 krónur, hefur farið til Belgíu, Frakklands, Svíþjóðar, Egipta- lands, brezku svæðanna í Vestur- og Austur-Afríku og Vestur-Indíu, Kína Síam, Honkong, Líbanon og Hindustan. Mestur hlutinn eða 75% hefur farið til svæðanna í Afríku, svo að það hafa ekki fengizt margir dollarar fyrir ölið, eins og látið var í veðri vaka að verða mundi. Allt þetta ölmál sýnir greinilega, seg- ir enn fremur í greininni, að áhuginn var sprottinn af eiginhagsmunahyggju, en ekki umhyggju fyrir velferð heildar- innar. Menn töluðu fallega um gjaldeyr- issöflun, en meintu eigin gróða. Olfram- leiðendur hafa aldrei verið neitt feimnir við að ota fram vöru sinni, en langt er þó síðan, að svo hefur keyrt um þverbak eins og í sambandi við þetta sterka, svo kallaða útflutningsöl. „Eksportölið alls staðar“ var kjörorð ölframleiðendanna. Ekki er langt síðan, að einn þing- manna í stórþinginu talaði um þetta öl- mál sem hið argasta ,,humbukk“, og er það sannnefni. Það er ódýrt að drekka sig fullan í þessu öli, sem hefur áfengisstyrkleika 5,5 og þarf því ekki nema rúmlega 6 flöskur til þess að jafnast í áfengismagni á við eina brennivínsflösku. Og þetta er hættulegur drykkur, sem unga fólkið kaupir mjög mikið og ræktar þar með hjá sér drykkjuhneigðina. Ungt fólk, sem ekki á aðgang að áfengissölu ríkis- ins, getur keypt þetta öl. Frá öllum landshlutum berast kvart- anir um hin skaðlegu áhrif öldykkjunn- ar, og þessar kvartanir koma ekki aðeins frá bindindissamtökunum, heldur og frá áfengisvamanefndunum, kvenfélögum og verkalýðsfélögum og einnig sveita- og bæjarstjórnum. Margar héraðsstjórn- ir hafa samþykkt kröftug mótmæli gegn ölinu, og það getur ekki verið neitt vafa- mál, að það verður brátt krafa allrar þjoðarinnar að losna við þetta svo- nefnda útflutningsöl. Þannig segist norska verkamanna- blaðinu í Bergen, og þessi hefur reynsla Norðmanna orðið með sterka ölið. Frá þessu vildum við bindindismenn hér á Iandi forða íslenzku þjóðinni, og það tókst að þessu sinni og tekst vonandi alltaf, nóg er samt. Eiginhagsmuna- cr alltaf kæn og leitar margra bragða. Þar skortir sjaldan á fögur lof- orð, en efndirnar verða oftast allt annað. Hvenær læra menn að varast slíkar blekkingar? UmferðaslYS og áfengi. Sakadómarinn í Reykjavík hefur látið Áfengisvarnarnefnd Reykjavíkur í tó eftirfarandi upplýsingar: Vegna fyrirspurnar yðar um slys og bifreiðaárekstra árið 1948, sem menn undir áhrifum áfengis hafa verið við riðnir, skal yður tjáð, að 32 ökuslys urðu á árinu, þar sem meira og minna ölvaðir bifreiðastjórar voru við riðnir. 4 ölvaðir fótgangendur og hjólreiða- menn urðu fyrir bifreiðum og biðu 2 þeirra bana. 2 ölvaðir farþegar trufluðu bifreiðarstjóra svo að slys hlaust af. Mannsbani hlaust af árás ölvaðs manns (sparki) og allmörg meiðsl hafa hlotizt af árásum ölvaðra manna á aðra og innbyrðis illindum þeirra. Valdimar Stefánsson. Tildursrófan. Höfuðið er lítið, en heilinn ennþá minni, og heimsins ósköp lítið af gáfum býr þar inni. En framkanturinn allur er flúraður og snyrtur, en fráleitt mun þó líkaminn allur jafnvel hirtur.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.