Eining - 01.01.1950, Blaðsíða 4
4
EINING
*
Bók
Sigurhjörns Einars-
sonar prófessors,
Draumur landsins.
Fallegt nafn, og fríð og snotur er
bókin ásýndum. En, hvað svo um inni-
haldið? Um höfund bókarinnar, Sigur-
björn Einarsson prófessor, hefur staðið
nokkur styr undanfarið, en óhræddur
við alla óheppilega flokkun á mönnum,
mun ég segja afdráttarlaust álit mitt á
bókinni.
Hún lætur lítið yfir sér, er í fremur
litlu, þægilegu broti, og þótt hér sé lítil
bók, hefði ég fyrir mitt leyti kosið, að
henni hefði verið skipt í tvær bækur.
Ef eg ætti börn á unglingsárum,
mundi ég kaupa bókina óbundna, skipta
henni í tvennt, láta binda fyrri hlutann
í fallegt band og segja svo við ungling-
ana: Þessa bók skuluð þið eigi og hag-
nýta ykkur sem gott veganesti. Hún er
hin bezta náma mikilla sanninda.
Þessum hluta bókarinnar hika eg
ekki við að skipa á bekk með okkar
beztu bókum, svo sem Kvöldrœðum í
kennaraskólanum, Manndáð, Afram,
Einfalt líf, og öðrum af svipaðri gerð.
Hér er þjóðinni sagt vingjarnlega, mark-
visst, hispurslaust og djarflega til synd-
anna, og leiðsögnin er jafn örugg og
spámannleg. Stíll er þróttmikill, málið
kjarnyrt, hugsunin skörp og ratviss.
Öll erindin í þesum hluta bókarinnar
voru flutt og birt í íslenzkum blöðum
og tímaritum áður en séra Sigurbjörn
varð umdeildur, og áður en íslenzk
styrjöld hófst um flugvallarmál og At-
lantshafssáttmála- Þenna hluta bókar-
innar mættu ungir sem gamlir þrautlesa,
hyggja vel að og læra af.
Síðari hluti bókarinnar er aðeins fim-
Iegur vopnaburður einnar hetjunnar í
áðurnefndri styrjöld, ein sterk rödd í
þeim leiðinda hávaða, sem ýmist blind
flokkshyggja eða hræðsla, ef til vill ekki
ástæðulaus, kom af stað um áðurnefnd
deilumál. En ekki get eg láð höfundi
bókarinnar, þótt hann vilji hér enga her-
setu eða sjálfstæðisskerðingu. Um hitt
má svo deila, hversu vel kann að gef-
ast hlutleysi og varnarleysi, þá er dóms-
dagur gengur yfir allt ofríki og ofstæki,
er tröllin úr austri og vestri takast á
og traðka sennilega niður allt milli
markalanda þeirra og margt það, sem
okkur er dýrmætt. Eg er einn þeirra
manna, sem á bágt með að átta mig á
þessu deilumáli og örlögum framtíðar
okkar, sem við fáum sennilega litlu um
ráðið.
Eg hef enga löngun til að gefa Amer-
íku ísland, þótt eg hafi átti heima 10
farsæl ár í Ameríku. Og eg er ekki viss
um, að Ameríka telji sér nauðsyn að eiga
okkur. Sú þjóð hefur ekki verið sníkju-
dýr meðal þjóðanna. Hún er rík og
voldug. Hún er frjáls og sterk og hún
stendur sig við að koma stórmannlega
fram, þegar henni þykir við eiga.
Hitt er verra, að áður en flugvallar-
og Atlantshafssáttmálastyrjöld okkar
hófst, höfðum við flutt inn sumt hið
versta frá vestri og austri, sem vel get-
ur orðið sjálfstæði okkar skeinuhætt.
Við höfðum þegar flutt inn tvíátta heiðna
ofsatrú, neikvæða og sáldrepandi efnis-
hyggju, kvikmyndarusl til ræktunar sið-
spillingu og glæpamennsku, flutt inn
alls konar prjál og hégóma, lakkaðar
neglur og litaðar varir, léttúð og laus-
læti, útþynningu á kvenlegu hóglæti og
karlmannlegum dyggðum og mann-
dómi. Gegn slíkum innflutningi var hér
hvorki Landvörn eða Þjóðvörn.
