Eining - 01.01.1950, Blaðsíða 11

Eining - 01.01.1950, Blaðsíða 11
EINING 11 4 1 * 4 ► * 4 Erlendar bindindiS" fréttir. Eitt af bannríkjum Bandaríkjanna er Oklahoma. Blaðið New York Herald Tribune skýrir frá því 29. sept. s.l., að nýafstaðin sé tilraun, sem gerð hafi verið í fimmta sinni á 42 árum til þess að fá bannlög ríkisins afnumin. En leik- ar fóru þannig, að með afnámi bannlag- anna greiddu 264.661, en með bann- lögunum 313,071, og unnu bannmenn þannig mjög glæsilegan sigur. Þeir hafa nú heitið því, að ríkið skuli vera ,,þurrt“, ekki aðeins lagalega, heldur og raun- verulega. Formaður andbanninganna í ríkinu kallaði niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar ,,harmleik“, og auðvitað reyna liðsmenn hans að mikla leynisölu og leynibrugg, en það er hin gamla og útslitna ,,plata“ þeirra, sem vilja hafa frjálsa áfengisverzlun á kostnað velferð- ar náungans. Þegnar bannsvæðanna í Bandaríkjun- um geta nú séð greinilega, hvort gefst betur, bann, þótt brotið sé á ýmsan hátt, eða eyðileggjandi áfengisflóð hinnar hömlulausu verzlunar. ★ Samkvæmt blaðinu Dagens Nyheter, hefur sjálfsmorðum fjölgað mjög í Sví- þjóð. Dr. Hans Forssman, sem gert hef- ur sjálfsmorðin að sérstöku rannsóknar- efni, segir, að þar sé áfengisneyzlan mjög að verki. Hið sama staðhæfir pró- fessor Alfred Petren, sem er ráðunautur rögreglunnar í Stokkhólmi. Hann full- yrðir, að mikið af sjálfsmorðum og sjálfsmorðstilraunum, séu framin undir áhrifum áfengis. En rannsóknir dr. Forssmans benda til, að 42% af sjálfs- morðum og sjálfsmorðstilraunum, séu framin í sambandi við ölvun. Margt kemur auðvitað fleira til greina, þar á meðal spenningur og þungi vélamenn- ingar, og skortur á trúarlegum áhrif- um. ★ Fyrstu tvo mánuði ársins 1949 lækk- aði áfengisneyzla Norðmanna um 6%, en svo kom sterka ölið, sem átti að draga úr drykkjuskapnum, og næstu tvo mánuðina — marz og apríl, óx áfengs- neyzlan um 11,3%. Á tæpum fjórum mánuðum seldust 112,888,000 lítrar af þessu sterka öli. — Er hægt að læra nokkuð af þessu? ★ í Noregi er greiður aðgangur að áfengi. Ríkið selur það óskammtað og svo eru þar á boðstólum ýmsar ölteg- undir, sumar allsterkar. Samt sem áður hafa 242 menn drepið sig þar í landi á tréspíritus síðastliðin sex ár. Hefði Noregur verið bannland, mundi hafa heyrzt einhversstaðar hljóð úr horni viðvíkjandi þessu. Norska bindindisblaðið Folket hefur það eftir dr. Rune Dimberg í Dagens Nyheter, að Antabus-lyfið sé áfengis- sjúklingum næstum 100% vörn gegn áfengissýkinni. Alls hafa 15,000 drykkjumenn í Svíþjóð tekið Antabus lyfið, og með flesta þeirra hefur læknis- aðferðin gefizt vel. Sérfræðingurinn segir, að lyfið sé hið máttugasta, sem enn þekkist gegn áfengissýkinni. ★ Af 677 byggðum Noregs hafa 534 hvorki öl-, áfengisútsölur né veitingar. ★ Eftir nýár tekur til starfa í Noregi nýr skóli, sem á að mennta og fræða fólk til þess að starfa í áfengisvama- nefndum landsins og að bindindismál- um og félagsmálum yfirleitt. Háskóla- maður, Olav Sundet, hefir verið út- nefndur rektor skólans. Þetta er fyrsti slíki skólinn í Noregi, en Svíar hafa þeg- ar þrjá og Finnar tvo slíka skóla. ★ Árið sem leið voru 957 bílstjórar í Noregi dæmdir fyrir ölvun við akstur. ★ Maður nokkur í Osló er sakaður fyr- ir að hafa myrt konu sína í ölæði. ★ Alls konar siðleysi er j afnan í för með áfengisneyzlunni. Ein mlljón manna gengur með kynsjúkdóma í Ítalíu. Þar eru 317 lögvernduð pútnahús og stunda þar um 4000 kvensur slíka atvinnu. Kvenprófessor og þingmaður telur víst, að kynsjúkdómasjúklingarnir séu fleiri í landinu en þessi eina milljón, en nú flytur hún fmmvarp til laga, er banni skækjulifnað, og varði slíkt fangelsis- vist. ★ Ölvaður bílstjóri ók nýlega vörubíl í Svíþjóð með 45—60 km hraða beint á stóran fólksflutningabíl, er líka ók með svipuðum hraða. 