Eining - 01.01.1950, Blaðsíða 6
6
EI N I NG /
Eining
MinaOarblaS um bindindis- og menningarmál.
Ritstjári og ábyrgeaTmaOur: Pétnr SigurSsson.
BlaðiO er gefið út með nokkrum íjárstyrk írá Stórstúku íslanda,
íþróttasambandi íslands og Sambandl bindlndisfélaga 1 skólum.
Árgangurinn kostar 20 krónur. í lausasölu kostar blaðið 2 krónur.
AfgrelSsla þesa er á skrifstofu blaðsins, Klapparstig 26, Rvlk.
Siml: 6066.
Við áramót
Árið 1949 er iiðið, — nýtt ár er yfir oss runnið. Enginn
veit hvaS jbað ber í skildi, en útlitið virðist ekki vera glcesi-
legt: Dýrtíð, svartimarkaður, gjaldeyrisvandrceði, skattar, sem
alla cetla að sliga. Þann veg er ástandið ýkjulaust og þó miklu
verra en þetta, ef til vill ömurlegra en svo, að orð fái túlkað.
— Góðceristímarnir eru liðnir hjá, en vér viljum ekki viður-
kenna það. Vér höfum orðið að kenna á því, að ,,auðurinn
er valtastur vina“, en höldum þó áfram að lifa um efni fram.
Vér gerum kröfur til hins opinbera, til annarra, en minnct
til sjálfra vor. Virðingarleysið hefur haldið innreið sína. Fátt
er lengur talið heilagt á himni eða jörðu, nema sá réttur, sem
é g vil skapa mér eða minni stétt. Hismið er hirt, kjarnanum
fleygt. Vér föllum fram fyrir hégómanum og tilbiðjum hann.
Foringjar stjórnmálaflokkanna boða heldur engan fagnaðar-
boðskap við þessi áramót. Þeir sjá, að það hefur syrt óhugn-
anlega í álinn, og að framvinda þessarar þjóðar er í hcettu.
En samhugur og samtök virðast vera af skornum skammti
hjá þessum forystumönnum þjóðarinnar, suo að vont er að sjá
hvernig til tekst um bjargráð.
Eg býst við, að mörgum finnist nú í dögun nýs árs blasa
við óhugnanlegar myrtdir, þegar skyggnzt er fram á veg. —
Margt þarf áreiðanlega að breytast til batnaðar, ef vel á að
fara, og um enga varanlega úrbót getur verið að rceða, nema
fólkið í þessu landi ,,taki sinnaskiptum“ og ,,gangi í sig“,
eins og glataði sonurinn. Nýtt hugarfar, nýja trú á lífið og
tilgang þess, nýtt gildismat á andleg og tímanleg verðmceti
skortir oss mest af öllu, og ekki sízt samhug, samvinnu, sam-
tök. Það munar lítið um einn, hugsa menn. Þjóðin saman
stendur af einstaklingum. Þjóðin er það, sem einstaklingarnir
gera hana. Enginn getur gert þessa þjóð að fyrirmyndarþjóð,
nema vér, einstaklingarnir. En þeir geta unnið kraftaverk,
ef þeir vilja vel og gera rétt, ef þeir sýna samtök, trú og sið-
ferðilegan þroska. Það er þetta, sem þjóðina skortir nú mest,
vér erum hálfvolgir, kœrulausir, ef málin taka ekki beinlínis
til sjálfra vor. Afskiptaleysið er hcettulegt. í skjóli þess þróast
margir kvillar í þjóðlífinu og með tómlcetinu, sem vér sýnum
svo oft, gerumst vér samsek.
Eigum vér ekki um þessi áramót að ganga fyrir dómstól
minninga liðins árs og láta þœr dcema oss sínum þögula en
raunscea dómi? Reynsla gamla ársins cetti að verða oss veg-
vísir og lcerimeistari inn í framtíðina.
Minningarnar dcema þessa þjóð fyrir margt, ásaka oss
um margar yfirsjónir og syndir.
Þó er einn löstur hcettulegastur í fari voru, en það er áfeng-
isneyzlan. Ekkert böl, sem þessa þjóð þjáir, er alvarlegra.
