Eining - 01.12.1951, Side 2
2
EINING
*
oun
FRAMHALD af bls. 1.
tíð friðar og góðvildar, jólabarn-
ið, sem skapaði nýtt mannkyns-
sögutímabil, breytti svip lieims-
ins, mati mannanna á lífinu og
afstöðu þeirra til barnanna, og
hvers annars yfirleitt. Alltaf
hefur fæðing Krists bætt úr
hinni mestu þörf mannanna. —
Ijós keninga hans og fyrirmynd
liefur skinið skært í myrkri
menningarleysisins, veitt hugg-
un, von og gleði. Og af hjarta
syngjum við:
„Er vetrar geisar stormur
stríður,
þá stendur hjá oss friðar-
engilí blíður“.
Og enn hvetja jólin allt mann-
kyn til þess að,
Snúa af hrokaleið háu
og hallast að jötunni lágu.
Á þessum jólum erum við ein-
um áfanga nær liinum miklu
jólum, þá allt mannkyn mun
fagna friði, góðvild og öryggi.
í fylling timans kemur þetta,
eins og Guð sendi son sinn í
„fylling tímans“. í þeirri von og
vissu réttum við enn einu sinni
hver öðrum hlýja hönd og segj-
um:
lecj jo
i
Sjúkrasamlög í Danmörku
taka antabuslyfið á skrá
Á stórstúkuþingi NIOGT í Odense voru
í dag gefnar þær athyglisverðu upplýs-
ingar, að hin nýja breyting á lyfjaskránni
verði þeim mönnum að liði, sem vilja reyna
að losna við hina óheillavænlegu áfengis-
ílöngun.
Samkvæmt hinum nýju reglum eru anta-
bustöflurnar í flokki hinna „lífsnauðsyn-
legu lyfja“. Sjúkrasamlögin greiða því
framvegis 75% af verðinu.
Talið er, að þetta muni hafa mikla þýð-
ingu fyrir hina ógæfusömu menn, er þarfn-
ast antabuslækninga, því að f járhagsástæð-
ur margra þeirra séu erfiðar, en nú muni
þeim auðvelt að njóta slíkrar læknis-
hjálpar.
Ekstrabladet í október 1951.
Spjallað við börnin
Hvað ætlar þú að verða, þegar þú
verður stór? Þannig spyrja stundum
fullorðnir menn börnin, og er þá oftast
átt við, hvaða lífsstarf barnið ætli að
kjósa sér, þegar þar að kemur.
En hvað ætlar þú að verða, ungi
vinur, hvort sem þú ert piltur eða stúlka?
Ætlar þú að verða mannkostamaður,
sannur maður, heiðarlegur og góður
maður?
Líttu á myndina af fiðrildinu. Því
miður gat þetta ekki verið litmynd, en
hefði þurft að vera það. Þessi fiðrildi,
sem eru sum furðustór, eru undursam-
lega falleg. Eg hef einu sinni séð mikið
safn af þessum skrautlegu og stóru fiðr-
ildum, eg sá það í Ameríku, og eg
gleymi aldrei þeirri fegurð og litauðgi.
En nú skuluð þið, börnin góð, athuga
þetta fiðrildi dálítið nánar. Þið hafið
ef til vill einhvern tíma séð loðið og
luralegt lítið kvikindi skríða á götu eða
á laufblaði. Þessi litlu kvikindi geta ver-
ið mjög mismunandi. Við skulum gera
ráð fyrir, að við séum komin eitthvað
suður í lönd og stöndum hjá grænu tré
og sjáum á einu blaði þess einmitt þetta
loðna og luralega kvikindi. Það er ljótt,
hefur enga limi, tvö stirð augu, er sjá
aðeins beint fram undan sér, enga fæt-
ur, en aðeins eins konar sogskálar, sem
það mjakast áfram á, munnurinn er
stór og það rífur í sig fyrnin öll af græn-
um blöðum, svo að á einum sólarhring
etur það meira en tvöfalda líkamsþyngd
sína, og á 30 dögum er það orðið 9
þúsund og 5 hundruð sinnum þyngra
en það var við fæðinguna. Það étur
svona mikið af grænu blöðunum til þess
að vaxa og búa sig undir undursamlega
framtíð, og ef ekkert ólán hendir það,
þá á það eftir að verða að stóru, ákaf-
lega skrautlegu og fallegu fiðrildi. —
Fiðrildið er eins fagurlega gert, eins og
luralega lirfan er ljót. Nú er það búið
að fá spengilegan kropp, sex liðuga
fætur, augu, sem sjá í allar áttir og svo
hina dásamlega skrautlegu, stóru og
fallegu vængi. Það getur nú flogið víðs
vegar og séð sig um, en lirfan gat lítið
séð af heiminum. Það flýgur nú af einu
blóminu á annað og nýtur þar gæðanna.
Þetta fiðrildi er eitt af furðuverkum nátt-
úrunnar. — En sagan er ekki öll sögð
enn. Litla loðna og luralega lirfan, sem
við vorum að tala um, er í mjög mikilli
hættu einmitt á þessu þroskastigi, þeg-
ar hún verður að éta svo mikið til þess
að vaxa og geta átt vísa glæsilega fram-
tíð. Og nú skulið þið heyra? Það er sér-
stök flugnategund, sem situr um að geta
setzt á loðna búk lirfunnar, og ef hún
fær að vera þar í friði, þá stingur hún
hárfínum frjóöngum inn í skinn lirfunn-
ar og lætur agnarsmá egg þar inn fyrir
húðina. Þessi egg verða svo að litlum
maðki, sem á sínum t'ma tekur að eta
og tæra lífsforða lirfunnar, og fer þá
svo hörmulega, að í stað þess að verða
hið undurfagra og skrautlega fiðrildi,
sem flogið getur um loftin blá, verður
lirfan aðeins ormahreiður og aldrei neitt
annað, og þannig líður hún undir lok.
Þannig getur líka farið fyrir hverju
barni, ef illa tekst með uppeldið. — I
hverju barni er engill, en það getur far-
ið svo, að sá engill deyi og í stað hans
komi eitthvað ljótt, eitthvað andstyggi-
legt.
Eins og lirfan þurfti að eta mikið til
þess að vaxa og geta átt glæsilega
framtíð, eins þarf barnið að læra margt
og mikið, læra allt nytsamlegt og fallegt
til þess að geta orðið sannur maður,
fallegur og góður maður í orðsins sönn-
ustu merkingu.
En svo er það hitt, sem hverju barni
og hverjum ungling ríður mest á, það
er að verjast öllu ljótu, öllu sem getur
spillt sálarlífi þess. Eins og lirfan getur
orðið dásamlega fagurt fiðrildi eða að-
eins ormahreiður, þannig getur barnið
líka orðið á sínum tíma yndislegur full-
orðinn maður, eða þá ómerkilegur
mannræfill. Ef barnið og unglingurinn
leyfir ljótum hugsunum að festa hjá sér
rætur, venur sig á Ijótt orðbragð, á það
að skrökva, vera óráðvant og læra ljóta
siði af hinum og öðrum, þá getur farið
svo, að barnið og unglingurinn verði
eins konar hreiður Ijótleikans, eins kon-
ar ormabæli, en aldrei mannkosta mað-
ur og aldrei gæfubarn.
Þetta getum við lært af sögunni um
fiðrildið. Reynum þá að muna vel sög-
una um fiðrildið og forðast hættuna,
miklu hættuna, sem getur eyðilagt alla
framtíð okkar. P. S.
T
1
í
*
í
>
d