Hættuna, sem af þessari erlendu inn-
rás leiðir, sjá menn síður og hræðast
minna en vopnabrak og óþokkabrögð
yfirgangsaflanna. Meistarinn sagði: —
„Gefið gætur að þér skelfist ekki“. Öll
hræðsla er margri hættu hættulegri, því
að hræddir menn tryllast. Þó er ekki
víst, að séra Sigurbjörn Einarsson geri
rétt í að líkja hræðslu manna við Rússa
við hræðslu fjallgöngumanna við tröll í
þoku. „Hræðsla við kommúnismann
ærði helming þýzku þjóðarinnar í fang
nazismans“, segir á bls. 133. En gat
Þjóðverjum ekki verið vorkunn og get-
ur mönnum ekki verið vorkunn enn? —
Það er ekki notalegt að láta setja hníf
sér á barka, og vissulega var búið að
setja hnífinn á barka hins þýzka þjóð-
frelsis, áður en menn þar í landi ærðust
í fang nazismanum. Vissulega er kom-
múnisminn móðir alls tryllings hinna
síðari áratuga, einnig nazisma og fas-
isma, en hitt er svo sennilega jafnrétt,
að skefjalaus kapitalismi sé móðir kom-
múnismans, svo að ekki sé hallað á
neinn.
Eg hef verið mjög kaldur í hinu mikla
utanríkis hita- og deilumáli okkar, ekki
nennt að hlusta á ræðurnar né lesa
greinarnar í blöðunum, en ætla mér að
taka því, sem að höndum ber. Eg finn
því enga hvöt hjá mér til að leggja neinn
dóm á síðari hluta bókarinnar, Draum-
ur landsins. Þar er flutt frekast dægur-
mál, en fyrri hluti bókarinnar flytur
skemmtilega sígildan sannleika, speki-
mál og leiðsögn af beztu gerð. Og leið-
sagnar er ekki síður þörf nú en áður,
út úr blekkingamoldviðrinu. Höfundur
bókarinnar birtir á bls. 64 orð eftir
þýzkan mann, Werner Sombart. Þau
voru víst skrifuð á árum fyrri heims-
styrjaldarinnar og eru á þessa leið:
„Lífið var orðið tómt og allslaust.
Vér auðguðumst, en fengum ekkert vit
út úr öllu þessu auðsafni. Vér sköpuð-
um furðuverk á sviði tækninnar, en viss-
um ekki til hvers- — Vér horfðum
drukknir á framfarirnar án þess að hafa
hugmynd um neinn tilgang í þessu. Vér
heimtuðum meiri auðæfi fleiri met,
meira skrum, fleiri blöð, fleiri bækur,
fleiri leiksýningar, meiri skólasetur,
ÆSKULÝÐSÞÁTTUR
Heiðra föður þinn og móður þína,
svo að þú verðir langlífur í því landi,
sem drottinn, Guð þinn gefur þér. — V-
Móse.
Gott eiga þeir skilið, sem gleði valda.
Afram.
Samúðin er sólskinið og vorhlýindin
í samúð og samfélagi manna.
Vingjarnlegt bros breytir svip lieims-
ins.
Alls staðar bíða þreyttar sálir eftir
samúð og uppörfandi orðum.
Vingjarnleg orð geta búið örmagna
sál alvæpni karlmennsku og kjarks og
veitt sigur í lífsbaráttunni. — X.
„Gamanyrði eru svo eindæma hress-
andi“, sagði Talleyrand. Það er mikil
skynsemi í gamla máltækinu: „Hlæ,
og þú verður feitur“. Ef fólkið vissi,
live mikil hressing og styrkur líkam-
anum er að hlátrinum, þá mundi á- \
hyggjusvipurinn, sem er á mörgu and-
liti, hverfa og læknar svo þúsundum
skiptir verða atvinnulausir. — Afram.
Kurteisin er. á við auð. Menn, er
bjóða af sér góðan þokka, þurfa ekki
að eiga fé, þeir eiga greiðan aðgang
alls staðar. Þeir eru jafnvelkomnir og
sólskinið.
„Kurteislegt hátterni okkar sjálfra ^
er bezta meðalið við ókurteisi annarra“,
segir Chesterfield lávarður, „í því felst
virðuleiki, sem allir meta, jafnvel hinir
vanstilltustu, en ókurteisi býður beint
upp á ruddaskap“.
„Gentlemaðurinn“ er jafnan vin-
gjarnlegur, hóg\rær og kurteis, hann
stekkur ekki upp á nef sér og móðgar
aldrei aðra. Hann kann að temja til-
finningar sínar, haga orðum símun *
stillilega og liann álítur aðra jafngóða
sjálfum sér.
„Hagaðu þér jafnliæversklega þegar
þú borðar lieima hjá þér, eins og þú
værir í konungsveizlu“, segir Konfuc-
ius. — Afram.
meiri tækni, meiri þægindi. — En til
hvers?“
í slíkum eyðimerkurdansi um gull-
kálf, nautnir og gæði, er spámanns
þörf, og góðrar leiðsagnar, og hana er
víða að finna í bókinni, Draumur lands-
ins. Pétur Sigurðsson.
4