Eining - 01.12.1951, Qupperneq 4

Eining - 01.12.1951, Qupperneq 4
4 EINING Þegar menn verða eins og viilidýr t * ■ Þegar maðurinn hættir að trúa á Guð miskunnseminnar, kærleikans og rétt- lætisins, hættir að tilbiðja og trúa á æðri veröld en hina sýnilegu, þá verður hann aftur villimaður, og oft eins og villidýr, þótt hann beri utan á sér þunn- an hjúp siðmenningar. Mannkynssagan margsannar þetta, jafnvel á síðustu ára- tugum. Voltaire spáði því, að um s'.ð- ustu aldamót mundi kristindómurinn vera úr sögunni. En það er nú margt annað, sem í heimi vorum stendur valt- ari fæti en kristindómurinn, þrátt fyrir guðsafneitun og afkristnun heilla stór- velda. Valdahafar geta sett guðleysi á stefnuskrá sína, en það er ekki eins auð- gert að afmá guðstrú úr hjörtum manna. í sálminum segir: Heims þó veldin hrynji hátign sinni frá, stendur kristin kirkja kletti föstum á. Hvorki hel né heimur hnekkt fær drottins lýð, loforð Krists og lýður lifir alla tíð. Á jólunum sækja margir kirkju, þótt þeir séu annars ekki kirkjuræknir. — Jólin hafa löngum verið hin mikla há- tíð kirkjunnar og kristinna manna. — Kirkjan, sem myndin er af, sem fylgir þessum greinarstúf, er ein hinna nafn- toguðu kirkna heimsins. Meðal annars er hún fræg fyrir það, að þar var eitt sinn framkvæmd ein hin sögufrægasta guðsafneitun sem um getur. Þetta var á dögum stjórnarbyltingarinnar miklu í Frakklandi, þegar menn gerðu allt í senn, afneituðu Guði sínum, myrtu bræður sína og beittu þá oft hinni mestu grimmd í villidýrsæði. Hinn ágæti kirkjusöguritari Frakka, Edmond de Pressensé, segir um þetta í bók sinni, Kirkjan og stjórnarbyltingin: ,,Menn heimtuðu að dýrkun skyn- seminnar væri vígð í sjálfu þjóðþinginu og að prestarnir væru dregnir þangað til þess að afneita trúnni og leggja af sér sinn prestlega skrúða“. Erkibiskup- inn, Gobel, gekk á undan í heigulslegri afneitun og var henni ákaft fagnað í þinginu. I fótspor hans fóru svo prest- arnir hver af öðrum. Einn þeirra sagði: „Prestarnir eru varmenni, eg þekki þá betur en nokkur annar, því að eg hef sjálfur verið prestur". Annar segir: ,,Eg er sóknarprestur, það er að segja lodd- ari. Hingað til hef eg verið dyggur lodd- ari, svikið aðra og verið svikinn“. Þannig héldu þeir áfram, hver af öðrum. Þegar prestarnir og biskuparnir höfðu lokið afneitun sinni og lýst yfir því í þinginu, að „þeirra æðsta lögmál væri vilji fólksins“, föðmuðu þeir að sér hinn fráfarandi erkibiskup, og einn biskupanna sagði: „Héðan í frá vil eg ekki viðurkenna neinn helgidóm annan en helgidóm laganna, engan annan guð- dóm en frelsið og enga aðra guðsdýrk- un en framkvæmd skipulagsins, og ekk- ert annað fagnaðarerindi en skipulag þjóðveldsins“. — „Óhjákvæmilegt er“, sagði annar, „að afmá þessi smánar- legu trúarbrögð“. . . . „Forseti þingsins faðmaði að sér gyðju skynseminnar. Menn grétu, hlógu og sungu, og gerðu sig að viðbjóðslegu athlægi . . . Kirkjan Saint-Eustache var gerð að miklu veitingahúsi. — Prestar dönsuðu við