Eining - 01.10.1953, Síða 7
EINING
7
«
«
«
«
*
«
«
«
«
^Jfin heilcic^a. aíóÉ...
<K
Lítið, bræður, til köllunar yðar: Þér eruð ekki
margir vitrir að manna dómi, ekki margir mátt-
ugir, ekki margir stórættaðir; heldur hefur Guð
útvalið það, sem heimurinn telur heimsku ,til þess
að gera hinum, vitru kinnroða, og Guð hefur út-
valið það, sem heimurinn telur veikleika, til þess
að gera hinu volduga kinnroða. Og hið ógöfuga
í heiminum og hið fyrirlitna hefur Guð útvalið,
og það sem ekkert er, til þess að gera það að
engu, sem er, til þess að ekki skuli neitt hold hrósa
sér fyrir Guði. En honum er það að þakka, hvað
þér eruð orðnir fyrir samfélagið við Krist Jesúm.
En hann er orðinn oss vísdómur frá Guði, bæði
réttlæti og helgun og endurlausn; til þess að, eins
og ritað er: sá sem hrósar sér, hrósi sér í drottni.
Og er eg kom til yðar, bræður, og boðaði yður
leyndardóm Guðs, kom eg ekki heldur með frá-
bærri miælskusnilld eða speki; því að eg ásetti mér
að vita ekkert á meðal yðar nema Jesúm Krist og
hann krossfestan. Og eg dvaldist á meðal yðar í
veikleika, ótta og mikilli angist. Og orðræða mín
og prédikun mín studdist ekki við sannfærandi vís-
dómsorð, heldur við sönnun andar og kraftar, til
þess að trú yðar væri eigi byggð á vísdómi manna,
heldur á krafti Guðs.
1. Kor. 1, 26—31; 2. 1—5.
Vilja menn vita hií rétta?
Okkur er kennt, að sannleikurinn geri menn frjálsa og
ávallt skuli hafa það, er sannara reynist. Fátt er hryggilegra
en það, hve góðum málum er oft snúið til hins verra með
ósannindum og blekkingum. Það var ekki aðeins á dögum
Páls frá Tarsus, að menn höfðu „umhverft sannleika guðs í
lygi“. Lygin hefur löngum verið eitt skæðasta vopn óheilla-
valdanna. Hér skal aðeins vikið að einu margþvældu deilu-
efni manna og sögð furðuleg frétt.
Einn af þeim mönnum, sem eg hitti á áfengismálaþinginu
í París s. 1. sumar og varð upphaf að nýjum samböndum
við önnur lönd, var Englendingurinn H. Cecil Heath. Hann er
lögfræðingur og hefur verið forseti öflugustu bindindismanna-
samtakanna í brezka heimsveldinu, The United Kingdom Alli-
ance. Að þeim samtökum hafa staðið margir nafnfrægir menn
og háttsettir í þjóðfélaginu. Auðvitað gefur þetta samband
út fræðslurit alls konar og einnig árbók, hið merkasta plagg,
en hana hef eg eitt sinn kynnt í útvarpserindi. Eg er nýbú-
inn að fá eitt fræðslurit sambandsins, er heitir Research
student service. 1 þessu riti er örstutt grein eftir frú að nafni
D. Leigh Colvin. Píún er forseti Kristilegs bindindissambands
kvenna í Bandaríkjunum. Frúin segir:
„Á forsetakosningadaginn 4. nóvember 1952 tók eg mér
í hönd tímarit, er fjallar um áfengismálin, og þar las eg þessar
setningar: Aðeins síðastliðið ár hefur lögreglan lagt hald á
20,402 ólögleg áfengisbruggunartæki, er gátu framleitt meira
áfengi en allt það magn, er framleitt var á löglegan hátt árið
1951.
Gera má ráð fyrir, að þjónar laganna hafi ekki haft hendur
í hári allra lögbrjótanna og því ekki náð öllum ólöglegum
bruggunartækjum, en þau, sem tekin voru framleiddu meira
áfengi en öll löglega frarWleiðslan var, og þetta er eftir afnám
áfengisbannsins. Á bannárunum náðu menn eingöngu í ólög-
legt áfengi, nú hafa þeir allt hið löglega áfengi og til viðbótar
hið ólöglega, sem er hinu meira. Þannig dafna leynibrugg-
ararnir í skjóli hinnar alfrjálsu áfengisverzlunar, og þó var
stöðugt hamrað á því á bannárunum, að afnám bannsins
mundi uppræta alla ólöglega áfengisframleiðslu og sölu. Lög-
lega áfengissalan tók úr vösum landsmanna árið 1952 níu
milljarða dollara. Bætið svo öðru eins við fyrir kaup á ólög-
legu áfengi, og það er þetta, sem magnar glæpalíf, fátækt,
sálsýki og alls konar spillingu, sem nú veikir þjóðlífið. Þannig
getum við séð hvílíkt skaðræði afnárr^ áfengisbannsins hefur
reynzt“.
Þessi eru þá orð frúarinnar. En ætli menn geri sér ljóst,
hvílík upphæð fjármuna það er, sem Bandaríkjaþjóðin ver
til áfengiskaupa, níu milljarðar dollara fyrir löglegt áfengi
og annað eins eða meira fyrir ólöglegt áfengi. Hvað er einn
milljarður? Við heyrðum áðan í útvarpsfrétt (24. apríl), að
Atlantshafsbandalagið ætlaði að verja 900 milljónum dollara
til ýmissa mannvirkja í Vestur-Evrópu. Þetta er ekki einn
milljarður, á vanta 100 milljónir dollara. En Bandaríkja-
þjóðin eyðir níu milljörSum á ári til áfengiskaupa, auk ólög-
lega áfengisins. Hve m(arga kolla getur allt þetta áfengi rugl-
að, hve mörgum umferðaslysum valdið og hve mörgum glæp-
um? — Hyldýpi, botnlaust hyldýpi.
Vilja menn nú vita hið rétta? Hið rétta er þá þetta, að ólög-
leg áfengissala þrífst betur í skjóli frjálsrar áfengisverzlunar
en þegar áfengisbann ríkir.
Stóreignamennirnir og auðkýfingarnir í Bandaríkjunum,
sem börðust harðast gegn banninu til þess að létta af sjálf-
um sér sköttum, eyddu í þá baráttu mörgum árum og miklu
fé og höfðu til umráða stórblöð og tímarit, einnig samstarf
glæpamannakerfanna, lofuðu því hátíðlega í blöðum sínum,
í ræðu og riti, að áfengisknæpan skyldi aldrei koma aftur,
þótt bannið yrði afnumið, og þá skyldi einnig vera úti um alla
ólöglega áfengisgerð og sölu, en það voru varla liðnir mán-
uðir frá afnámi bannsins, er þessir sömu menn mæltu með
því, að áfengisknæpan (barinn) yrði endurreist, og nú hafa
þjóðirnar fengið fulla raun fyrir því, og ekki sízt Bandaríkin,
hversu prýðilega leynisala og leynibrugg þrífst í skjóli hinnar
frjálsu áfengissölu.
Allur lýður veit, að þjónar og málsvarar áfengisneyzlunnar
hafa vondan málstað, og þess vegna verða þeir að sækja
sitt mál með ósannindum og blekkingum. Á öðru eiga þeir
ekki völ, en blekkingunum hefur löngum heppnazt vel í heimi
vanþroska mannkyns. Pétur Sigurðsson.
Það er lítilmannlegt að drekka