Eining - 01.11.1950, Side 4

Eining - 01.11.1950, Side 4
4 EINING ÆSBÍIiLYÐSÞATTUR Viljaþrek Þeim, sem kann þá list að vilja, er ekkert ókleift. — Mirabeau. Strendur örlaganna eru fullar af skipbrotsmönnum, er farið hafa í hundana, þótt beztu gáfum væru gæddir, af því að þá skorti hug, trú og einbeitni. Aðrir, sem miklu ver eru af Guði gerðir, komast í höfn fyrir það eitt, að viljaþrekið er máttugt. O. S. Marden — Áfram. Maður er sá, sem trúir á lífið, á „hinn nytsama flótta daganna“, á hið arðsama strit og lausnarríku kvöl, sá, sem trúir á viljann, sem treystir á vilj- ann, sem býr í öllum hlutum. Maður, það er sá, sem á bróðurlegt hjarta, sem telur ekki lán sitt skilið frá annarra láni, sem er stöðugur við heildina, gengur í fylkingum með öðr- um og elskar mannkynið, eins og hann elskar skyldulið sitt og föðurland, af öllu hjarta og öllum mætti fórn- fýsinnar. Maður, það er sá, sem reynir að stjórna sjálfmn sér, ekki eftir ástríðum sínum og eigin hagsmunum eða eftir dutlungum og ofbeldi annarra, Iieldur eftir lögmáli réttvísinnar. Wagner — Maimdab. Geiglausu viljaþreki liefur löngxun verið líkt við stál. Og er því talað um stálvilja. Napoleon fyrirskipaði herferð suður yfir fjöllin háu — Alpana. Hermenn hans bentu lionum á fjöllin, — ókleifu fjöllin. Napoleon svaraði: „Þar skulu engir Alpar verða“. Þannig talar sigur- viljinn. Reislu í verki viljans merki, vilji er allt, sem þarf. Einar Ben. Líf hins gáfaða manns, sem ekki á máttugt viljaþrek, lijaðnar eins og froða, en stálviljinn gerir hinn meðal- greinda mann að ósigrandi herforingja, þjóðstjóra, eða afreksmanni á ýmsum öðrum sviðum. Viljinn er vopn hinnar heilbrigðu 6álar. sextugur Jón Gunnlaugsson, stjórnarráðsfull- trúi, er fæddur að Kiðabergi í Gríms- nesi, 8. október 1890, og varð því 60 ára 8. okt. síðastl. Frá því er Eining tók að koma út, fyrir 7 árum, og fram á þenna dag, hefur Jón verið í Samvinnunefnd bind- indismanna og í mjög nánu samstarfi við ritstjórn blaðsins. Hann verðskuldar því fyllilega, að blaðið flytji honum hugheilar árnaðaróskir og þakkir hinar beztu fyrir holla og góða liðveizlu. Jón Gunnlaugsson er fæddur og uppalinn í Grímsnesinu, og í nágrenni þess, fyrst í Ölvusinu og svo í Skál- holti lagði hann stund á búskap, eftir að hafa stundað nárrt bæði hérlendis við Latínuskólann, og við Askov Iýðhá- skóla og Ladelund-búnaðarháskóla í Danmörku. Grímsnesið breiðir sig út til stærsta stöðuvatns landsins — Þingvallavatns, og að tveimur stórám, Hvítá á aðra hönd, en Soginu á hina. Þar er Ljósa- foss, sem miðlar okkur bezt ljósi, orku og hita. Þar er „Álftavatnið bjarta“ og þar er blessaður ilmur úr skógarkjarri. Þar er ,,Bláfjallageimur“ með ,,hæða- faðm, víðan og breiðan, og blávatna- augun blíð og skær“, sem horfa fram til sólskyggndra jökulspegla. Allt fram til sjávar breiðir sig undirlendið — „frels- andi sléttan fangmjúk og sterk“, sem „fóstrar hvert barn hins sækjandi vilja“. Veiði er í vötnum og ám, og Gríms- nesið er sérlega vel fallið til ræktunar. Þar er „gróðursæld gjafmild“. Við áhrif allra þessara hollvætta ólst Jón Gunnlaugsson upp, og eitthvað hafa þær dísir allar miðlað honum af blessun sinni. Ræktun var áhugamál hans frá æskudögum, en til er margs konar ræktun. Spámaðurinn Jeremía sá, að „það er ekki á valdi gangandi manns að stýra skrefum sínum“, og enn er það satt, að „maðurinn upp- hugsar sinn veg, en drottinn stýrir hans gangi“. Jón Gunnlaugsson hvarf frá búskapn- um. Það var skaði fyrir sveitina, en drjúgur vinningur fyrir þýðingarmikið menningar- og mannúðarstarf. Jón gerðist starfsmaður í stjórnarráðinu árið 1920, og nú á annan tug ára hefur hann verið stjórnarráðsfulltrúi. Á sama tíma hefur hann verið traustur og verk- mikill liðsmaður í sveit okkar bindindis- manna. Það var hans verk, að eignin Kumbaravogur var keypt og komið þar upp barnaheimili, og hann átti drýgstan þáttinn í því, að Fríkirkjuvegur 11 varð eign Góðtemplarareglunnar, og er hún nú drjúgum ríkari fyrir báðar þessar aðgerðir, hvað sem líður öllum skoð- anamun templara í Reykjavík um kaup- in á Templarahöllinni. Umdæmistemplar í Suðurlandsum- dæminu var Jón árin 1934—1936 og sinnti hann þeim störfum af áhuga og prýði. Hann er æðrulaus geðprýðis- maður, sem hefur næman og glöggan skilning á því, hve miklu það skiptir að störfin séu unnin í hinum rétta anda, í anda góðvildar og trúar á Guð og menn. Það er gott að koma á þing eða fund þar sem Jón Gunnlaugsson stjóm- ar, því að öll framkoma hans róar frem- ur en æsir, og sjálfsagt meðfram af því, þykir gamalmennunum á Elliheim- ilinu vænt um heimsóknir hans, er hann kemur til þess að lesa fyrir það. Jón er líka í stjórn Hjúkrunar- og elliheim- ilisins Grund. Hann hugsar ekki síður til gamalmennanna, en barnanna, sem hann bar fyrir brjósti, er kaupin voru gerð á Kumbaravogi. Það var gott og gaman, að heim- sækja Jón á afmælisdaginn. Þar komu þá töluvert á annað hundrað gestir, og sázt þá glöggt, að Jón er vinamargur. Gjafir voru honum einnig færðar, en Jón tók á móti gestum sínum með mik- illi rausn. En þar í átti auðvitað hans ágæta húsfreyja, Ingunn Þórðardóttir, og börn þeirra, sinn drjúga þátt. Þótt margir væru gestir, var húsrúm nóg og hjartarúm eigi síður. Frá mér sjálfum og blaðinu Einingu, vil eg flytja Jóni Gunnlaugssyni hinar allra beztu þakkir fyrir gott og ánægju- legt samstarf. Hann er maður hollur í ráðum, framsýnn og úrræðagóður, og duglegur þar sem hann gengur að verki. Verði ár hans enn mörg til hags og heilla fyrir öll hin beztu þjóðþrifa- málin. Pétur Sigurðsson. Einhver hugsjónamaður ritar í norska blaðið Folket og segir þar um dansinn: „Því miður lítur út fyrir, að dansinn breiðist út og herji byggð og borg eins og hver önnur smitandi pest og drepi hin æðri hugðarmál æskumanna".

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.