Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.09.1933, Blaðsíða 8

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.09.1933, Blaðsíða 8
104 Félagsrit Sláturfélags Suðurlands á sameiginlegu áliti þeirra allra, sem eg átti tal við og þeim athugunum, sem eg hefi gert um tollmál og annað i þessu sambandi. Sútunarverksmiðja. Til þess að slíkt fyrirtæki geti þrifist, þurfum við að geta sútað skinnin svo vel og á jafn fjölbreyttan hátt og nú er gert erlendis og fyrir 10% lægra verð, þar sem það er lágmarkstollur víðast hvár á verkuðum sauðskinnum, ella stöndum við ekki jafnt að vígi í samkepninni á er- lendum markaði. Eða í öðru lagi að koma liér upp iðnaði, sem getur unnið úr skinnunum fyrir innlendan markað. Hvernig eru sauðskinn sútuð, og í hvað eru þau notuð? Sauðskinn eru sútuð á margvíslegan hátt, t. d. eru þau klofin í tvent; er þá úr innri lielming skinnsins gert „vaskaskinn“, en ytri helmingurinn, sem þá er mjög þunt skinn, er notað í svilaskinn í hatta og húfur. Þau skinn, sem ekki eru klofin, eru ýmist lituð, máluð eða prentuð og þannig eftirgerð ýms dýraskinn, svo sem krókódíls o. fl. Þetta skinn er síðan notað í barnaskó, inniskó, skófóð- ur, fatnað, húfur, glófa, veski, buddur, töskur og sittlivað fleira. Þá er og unnið úr skæklunum og því, sem skerst ulan af skinnnum, feiti til sápugerðar og lím; fæst úr þessu nálega 30% feiti og 10% lím, en ekki er leggjandi mikið upp úr þessari tekjugrein, því markaðsverð á af- göngum þessum er nú nálægt 40 krónurn tonnið. Er nægur markaður erlendis fyrir görfuð sauðskinn? Að vísu iiggja sútunarverksmiðjurnar að jafnaði með allmiklar birgðir, en eigi að síður er mikill markaður fyr- ir slíka vöru og munar ekki mikið um okkar lillu fram- leiðslu á heimsmarkaðinum, því þótt öll okkar sauðskinn væru sútuð, þá er það aðeins um 500,000 stykki á ári, en í Englandí einu mun vera slátrað um 10 miljónum sauð- fjár árlega, og af geitaskinnum, sem svipa til sauðskinna, en eru þó nokkru betri vara, koma um 90 miljón stykki

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.