Eining - 01.10.1957, Blaðsíða 2

Eining - 01.10.1957, Blaðsíða 2
2 EINING töku, þegar við heimsóttum land yðar og þjóð fyrir þrem árum. Hvergi hef ég séð hámenning þróast við harðari kjör. Og hvergi hefur okkur, sem íslenzk- um fulltrúum, verið betur tekið. Á þess- ari stundu minnumst við Paasikivis forseta og konu hans, sem tóku á móti okkur, með þakklæti og mikilli virðingu. Bakvið framandi hljóm finnskrar tungu býr hlýtt bróðurþel. Og skyld- leikinn í hugsun, stjórnarfari og um sögulega þróun tengir oss bræðrabönd- um frá fyrstu viðkynning. Það er ótrú- lega margt, sem sameinar austrið og vestrið innan Norðurlanda — Finnland og Island. Finnar og Islendingar hafa báðir búið við framandi stjórn svo öldum skiptir. Aðrar þjóðir hafa haft þar í seli, og höf- uðbólið verið í öðru landi. Báðar þjóð- irnar hafa endurheimt sjálfstæði sitt á sama tíma. Vér vitum af reynslu, að vér erum þess sjálfir bezt umkomnir, að stjórna vorum eigin málefnum og lútum ekki forsjá framandi þjóða. Þó vér séum ekki óskeikulir, þá eru aðrir það ekki heldur. Vér höfum báðir þjóðerni og erfðamenning að varðveita, sem verður að fá að vaxa frjálst í sínum eigin jarð- vegi og loftslagi. Vér íslendingar höfum endurheimt sjálfstæði vort í krafti sögunnar og hins náttúrlega réttar. En Finnar hafa orðið að sækja sinn rétt á vopnaþingi, og goldið mikið afhroð. I heitri baráttu hafa þeir varðveitt kalda íhugun. I óbilandi trú á sigrandi mátt réttlætisins, þegar til lengdar lætur, hafa þeir borgið sjálf- stjórn og fullveldi fyrir óbomar kynslóð- ir. Finnska þjóðin hefur löngum horfst í augu við mikla alvöru. Lífsbaráttan er þar hörð í vetrarköldu landi. Framleiðsla og útflutningur er þar einhæf eins og hjá oss. Skógurinn svarar í Finnlandi t:1 ' "ksins með oss, en það skapar aftur góð skilyrði fyrir miklum og vaxandi viðskiptum. Það er þungur skattur að missa tíunda hvern mann af þróttmikl- um æskulýð á fám árum. En því hef ég veitt eftirtekt, að engir tala með meiri ró og festu um sinn vanda og viðfangsefni en finnskir forustumenn. I því efni hefur vor góði gestur, Kekkonen forseti, haft mikinn starfa um langan aldur, að bera friðarorð milli stétta og þjóða, og unnið að því með góðum gáfum og mikilli þekkingu, að skapa gagnkvæmt traust þar sem áður var tortryggni og ófriður. Forn bændamenning og rótgróin sveitastjórn einkennir finnskt stjórnar- far. I sveita síns andlitis hafa Finnar rutt skóga og ræktað tún og akra. Þeir hafa ekki mornað í hóglífi. Hugurinn hefur vaknað og kraftarnir vaxið í nánu samlífi við náttúru hins víðáttumikla lands. Á alþjóðamótum hefur komið í ljós að Finnar eiga afburða íþróttamenn, sem standa á sporði hinum beztu mönn- um frá stórþjóðum. Söngur Finnlands, sem hljómar úr djúpi þjóðarsálarinnar, heyrist um heim allan, líkt og þegar Heimdallur þeytir lúðurinn. I bókmennt- um, í málara-, höggmynda og bygging- arlist eru Finnar stórþjóð. Listir þeirra flytja oss þytinn úr skógunum, glamp- ann af vötnunum, aflið úr fossunum. Það er þjóðleg og máttug list, sem Finn- um hefur