Eining - 01.10.1957, Blaðsíða 5

Eining - 01.10.1957, Blaðsíða 5
EINING 5 Sérstök nefnd sér um efni þessarar blaðsíðu. 1 nefndinni eru: Sigurður Jörgensson, séra Árelíus Níelsson og Einar Hannesson. íslenzkir nngtemplarar I seinasta tölublaði Einingar var skýrt frá 12. móti Norrænna ungtemplara, sem haldið var í Oslo í sumar. Mótið sóttu 3 gestir frá íslandi. Hér á landi er ekki fyrir hendi landssamband ung- templara eins og í hinum þjóðlöndum Norðurlanda. Starfsemi þessara lands- sambanda er fyrst og fremst miðuð við ungt fólk á aldrinum 14—20 ára. í sumar komu saman til fundar fyrir tilstilli Gissurs Pálssonar, stórgæzlu- manns unglingastarfs, forráðamenn ung- mennastúkna og nokkrir aðrir áhuga- menn um málefni ungtemplara. Á fundi þessum var kosin nefnd, sem síðar hlaut staðfestingu framkvæmdanefndar Stór- stúku íslands. Nefndin vinnur að undir- búningi að stofnun sambands íslenzkra ungtemplara. í nefndinni eiga sæti: Sig- urður Jörgensson, formaður, séra Árelí- us Níelsson, ritari og Einar Hannesson. Ætlun nefndarinnar er að boða til stofn- fundar sambandsins seinni hluta kom- andi vetrar. Nefndin fer ennfremur með málefni ungmennastúknanna fram að þeim tíma. 1. Hringleikur. 1. Sjá, fagrar meyjar fara í liring fegurstu stúlkur hér í kring hefja nú dansinn glaðar. 2. Stúlkurnar liorfa hljótt í kring. Hver er af sveinum hér í hring lijartað, sem beztan telur. 3. Brosin þín vekja blíðan yl. Hann, sem ég rétti höndu til hugur minn ætíð velur. 4. Dönsum nú létt um græna grund. Eignast svo ijúfa yndisstund alsæll í faðmi þínum. Tvöfaldur hringur, stór ytri hringur, geugur til hægri, títill innri liringur, gengur til vinnstri. 1. Stúlkur í innri hringnum ganga til vinstri. 2. Stúlkurnar í innri hringnum snúa sér við, nema staðar og klappa höndum í takt, stóri hringurinn gengur með hröðum hopptakt. 3. Stúlkurnar stanza frammi fyrir piltunum, leggja hönd á hjartað. 4. Tvítekið, dansað fyrst til vinstri svo til hægri. Áframhald. Piltar í innri hring og vísunum snúið til þeirra. Dvalarheimili barna frá heimilum ofdrykkjumanna. Margt hefur bindindishreyfingin tagt stund á síðan hún var stofnuð 1851. Eitt af því er að starfrækja heimili eða stofnanir þar sem börn drykksjúkra foreldra gætu dvalið tengri eða skemmri tíma. Pessa virðist mikil þörf hér í Reykjavík. Það væri beinlínis til að vernda gegn líkam- legum og andlegum slysum og óláhi, ef slík stofnun væri starfrækt hér í samstarfi við barnaverndarnefnd borgarinnar. Slíkt heimili þyrfti að vera sem allra lík- ast venjulegu fyrirmyndarheimili, þar réðu hjón, sem önnuðust börnin af ástúð og skiln- ingi. Börnin væru og send í skólann alveg eins og önnur börn, svo að þau þyrftu ekki að missa af samfélagi við félaga og jafnaldra né fá minnimáttarkennd af því að hafa ver- ið tekin úr sambandi við daglegt líf og starf. Sérstakan sjóð ætti að stofna til þess að kosta slík „fósturbörn“ til framlialdsnáms. Auðvitað yrði allur andi stíks „heimilis“ að mótast af hugsjónum krislindóms og bindindislnigsjóna, en ekki neinum ein- ræðisdraumum eða pótitiskum viðhorfum. Hér er stórt verkefni fyrir