Engum er kleift að skyggnast fyrir afleiðingar ofdrykkjunnar
út í cesar. Skýrslur vantar og mundu ná skammt, hversu
ýtarlegar sem þcer vceru. En gcetum vér séð hvar og hvernig
rcetur áfengisógcetunnar liggja, myndi mörgum manninum
vafalaust bregða í brún og þá vcentanlega vilja fúslega vinna
að útrýmingu áfengis úr landinu, ekki aðeins t orði kveðnu,
heldur á borði. Það er sviplíkast því að horfa yfir vígvöll, þar
sem stórorusta hefur verið háð, að skyggnast um og skoða
hervirki áfengisins: Gengdarlaus fjársóun, vinnutap, sem
kostar þjóðarbúið stórfé, hrunin heimili, vanrcekt börn, af-
brot, slys, dauði. Og til þess að bceta úr öllu þessu, eftir því
sem verða má, gerir hið opinbera ýmiskonar dýrar ráðstaf-
anir. Það gengur í valinn og reynir að bjarga því, sem bjarg-
að verður, án þess að beita þeirri einni aðferð, sem að fullu
gagni mcetti koma, útrýmingu áfengisins úr landinu.
Það má bceta brotnar rúður og gera við skemmd húsgögn.
Hitt er torveldara að gefa fórnarlömbum áfengisins lífsham-
ingju sína á ný, siðferðlegan þrótt, andlegt og líkamlegt at-
gervi, sem áfengið hefur veikt eða eyðilagt.
Islendingar keyptu árið 1949 áfenga drykki fyrir 61 millj.
króna. Það er geigvœnlega há upphceð hjá vorri fámennu f
þjóð og þó litlu lcegri en árið áður. Á hálfum öðrum degi fyrir
jólin seldi áfengisverzlunin í Reykjavík fyrir tcepa eina millj.
króna. Þann veg var áfengið að þessu, eins og svo oft áður,
í órofatengslum við fœðingarhátíð meistara mannkynsins, og
af mörgum talið nauðsynlegt til að geta notið sjálfrar jóla-
hátíðarinnar.
Áfengið er skaðvaldur. Hvílíkt böl, þegar heilbrigður cesku-
maður, sem framtíðin og hamingjan brosa við, gerist þrcell
áfengisástríðunnar. Og sú menning, sem reist er að meira
eða minna leyti á áfengissölu og drykkjuhneigð karla og
kvenna, verður fljótlega fúin í rót niður.
Afleiðingar áfengisneyzlunnar eru alvarlegasta hcettan, er ^
nú ógnar íslenzkri þjóð. Sá, sem neytir áfengis, skerðir höfuð-
stól framtíðarinnar. Hann varpar ekki aðeins á glce fé sínu og
veldur sjálfum sér og öðrum stundarógcefu. Afleiðingarnar
koma víða niður, líka á óbornum kynslóðum, en það er sú
höfuðstólsskerðing, sem hver þjóð má sízt við.
Templurum og bindindismönnum er þetta Ijóst. Þeir sjá,
að vá er fyrir dyrum, verði eigi snúið af þessari áfengisbraut,
sem nú er haldið eftir. Þjóðin má ekki við því að glata scemd
sinni, hamingju og hreysti í áfengisflóðinu og drykkjusið-
unum.
Á nýju ári skulum vér bndindismenn taka höndum saman, ^
allir, og koma Alþingi og ríkisstjórn, en þó fyrst og fremst
íslenzku þjóðinni, í skilning um nauðsyn þess, að áfengið sé
gert útlcegt úr landinu. En fyrst og fremst þarf öllum bind-
indismönnum að verða það Ijóst, að bindindishreyfingin er
mikilvcegur þáttur í allri menningarbaráttu og þjóðfélagsleg-
um umbótum. Hervirki áfengisins eru nátengd og samofin
þeirri mynd af ríkjandi þjóðfélagsástandi, sem vér viljum öll
fegra og bceta. Þess vegna þarf bindindishreyfingin að eflast,
verða markviss og sterk. Ef vér verðum samtaka, verður
baráttan sigurscel. Hefjum því starfið á nýju ári með bjartri
trú og heilum hug, lifandi starf til blessunar fyrir land og *
lýð. ‘
I þeirri trú og von óska eg öllum bindindismönnum árs og
friðar. Kristinn Stefánsson.
EINING óskar öllum lesendum sínum
gæfu og gengis á nýbyrjaða árinu og
þakkar góð viðskipti á liðnum árum