Eining - 01.11.1950, Page 11

Eining - 01.11.1950, Page 11
Nýjasti skólinn Einn hinn mesti frömuður krist- innar menningar, Páll postuli, segir, að þótt hann „talaði tungum manna og engla“, þótt hann vissi „alla leyndardóma og ætti alla þekkingu“, og þótt hann „hefði svo takmarka- lausa trú, að færa mætti fjöll úr stað“, væri hann samt „ekki neitt“, ef hann „hefði ekki kærleika“. Slík kenning gildir fyrir alla menn ! á öllum tímum. En svo má líka segja um okkur nútímamenn, sem erum alltaf að læra og læra, eyðum næstum hálfri ævinni í skólanám, að við séum ekki ;; neitt, ef við lærum ekki það, sem mestu máli skiptir fyrir hvern mann og þjóðfélag hans. Hvað er mest áríðandi fyrir okkur Islendinga að læra, nú sem stendur? 1. Að sigrast á eigingirni og flokkadrætti og vilja allir sem einn maður hag og heill þjóðarinnar. Þá vegnar líka hverjum einstaklingi vel. 2. Að temja okkur strangasta heiðarleik í öllum viðskiptum. Svíkja hvergi, vera sanngjamir, réttvísir og ábyggilegir. 3. Að vera skylduræknir, trúir og samvizkusamir við öll störf, hvort heldur eru embættisstörf eða algeng erfiðisvinna. Svíkja þar engan og hafa ekki neitt af neinum. 4. Að temja okkur hollar lífs- venjur: skynsamlega meðferð fjár- mála, hófsemd og reglusemi í hverri grein, stundvísi, orðheldni og hirðu- semi. 5. Að gefa uppvaxandi æsku holla leiðsögn með góðri fyrirmynd í allri breytni. Ef við lærum þetta ekki og höf- um ekki þetta til að bera, þá má Erlendar bindindisfréttir í höfuðstað Tyrkjaveldis, Istambul, hef- ur ölvun við akstur verið hin mesta plága, eins og víða annars staðar. En á þessu er nú tekið hörðum höndum. Hver maður, sem tekinn er ölvaður við akstur, er flutt- ur á geðveikrahæli og hafður þar til rann- sóknar um mánaðartíma. Prófessor Gökay, :sem verið hefur forystumaður bindindis- samtakanna í Tyrklandi, og nú er borgar- stjóri í höfuðstaðnum, er kunnur tauga- sjúkdómalæknir, og hann lítur þannig á málið, að sá maður, sem kæruleysislega ekur af stað í bíl, þótt hann hafi neytt áfengis, þurfi að rannsakast nákvæmlega, því að ekkert sé líklegra, en að eitthvað sé bogið við sálarástand hans. Þetta er öðruvísi en á íslandi, þar sem menn fá væga dóma fyrir ölvun við akst- ur, þótt þeir drepi menn. ★ Nágrannar okkar, Norðmennirnir, sækja nú fast bindindisstarfsemina í landinu. — Stórþingið hefur til meðferðar gagngera breytingu á allri áfengislöggjöf Norð- manna. Þar verður ákvæði um innflutn- ing og sölu áfengis, um fræðslustarfsem- ina, um hótel og veitingahús án áfengis- veitinga og svo stendur til að endurbæta á margan hátt löggjöfina um bílaakstur. Bindindismálakerfi Norðmanna er all- vel skipulagt og starfhæft. Fyrir utan Stórstúku Noregs eru mörg önnur bind- indisfélög og félagasambönd. En auk allra slíkra samtaka, er svo Bindindismálaráð rikisins í Osló, og undir þá skrifstofu heyra yfir 600 áfengisvarnanefndir lands- ins. Þá er Landsráð, sem sér um fræðslu í skólum og víðar (Landsraad for edrue- lighetsundervisning), og nýlega hefur tek- ið til starfa stofnun, sem annast um vís- indalegt starf í þágu bindindismálanna. Hún gefur út sérstakt fræðslurit. Þá er landsnefndin, sem er eins konar einingar- stofnun allra bindindissamtaka lands- ins. Sú nefnd gefur út blaðið Follcet. — Einnig eiga Norðmenn bindindisskóla, en stutt er síðan hann tók til