Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.09.1933, Blaðsíða 5

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.09.1933, Blaðsíða 5
Félagsrit Sláturfélags Suðurlands 101 það eitt sumar eða svo, að setja upp kjötverslun. Eru það að jafnaði menn, sem ætla sér að gera ósköp mikið, en skortir algerlega þekkingu á starfinu. Þreifa þeir svo á því einn góðan veðurdag, að þeim liefir ekki tekist að reka þetta með þeim árangri, er þeir bjuggust við, og verða svo að gefast upp, án þess að geta skilað hverjum sínu, svo sem þeim, er þeir keyptu afurðir af, liúseigandanum, sem þeir leigðu hjá o. s. frv. Þetta eru ekki síst liættu- legu mennirnir. Þegar þetta er skrifað (7. sept.) er verð félagsins i heild- sölu til verslana enn kr. 1,10 pr. kgr. Fullyrða þá kunn- llgir menn, að auðvelt sé að fá nóg af kjöti annarsstaðar fyrir 80 aura kgr., og jafnvel enn minna. Það er að vísu eðlilegur hlutur, að kjötverð lækki eftir Pvi, sem á líður sumar og lömbin stækka, en að það lækki svo ört og í svo stórum stökkum, að jafnvel geti orðið skaði að því fyrir menn að selja lömb að sumrinu, er óþarft og óeðlilegt og algerlega verk þeirra manna, sem flangsa í markaðinn og eyðileggja hann svo sem hér hefir verið lýst, sem og þeirra framleiðenda, er fá slíkum mönnum afurðir sínar til umráða. En meðan nóg er til af kvorumtveggja þessum mönnum, verður ekki við ráðið. kað er vonlaust fyrir félagið að halda verði sínu á liverj- llrn tíma óralangt fyrir ofan verð þessara manna. Með því móti mundi það sitja eftir með sitt kjöt óselt, meðan hin- k' selja. Það er opinbert leyndarmál, sem allir vita, að kaupa- kéðnar þessir selja altaf undir verði félagsins — gildir sama, livaða verð það nefnir - annars gcta þcir ekkert selt, sem um munar, og því spilla þeir altaf markaðinum svo lengi sem þeir fá umráð yfir nokkrum kjötkropp. — En eitt átakanlegasta dæmið um óhutvendni þessara manna, er þó samningur, scm sveitakaupmaður einn liefir gert við keildsala hér í bænum um það, að borga honum vörur nieð kjöti, sem á hverjum tíma skyldi reiknast lieildsal-

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.