tekist að skapa, og við hinir njótum þess með yður. Finnsk menning vekur trú á rétt og gildi smáþjóða. Það sem gefur fámennum þjóðum til- verurétt, er háreist og fjölskrúðug menn- ing. Barátta þeirra er vonlaus, ef menn- ing og manndómur vex ekki í landinu. Það er manngildið, sem gerir máttinn, og eining á úrslitastundum. Þeir, sem eru reiðubúnir til að leggja lífið í sölurn- ar fyrir lífsins verðmæti, og sýna aldrei öðrum ágang né yfirgang, bjarga sínum heiðri og ná rétti sínum, þegar til lengd- ar lætur. Augu alheimsins hafa oft hvílt á Finn- landi, bæði í blíðu og stríðu, og ég vona, að yður herra forseti, og hinni finnsku þjóð sé nokkur fróun og styrkur að þeirri vinsemd og aðdáun, sem lýsir af þeim mörgu andlitum, sem fylgjast með áhuga og bróðurhug með örlögum Finn- lands. Að svo mæltu lyftum vér glösum fyrii forseta Finnlands og konu hans, og minnumst finnsku þjóðarinnar. Yðar heillaskál ! RÆÐA FORSETA FINNLANDS erra forseti, frú Dóra Þórhallsdóttir. Með þakklæti og hrærðu hjarta höfum við kona mín hlýtt á þau hlýju orð, sem þér, herra forseti, beinduð til okkar. Einkum gladdi það okkur að heyra það, sem þér svo fagur- lega og einlæglega sögðuð um finnsku þjóðina og hennar beztu eiginleika. I þeim hlýju orðum, sem okkur gengu beint til hjartans og í hinum alúðlegu móttökum, sem okkur voru veittar á ís- lenzkri grund munu landar okkar sjá vitni um þau vináttubönd, sem þrátt fyr- ir alla fjarlægð tengja þessi tvö norrænu lýðveldi. Oss er enn í fersku minni sú heim- sókn, sem þér, herra forseti, og frú yðar gerðuð mínum virðulega fyrirrennara Paasikivi forseta. En tæplega hefðum vér vænzt þess, að eftir svo stutta heimsókn til Finnlands hefðuð þér, herra forseti aflað yður svo djúpstæðrar þekkingar um land og þjóð. Þér gátuð þess réttilega, herra forseti, með hversu kröppum kjörum þjóð vor hefði byggt land sitt og skapað menn- ingu sína. Finnland er harðbýlt land, sem erja verður hörðum höndum. Oss er það ljóst, hverja örðugleika verður að sigra, áður en þjóðin nýtur mannsæm- andi kjara. Með þeirri þekkingu á hörku lífsins, sem vér Finnar höfum aflað oss fyrir rás viðburðanna, leyfi ég mér að mæla fyrir munn þjóðar minnar og láta í ljós virðingu vora og aðdáun á því, sem íslenzka þjóðin hefur afrekað. Þær framfarir, sem orðið hafa í landi yðar, herra forseti, eru sannarlega ljóst dæmi um óbugandi elju, mannlegan kjark, seiglu og dirfsku. Því veldur tæpast nein tilviljun, að það skuli einmitt hafa verið þessar þjóð- ir, sem af einstakri tryggð varðveittu um aldaraðir fornar sagnir um glæsileg- ar hetjur, jötna og forvitra menn. Þau goða- og hetjuljóð, sagnir og fróðleikur, sem að baki liggja bæði Eddu og Kale- vala, hafa að sjálfsögðu orðið Islending- um og Finnum til hvatningar með svip- uðum hætti, því að í báðum Ijóðaflokk- unum er ögrandi að því kveðið, að nátt- úruna megi með nokkrum hætti gera sér háða, að það sé mikils vert fyrir menn- Finnlandsforseti rœddi viS börnin. (Ljósm.: Gunnar AndersenJ.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.