starfa, og svo eiga þeir nokkur drykkjumannahæli fyrir bæði karla og konur, og er í ráði að fjölga þeim. Allfjölmennur og sterkur hópur stór- þingsmanna stendur saman um bindindis- málið. — Norðmenn una illa vaxandi drykkkjuskap. Síðustu skýrslur þeirra sýna, að öll áfengisneyzla þeirra 19b9 varö 7435.000 lítrar af 100% áfengi, en 1948 var hún 7.347.000. Aukningin síðastliðið ár er því tæpir 100 þúsund lítrar af 100% áfengi. Brennivínssalan minnkaði nokkuð, en sterka ölið gerði það að verkum, að áfengisneyzlan varð þó stórum meiri en áður. Nú hafa bæjar- og sveitarstjórnir, einn- ig áfengisvarnarnefndir frá öllum fylkj- um landsins krafizt þess, að sala sterka ölsins sé algerlega bönnuð líkt og í Sví- þjóð. Reynslan hefur orðið sú, að sterka ölið hefur aukið mjög áfengisneyzlu yngri kynslóðarinnai', en þar er viðkvæmasti blettur þjóðarinnar. ★ í ,pressemeldinger‘ frá Osló er þess getið, að frá París hafi fregnritari við „Ekstra- bladet“ sent skeyti og getið þess, að pró- fessor Darobert hafi nýlega veitt þær upplýsingar, að áfengissýkin aukist nú segja, að allt annað nám okkar sé fánýtt. Fyrir 30 árum var það svo, hvað sem nú er, að maður, sem kunni öll algeng sveitastörf, einnig alla al- genga vinnu á sjó, og var auk þess iðnlærður og vel að sér til margra verka, dagfarsgóður, skyldu- rækinn og heiðarlegur, hann var tal- inn ómenntaður, en maður, sem fátt kunni til verka, en hafði stundað skólanám nokkur ár, hann var tal- inn menntaður, og það þótt hann væri stundum allt annað en fyrir- mynd í reglusemi og skyldurækni. Eitthvað eru menn nú teknir að leggja annan mælikvarða á þetta, þó glepur enn margt sýn. En við skulum umfram allt leggja kapp á að nema það fyrst og fremst, sem gerir hvern mann að sönnun dreng- skaparmanni og traustum þegni þjóð- félagsins. mjög í Frakklandi. Árið 1948 dóu úr áfengissýki að meðaltali fjórir á dag, en 12 daglega úr sérstakri lifrarveiki (lever- chirrosse). Ölvun við akstur eigi sök á 50% allra umferðarslysa, og 25% allra slysa við vinnu sé einnig ölvun að kenna, og 30% glæpa séu framdir af mönnum undir áhrifum áfengis. Enginn getur með sanni sagt, að slík þjóð, sem býr við annað eins áfengisböl og þetta, kunni að drekka. Af öllu Ijótu í sambandi við áfengismálin, er það ef til vill ljótast, að reyna að blekkja menn og dylja, hve skaðlegar afleiðingar áfengis- neyzlunnar eru allsstaðar. ★ Bindindisfélög bílstjóra á Norðurlönd- um eru sameinuð í eitt allsherjar samband, er heitir Nordislc Union for Allcoholfri Trafik. Alls eru nú um 40 þúsund félagar í þessum samtökum, og nú eru uppi raddir um að koma á slíku alþjóða sambandi, er berjist fyrir ströngu bindindi í sambandi við alla umferð. Fyrsta alþjóðaráðstefnan um bindindi og umferðamál var háð ný- lega í Stokkhólmi. Þar mættu vísindamenn frá Ameríku, bæði frá Bandaríkjunum og Canada, fluttu erindi á þinginu og lögðu drjúgan skerf til þess. Þeir höfðu með- ferðis ný tæki til að mæla með áfengis- magnið í blóði manna og sýndu, hvernig tækin eru notuð. í Svíþjóð ferst 600 manns árlega í um- ferðaslysum, og talið er að þar af eigi áfengi sök á 200 dauðaslysum. EF EKKI Ef menn eru ekki illa gefnir, en standa samt gegn augljósum sannleika, þá eru þeir annað hvort illa hugsandi eða á valdi einhverra ilh'a afla.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.