21 farþegi slas- aðist og voru þeir fluttir á sjúkrahús. Talið er víst, að ein stúlka missi sjón- ina á öðru auganu. — Slíkar eru frétt- irnar daglega í erlendum blöðum, sem segja frá hermdarverkum áfengisneyzl- unnar. ★ Kona nokkur í Ameríku sendi rit- stjóra svohljóðandi bréf: ,,Kæri ritstjóri. Mig langar til að skýra ofurlítið, hvers vegna sú ógæfa skall á heimili mínu, að sonur minn, Franklín, var skotinn til dauða, er hann hafði brotizt inn í kaffistofu síðastliðinn sunnudag. Eg ásaka ekki lögregluþjóninn, sem skaut drenginn minn, en það er stríðið og áfengið. Drengurinn minn var í hern- um. Hann fékk malaríu, og er hann kom heim, tók hann að drekka. Það hafði hann aldrei gert áður. Hann var 18 ára, er hann fór í stríðið. Þá var hann reglumaður. Stundum var sem hann fengi æðis- köst, eftir að hann kom heim, og svo drakk hann. Braut svo glugga til þess að ná í áfengi, og það kostaði hann lífið“. ★ Samkvæmt nákvæmum rannsóknum fullyrða sérfræðingar í Svíþjóð, að um- ferðaslys og árekstrar séu 40% sjald- gæfari hjá bílstjórum, sem séu bindind- ismenn. ★ „Sá sjúkdómur er ekki til, er áfengi eigi við. Það læknar engan sjúkdóm, en kemur af stað veikindum í þúsundatali, og öll slik veikindi eru hættuleg, þegar til lengdar lætur. Áfengisneyzla eyðileggur nýru, lifur og hjarta og hin smágervu blóðker. Það or- sakar og liinn slæma og almenna kvillá — of háan blóðþrýsting. Allt þetta hafa ótal rannsóknir og til- raunir sannað. Látið tíu menn, nokkurn veginn jafnhrausta, ganga upp fjall. Gefið fimm þeirra áfengi, og þeir munu reynast verr og verða á eftir á fjallgöngunni. Jafn- vel vægur drykkur, eins og bjór, mun draga allt að því 15% úr andlegri og líkamlegri lireysti þeirra. — o — Það er sannað, að jafnvel ein matskeið af áfengum drykk sljóvgar snarræði og viðbragðshraða manna. Að gefa bílstjóra áfengi, er að stofna mannslífum í hættu. — Áfengisnotkun er eiturnautn, sem verður að vana“. Prófessor Iloivard A. Kelly (frægur skurSlæknir): Herferð gegn kynsjúkdómum. Samkvæmt rannsókn heilbrigðismála- nefndar Sameinuðu þjóðanna deyja árlega tvær milljónir manna úr kynsjúkdómum. Helftin af íbúum Austur-Afríku og 32% af íbúunum í norðaustur Kína, gengur með kynsjúkdóma í einhverri mynd. Síðan á stríðsárunum hefur tala kynsjúkdómasjúkl- inga tólffaldast í Varsjá og Póllandi. Sérfræðingar frá sjö þjóðum koma sam- an í Washington til þess að undirbúa her- ferð gegn kynsjúkdómum. í slíki herferð er óhætt að taka áfengið með í reikning- inn, því að ekkert ræktar kynsjúdómana eins og áfengisneyzlan. Greiðsla og gjafir iil blaðsins. Runólfur Runólfsson, 100 krónur. Jakob Kristinsson, fyrrv. fræðslumálastj., 100 krónur. Ritstjórn blaðsins færir þessum heiðurs- mönnum beztu þakkir fyrir velvild til blaðsins og fjárhagslegan stuðning við það. Það er hverju málefni ómetanlegur fengur að njóta velvildar sannra göfugmenna.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.