skækjur í kringum bál, þar sem brenndar voru biblíur og helgar bækur. Þetta brjálæði fór eins og vofu- dans um allt landið. — I Lyon teymdu menn í mikilli hópgöngu asna, sem bú- inn var æðstaprestsskrúða". Hinn illa þokkaða Marat gerðu menn að píslarvotti og dýrðlingi lýðveldisins. Aðdáunin á fúlmenni þessu átti sér nú engin takmörk. Helgisöngvar voru ortir nafni hans til vegsemdar, myndir af hon- um settar við hliðina á Kristsmyndum, og menn ákölluðu Marats heilaga hjarta. Hin nýja guðsdýrkun var full- komnuð. Skækjur voru gyðjur hennar, en dýrðlingur og píslarvottur maður samansettur af saur og blóði. Nú var ekkert annað eftir en hefja ofsóknirnar á hendur þeim, sem ekki tóku þátt í af- neitunardansinum“. Einn tilkomumesti þátturinn í öllum þessum viðbjóðslega skrípaleik, var sá, er menn settu upp eins konar hásæti í sjálfum kór Notre-Dame kirkjunnar. — Þar logaði á stalli blys frelsisins, ungar hvítklæddar stúlkur umkringdu hásæti skynsemisgyðjunnar, en hún sjálf var siðspillt leikkona. Henni var nú sungið lof og dýrð. Um kvöldið var þessi við- höfn endurtekin í þinginu og faðmaði þá þingforseti að sér gyðju skynseminnar. — Upp frá þessu áttu Frakkar ekki að tilbiðja neinn annan guð en skynsem- ina. Hinn 22. nóvember 1793 bannaði ráðið alla aðra guðsdýrkun. Fangelsin voru yfirfull af embættis- mönnum og prestum, sem ekki tóku þátt í guðsafneituninni. „Annan sept- ember klukkan fimm hófust manndráp- in í fangelsunum og héldu áfram í fjóra daga. Þrjú til fjögur hundruð manns unnu verkið, þetta hryllilega verk. — Á nóttunum var unnið að þessu við blys- ljós og varð þá allt þetta enn hræði- legra. Annað slagið fengu böðlarnir sér vel í staupinu, og fyrir áhrif áfengisins, sem flaut eins og blóðið, varð hið dýrs- lega æði gersamlega hamslaust. Hrylli- legast var það, að kvenfólkið gekk einna röskast fram í þessu grimmdaræði“. Rambeauds, er ritað hefur sögu hinn- ar miklu byltingar, segir, að í blaðinu „Þjóðvinurinn“ hafi Marat sagt: „Enga miskunnsemi við óvinina. Reisið 800 gálga og hengið þar óvini landsins, og svikarann Mirabeau fyrstan, kveikið bál og steikið þar alla ráðherra og þjón- ustulið þeirra. Dauðinn, dauðinn er hið eina sem skelfir óvinina“. — Árið 1789 heimtaði þessi blóðþyrsti maður höfuðin af 500 mönnum, árið 1790 höfuðin af 20,000, og seinast af 270,000. Einn af forsprökkum Jakobínaklúbbs- ins, Carrier, segir: „aldrei hef eg hlegið hjartanlegar, en þegar eg sá dauða- teigjurnar í andlitum þessara manna“ (prestanna). Manndrápin gengu jafnt yfir konur og börn og menn á öllum aldri. Söguritarinn segir frá tveimur litl- um drengjum, sem voru hálshöggnir. Annar þeirra spurði, er böðullinn hafði lagt hann á höggstokkinn: „Ætlar þú að meiða mig mikið?“ Böðullinn hjó drenginn, en drap sjálfan sig á eftir. Óafmáanlegasti og svartasti blettur- inn í þessu öllu er þó, segir söguritar- inn, hversu kvenfólkinu var slátrað. — Notre Dame. r 1 * í í > 4

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.