Eining - 01.10.1953, Qupperneq 9

Eining - 01.10.1953, Qupperneq 9
M EINING 9 ^ÍFjorgunío^gjörÉ Höfundur lagsins: F. E. Belden. *i—*—'r “i£ieii:ppip—m i Æ_í.r ,§-*-£-S- r.—-tr- Tcz-fc- fS_t= í^r tr-^r 2 ra J J J g _g_ 1- t. I I I • ÍIÍB i0 £g krýp í lotning, Ijóssins Guð og faðir, er i/omi sóiar gyllir fjallsins tind, og morgunsöngvar óma unaðsglaðir, og allt ber sjálfrar dýröarinnar mynd. Þá finn eg návist alls, sem andan gleður, og engilbjört er veröld fagurgjörð, Guðs undramáttur öllu lífi léður, allt lofar blessun Guðs á himni og jörð. Nú svalar himnesk sœla anda mínum, er sál mín krýpur við þinn náðarstól, og fellur dögg frá háum himni þínum á hjartað vermt af kœrleiksyl og sól. I morgundýrð er allur heimur hafinn til himins Guðs, í bcen og þakkargjörð. Nú blessar lífið bjarta geislastafinn, er breiðir Ijóssins gull um alla jörð. P. S. * * uðu blaði með úrvalsgreinum um áfeng- ismálið er útbýtt meðal manna um land allt, og útvarpið veitir ríflegan tíma. Mun þetta knýja marga til aukinnar um- hugsunar um þessi alvarlegu mál. — I Oslo fór þessi dagur fram með stór- kostlegum myndarbrag, — með skrúð- göngu, sem þúsundir bindindismanna tóku þátt í, um aðalgötur bæjarins, og tilkomumiklum hátíðahöldum á Ráð- hústorginu. — Verður hann mér lengi minnisstæður. Hitt atriðið er um bindindisveitinga- húsin og landssamband þeirra. Sam- kvæmt norskum lögum hafa bæir með 4000 íbúa og þar yfir, rétt til þess að láta fara fram atkvæðagreiðslu um það, með ákveðnu árabili, hvort þar skuli vera áfengisútsala eða ekki. Eins og gengur hefur útsala verið samþykkt í sumum bæjum landsins, og að sjálf- sögðu hefur það valdið miklum erfið- leikum og árekstrum á ýmsum stöðum. Bindindissinnaðir menn hafa því víða um land tekið höndum saman um að stofna til veitinga- og gistihúsareksturs, þar sem áfengi skuli aldrei um hönd haft. Stofnuðu eigendur gistihúsa þess- ara landssamband fyrir fimm árum til að auka og treysta samtök sín. Og nú hefur ríkið (þingið) sýnt samtökum þessum þá viðurkenningu, að veita þeim lán, með mjög hagstæðum kjörum, til nýbygginga eða endurbóta á húsakynn- um sínum. í Oslo einni eru nú átta stór hótel, sem ekki veita vín, og enn fleiri veit- ingastaðir. Skildist mér ótvírætt, að stefna bindindishótelanna ætti sífellt auknu fylgi að fagna um land allt. Hér er ekki aðstaða til að ræða um störf einstakra bindindisfélaga, þótt gaman hefði verið. En yfirleitt hygg eg að fullyrða megi, að flest þeirra vinni mikil og fjölþætt störf, bæði inn á við og út á við. Varð eg víða var við það á margan hátt. Norðmenn munu líka telja sig hafa gildar ástæður til öflugs bind- indisstarfs. Afengisneyzlan, sem nam 600 milljónum króna (norskra) 1950 —51, og ölþambið er alltaf með alvar- legustu vandamálum þjóðarinnar. Við þeim vágestum eru margir beztu menn þeirra ákveðnir að sporna í lengstu lög. Að lokum svo aðeins örfá orð um hið margumtalaða Export öl. Mér lék nokkur hugur á að fá nákvæmar upp- lýsingar um, hver áhrif það hefði haft, — hvort það hefði orðið til góðs eða ills fyrir norsku þjóðina. Hafði eg þá m. a. í huga hinar heitu og miklu umræður hér um bruggun áfengs öls. Eg ræddi við ýmsa þaulkunnuga menn um þetta mál, og svar þeirra allra var það sama: Það er einróma álit þeirra og allra áfengisvarnanefnda landsins, að ölið hafi orðið til mikils skaða fyrir þjóð- lífið. Æskan drekkur meira en fyrr. Fleiri æskumenn hafa misnotað áfengi síðan ölið kom á markaðinn. Ölið hefur ekki minnkað brennivíns- neyzluna. Hún hefur þvert á móti auk- izt að mun, eftir að ölið kom. Eítflutningur er sára lítill, tæpast um- talsverður. Bindindismenn hafa raunar áður skýrt frá þessum staðreyndum. En það má gjarnan endurtaka þær. Þær tala sínu ákveðna máli hér heima. Ítalía í vínlandinu Ítalíu eru það 20% karl- manna og 39 % kvenna, sem neyta ekki víns með mat, og þá auðvitað ekki á annan hátt. Vegur þeirra endar í vegleysu Þannig er ein af hinum spaklegu setningum Orðskviðanna. Þessi sann- indi rætast á fáum eins átakanlega og drykkjumanninum. Jafnvel mönnunum, sem ekki geta kallast drykkjumenn, en eru þó stundum við skál. Blöðin segja iðulega frá, að þessi eða hinn hafi farizt í slysi, dottið í sjó- inn milli skips og uppfyllingar, hrapað til bana í stigum húsa, dottið af hest- baki, svo að leitt hafi til dauða, að hjón hafi verið úti í bíl sínum síðari hluta nætur, ekið út af veginum og beðið bana, annað eða bæði, en oftast er í slíkum blaðafregnum þagað um hina réttu orsök dauðaslyssins, samt sem áður vitnaðist það, að áfengisneyzlan átti alltaf sökina. Það er mikið ólán, að reynt skuli vera að breiða yfir þetta, því að væru til nákvæmar skýrslur um öll slík slys, sem vitað er fyrir víst að áfengisneyzlan veldur, og sagt væri frá slíku í blöðun- um hvenær sem þetta hendir menn, þá yrði öllum lýð ljósara, hvílíkur vágestur áfengisneyzlan er. — Sannarlega end- ar vegur áfengisneytendanna oft í full- kominni vegleysu. 1 stnttn máli Andi friðarins er hinn góði andi Guðs. Þar sem friður ríkir, þar er guðs ríki. — Þar sem ófriður ríkir, þar er hel-víti, en eins og allir vita, verða menn í slíku víti að and-skotum. Af þessu geta menn auð- veldlega skilið hvílík helstefna ófriðurinn er.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.