Stórstúku fs- lands í uppeldismálum og björgunarstarfi. Væri einsætt að safna fé lil að kaupa hús og ráða „foreldra“. Ekkert sakar, þótt byrj- unin sé smá. Eitt er víst að þörfin, já, nauð- synin er mikil, og óp smælingjanna, sem eru að farazt í áfengisflóði bæjarins sam- einast í orðunum : Byrjið strax. Árelíns Níelsson. Ungtemplarar í íþrótta- keppni. Félagar úr st. Sóley í Reykjavík hdSu keppni í frjálsum íþróttum viö sameiyinlegt liS úr tveimur ungmennafélögum í Borgar- fjarSarsýslu. Keppni þessi fór fram 1. sept. s. I. og lauk henni meS jafntefli. ÁSur hafa félagar úr stúkunni Sóley keppt viS Ung- mennasamband Datasýslu, Ungmennafélag í Hrunamannahreppi og ,,landskeppni“ viS félaga í íþróttafélaginu „BragSiS“ í Þórs- höfn. SíSastnefnda íþróttakeppnin fór fram í Færeyjum 1953. Sóleyingar sigruSu Dala- menn, löpuSu fyrir Hreppamönnum og sigruSu hina færeysku frændur okkar. -----------------------—----------- I Leikreglur sœnskra hringleikja 1. Látið gleðina hljóma til himins. 2. Hreinar hendur, hreinn svipur, hrein hjörtu. 3. Hringurinn hönd í hönd táknar brtzðralag og vináttu. 4. Gcetið þess að enginn leikfélag- anna verði útundan. 5. Syngið öll með. 6. Allar hreyfingar og stellingar fallegar. 7. Vertu ekki með, ef þú ert þreytt- ur og áhugalaus. 8. Léttklœddur og léttur á fceti. 9. Verið helzt úti á grcenni grund. 10. Vertu fyndinn, en aldrei grófur eða klúr. Tobakið. Mér er alltaf minnisstæð frásögn, sem ég las í Sólskini þegar ég var drengur. Frásögn þessi var af Sir Raleigh hinum enzka, sem flutti tóbakið til Evrópu, og þjóni hans. Þeg- ar Sir Raleigh byrjaði að reykja þótti hon- um svo mikil skömm að því, að hann lokaði sig inni á meðan að hann reykti. Eitt sinn kom þjónn hans honum í opna skjöldu. Ilélt þjónninn að kviknað væri í karlinum og sótti liið skjótasta vatn og skvelti því yfir húsbónda sinn. Síðan að þessi atburður á að liafa gerzt, hefur mikið vatn runnið til sjávar og tóbaks- notkun aukizt gífurlega í Heiminum og notk- un þess orðið almenn. Langt er þó síðan að mönnum varð ljóst, að í tóbakinu væri eitur- efni, sem yllu ýmsum óskunda gagnvart lieilbrigði manna. Á síðari árum liafa verið gerðar miklar og víðtækar rannsóknir um áhrif tóbaks á mannslíkamann. Hafa þessar rannsóknir m. a. leitt í Ijós óhugnanlega hluti, sem sé; að tóbak valdi krabbameini, en dánarorsök af völdum krabbameins hef- ur aukizt hröðum skrefum víða um heim. Fréttir þessar úr vísindaheiminum eru þess eðlis, að full ástæða er til að ætla, að þær muni að verulegu leyti slökkva löngun í tóbak hjá flestu því unga og eldra fólki, sem ekki er byrjað að nota tóbakið, en kynni að fá löngun til þess. Hvort þetta gerizt strax, á reynslan eftir að skera úr um. En ef allir framsýnir menn leggjast á eitt með að gera fólki, og þá ekki sízt unga fólkinu Ijóst, hverjar hættur stafi af tóbaks- notun, getur framtíðin orðið bjartari og betri hjá þorra manna. E. H. Lag viS 1. hringleilc: -s rr ~~I7 x 1 m m — .. m J í J w w * J 4 U - ' — - J íþróttamenn úr st. Sóley og íþrótlafélaginu „BragSiS“ í Þórshöfn.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.