Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.09.1933, Blaðsíða 10

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.09.1933, Blaðsíða 10
106 Félagsrit Sláturfélags Suðurlands það, að það greiðir að eins rösklega bjórana, vinnuna og sölukostnaðinn, eins og líka gefur að skilja. Þar að auki hafa öll stærri fyrirtæki sínar eigin sútunarverksmiðjur, kaupa því að eins bjórana og verka þá við sitt liæfi. Sútun sem heimilisiðnaður. Sútun getur ekki orðið heimilisiðnaður, svo í nokkru lagi sé, og er það livergi, til þess úlheimtist ekki að eins kunnátta, heldur áhöld allmargbrotin og húsrúm talsvert, ef vel á að vera. Aftur á móti er það mjög algengt, að all- margt, sem unnið er úr sútuðum skinnum, sé heimilis- iðnaður, svo sem glófar, veski, töskur, skrifmöppur, budd- ur o. fl. Er þetta þá venjulega sniðið á einum slað, eri saumað heima. Slíkur smáiðnaður getur að sjálfsögðu ckki borið uppi sútunarverksmiðju og þarf ekki að standa í neinu sambandi við bana. Alt slikt yrði liér í mjög smá- um stíl, þvi það verður að byggjast eingöngu á innlend- um markaði, þar sem útflutningur á slíkum iðnaðarvör- um er algerlega útilokaður vegna tollmúra. Gæruskinn sem verslunarvara (loðskinn). Öllum, sem eg átli tal við, kom saman um það, að mark- aður fyrir sútuð gæruskinn í stærri slil væri úr sögunni fyrst um sinn; þau væru livergi notuð lengur sem „pels- vara“. Þó var það eitt verslunarliús í Englandi, sem gerði sér miklar vonir um að vinna mælti markað þar fyrir sútuð gæruskinn; mætli nota þau í svefnlierbergi fyrir framan rúm, í stað kliptra skinna, sem eru fóðruð og köntuð, og nú eru þar mikið notuð. Slíkt er alls ekki úti- lokað, enda þótt ekki sé hægt að byggja á slíku, en þau sútunarf}TÍrtæki, sem til eru i landinu, geta að sjálfsögðu fullnægt þeirri eftirspurn, ekki síst þar sem mér er kunn- ugt um, að þær tilraunir, sem gerðar hafa verið i þessa átt undanfarið, hafa borið mjög lítinn árangur. Gærurotun. Menn voru á einu máli um það, að rétt væri að rota

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.