Eining - 01.01.1950, Blaðsíða 5

Eining - 01.01.1950, Blaðsíða 5
V EINING 5 f > * Heilir en ekki hálfir. I byrjun ársins 1949 háði félag það í Ameríku, sem heitir, American Tem- þerance Society, sitt fyrsta alþjóðarþing í Washington, D. C. Um 150 fulltrúar frá öllum ríkjum Bandaríkjanna og einn- ig Canada mættu til þingsetu í fjóra daga. Þar sást ekki einu sinni sígaretta á því þingi, því að þetta félag afneitar bæði áfengi og tóbaki. Þannig á það að vera. Menn eiga að vera heilir en ekki hálfir. Sá er ekki frjáls maður, og ekki fullkominn bindindismaður, sem er þræll tóbaksins, þótt hann afneiti flösk- unni. Þótt þetta væri fyrsta alþjóðarþing félagsins, þá er það meira en hundrað ára gamalt. En það hefur nýlega verið endurskipulagt og eflt til þess að sækja gegn þeim þjóðarvoða, sem áfengis- neyzlan er orðin í Ameríku. Forseti fé- lagsins, J. Lamar MecElhany, sagði, er hann opnaði þingið: „Ábyrgir þegnar þjóðfélagsins mega ekki standa aðgerðalausir og horfa að- eins á, hvernig áfengisneyzlan spillir æskulýð landsins og kvenþjóðinni- Við verðum að berjast gegn áfengisverzlun- inni með fræðslu og menntun, löggjöf og öllum leyfilegum vopnum“. Dómari nokkur frá Boston, Joseph T. Zottoli, ræddi skýrslu nefndar þeirr- ar, sem skikkuð var til þess að rann- saka ástandið í áfengismálum ríkisins, Massachusetts. Meðal annars sagði hann: ,,Það er engin lausn til á áfengis- vandamálinu á meðan sala áfengra drykkja heldur áfram“. Á þessu þingi var einnig hinn ágæti vísindamaður, dr. Haven Emerson, pró- fessor við Columbia háskólann og lagði fram sinn mikilvæga vitnisburð gegn áfengisnotkuninni, jafnvel í smáum stil.ií „Áfengið er eitur“, sagði hann. Frá ísafirði. ísfirðingar hafa jafnan verið atkvæða- miklir og þrautseigir í bindindisstarfinu. I nóvember s. 1. minntist stúkan Dags- brún 50 ára afmælis síns með ánægju- legri samkomu. Voru þar framreiddar veitingar og skemmtiatriði mörg. Helga Tómasdóttir flutti þar fróðlegt og skemmtilegt erindi, en hún og maður hennar, Magnús Ólafsson, voru meðal stofnenda stúkunnar. Þau ágætu hjón eiga þar langa og merka sögu. I sam- sætinu var og Guðrún Björnsdóttir, sem verið hefur templari í 40 ár og jafnan sótt fundi. Þannig eru hinir traustu liðs- menn. Stúkan Dagsbrún hefur fjölgað félögum nokkuð á yfrstandandi vetri. Fyrir rúmum 30 árum gekk ritstjóri Einingar í stúkuna Dagsbrún nr. 6 á ísafirði, og eru endurminningarnar góð- ar frá þeim tíma. Mikill þróttur er nú í sönglífi á Isa- firði. Þar starfa tveir kórar, Sunnukór- inn, sem getið hefur sér frægðarorð víðs- vegar á landinu, undir stjórn Jónasar Tómassonar, og svo Karlakórinn. En nú hefur Ragnar H. Ragnars söngkenn- ari tekið við þessum kórum báðum. Myndir úr dagatalinn 1950 Isafjörður. Bezia irúin. Guðlaus heimur er ævinlega ranglát- ur og grimmur heimur. Ranglátur heim- er ævinlega á barmi glötunar. Hversu lærðir og fróðir sem menn verða, spakir og vitrir, munu þeir aldrei tileinka sér neina lífsskoðun betri en þá trú, að réttlátur og góður Guð sií; allt, sem maðurinn aðhefst, heyri allt, er hann segir, og viti allar hugrenningar hans. Allt vildi eg gefa til þess að geta lif- að því lífi, að réttlátur og góður Guð mætti sjá allar athafnir mínar, heyra öll mín orð og skynja allar hvatir mínar og hugsanir. Engin lífsskoðun er til jafn mannbætandi og þessi, en hún er bæði sjaldgæf og veik hjá flestum. Hún er lítið og illa ræktuð og valdasjúka heimskan reynir að útrýma henni. P. S. Seyðisfjörður.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.