Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.04.1933, Qupperneq 9

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.04.1933, Qupperneq 9
Félagsrit Sláturfélags Suðurlands 57 Þótt best sé að nota til útungunar nýorpin egg, má þó geyma þau í 3 til 4 vikur, ef þörf er á, og ef þau eru geymd á góðum stað, sem er þur og svalur kjallari. Ef um aðfengin egg er að ræða, er nauðsynlegt að láta þau liggja hreyfingarlaus 24—36 klukkutíma, áður en þau eru sett undir fugl þann, sem á að unga þeim út. Ef hænu á að nota, cr mátulegt að láta hana hafa 5 egg, ef liún er ekki mjög lítil, en sé um stóra hænu að ræða, getur hún legið á 6 eggjum. Forðast ber að selja of mörg egg undir hænuna, því að það getur leitt það af sér, að hún eyðileggi þau öll, þvi að geti hún ekki hæglega hulið þau, standa þau út undan henni til skiftis og geta þar af leiðandi öll eyðilagst. Setjið 3 þuml. þykt, rakt mold- arlag á botninn á lirciðurkassanum og lagið það þannig, að það halli til miðjunnar á lireiðrinu og setjið svo 1—-2 þuml. lag af góðu smáheyi ofan á. Best er að láta hænuna vera búna að liggja á 1 til 2 daga í lireiðri, sem liún á að unga út i, áður en útungun- areggin eru sett undir liana. Híeiðrið þarf að vcra svo úthúið, að liænan gcti ekki sjálf komist af eggjunum, því að þá gæti svo farið, að eggin eyðilegðust. Best er að leggja eggin undir hænuna að kveldi, og verður hún að hafa algert næði í 48 klukkutíma. Eftir þann tíma á að taka hana af eggjunum til að láta hana éta og drelcka og því skal halda áfram á liverju kvcldi allan timann. Best er að gefa hænunni heilan mais, og verður hún einnig að gela náð i grófan sand. Gott cr að geta haft þurra mold og fínan sand fyrir liænuna að haða sig úr. Eftir að byrjað er að springa á eggjunum, sem venju- lega er eftir 26 daga, má ekki taka hænuna af þeim fyr en ungarnir eru komnir út og orðnir þurrir. Gott er, ef hænan er spök, að fara undir iiana með hendina, meðan á úlungun stendur og taka með liægð skurnin burt, jafn- óðum og ungarnir koina úr eggjunum. Sé liænan aftur

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.