Eining - 01.10.1957, Blaðsíða 11
EINING
11
HRAFNHILDUR
Skcddsaga eftir Ásfríði Torfadóttur.
„Allt, sem fyrirgefa þurfti, er fyrir löngu fyrirgefið, en
veru minni á Hrauni verður sjálfsagt ekki unnt að gleyma,
unz yíir lýkur. Það er áreiðanlega satt, Pétur, að eg hef ekki
gleymt veru minni á Hrauni, og ef það gæti glatt þig eitthvað,
get eg sagt það, að hugur minn dvelur miklu oftar við ánægju
og sælustundirnar, sem eg átti þar, en hinar“. —
„Ánægju og sælustundirnar þínar hafa naumast verið
margar þar. Eg hafði svo einstaklega gott lag á að hrekja
allt slíkt burt frá heimilinu og vera þeim verstur, sem vildu
mér bezt. Það var sem á mér væru þau illu álög að gera
ykkur Bergljótu allt til skaprauna, en ef þið hefðuð vitað um
allt það stríð, sem eg átti stundum, þá er eg viss um, að
þið hefðuð oft fellt yfir mér enn beiskari tár. Eg get fullvissað
þig um, að mig langaði oft til að nálgast ykkur á annan veg
en eg var vanur, en það var sem einhver ósýnileg kynjaöfl
ýttu mér í hvert sinn lengra og lengra burt frá ykkur, og
dýpra og dýpra sökk eg niður í foraðið. Eg hef sannarlega
fengið að reyna það, síðan þú varst að yfirgefa mig, að ekki
þarf maðurinn alltaf að komast inn í annað líf til þess að
taka út hegningu synda sinna. Eftir að þú fórst frá mér, gekk
allt öfugt hjá mér. Dagarnir liðu hver af öðrum, örðugir og
viðbjóðslegir, og svo kom að þeim síðasta, er eg átti að flytja
úr gamla bænum. Eg átti ekkert til framar, var allslaus með
vesalings Pétur litla og síhlæandi vitfyrringinn, konunna,
sem smeygði sér inn í líf mitt, þegar eg var sokkinn dýpst og
ósjálfráður gerða minna. Eg hafði ekki sofið margar undan-
farnar nætur og margt þrengdi að. Eg reyndi lengi að leita að
einhverju hálmstrái til að hanga í, en komst loks að þeirri
niðurstöðu, að fyrir mig væri aðeins ein leið út úr vandræð-
unum. Ákvörðun þessi tók mig föstum tökum. Eg gekk að
rúmi Péturs litla. Hann svaf fast og vært, vesalingurinn. Eg
horfði lengi á hann, þetta afkvæmi syndar minnar, sem eg
hafði þvingað miskunnarlaust út á þá braut, er eg hafði geng-
ið. Mér varð það ljóst, að þótt ekki nema hans vegna, væri
það skylda mín að hverfa. Þegar eg væri horfinn, munduð
þið Bergljót taka ykkur af honum og ef til vill tækist ykkur
að bjarga honum.
Eg hélt því af stað út til tjarnarinnar í hrauninu, sem afi
minn hafði látið girða svo vandlega, að enginn gæti dottið í
hana. Eg vissi, að hún var hyldjúp og skilaði engu aftur, er
hún hafði veitt móttöku. Eg taldi heppilegast að hverfa
þannig, að eg findizt aldrei. Á leiðinni út í hraunið tíndi eg
smásteina í vasa mína og fyllti þá, einnig vettlinga mína, batt
treflinum um mittið og gat þá látið steina í treyjuna. Allt
var vel undirbúið og eg rólegur eins og væri eg að ganga að
venjulegu starfi. Þegar eg komst upp á hraunið, skyggnist
eg um. Það var stillilogn og kyrrð yfir öllu. Þokuslæða lá
miðhlíðis í fjöllum. Eg settist niður í Bergljótarbás og ætlaði
að láta eftir mér að horfa yfir byggðina í síðasta skipti áður
en eg færi í langferðina. Eg studdi olnbogunum á knén og
höndum undir kinnar og yfir mig færðist einkennileg friðar-
rósemd. Mér fanst eg ekki eiga til neina hugsun framar, en
fyrr en varði steig upp úr djúpi sálar minnar mynd þín,
Hrafnhildur. Mynd þín, er þú komst hlaupandi, fögur og
fagnandi niður að sjónum til mín morguninn þann, er eg
móðgaði þig í fyrsta sinni og sýndi þér kulda og lítilsvirðingu,
og galt þannig ástúð bína og umhyggju. Eg lokaði augum
og reyndi að halda myndinni fastri, en það tókst ekki, en í
eyrum mér hljómaði rödd eins og úr fjarska:: „ef þú fram-
kvæmir áform þitt, færðu aldrei að eilífu að sjá hana aftur.
Aldrei, aldrei að eilífu að sjá hana framar.
Eg sat lengi hreyfingarlaus með lokuð augu. Þegar eg svo
stóð upp, gekk eg hægt að girðingunni. Eg átti nægilegt
áræði til þess að framkvæma fyrirætlun mína, en ósjálfrát
tók eg að tína hvern steininn af öðrum úr vösum mínum og
kasta þeim í hyldýpið, unz þeir voru allir farnir. Eftir þá
sáust engin merki, nema litlir gárahringir á spegilfögrum
vatnsfletinum. Þegar eg sneri mér frá tjörninni var sólin að
gægjast framundan honum Geislahnjúki, og ósjálfrátt fórn-
aði eg upp höndunum til himins og bað til Guðs um styrk,
og sór hátt við nafn þitt, Hrafnhildur, og annað sem mér er
heilagt, að eg skyldi gera allt, sem í mínu valdi stæði, til
þess að yfirvinna breyskleika minn og sjálfan mig. Og eitt-
hvað í áttina hef eg komizt“.
Hann þagnaði andartak og hélt svo áfram:
„Mér er það Ijóst, að eg á ekki eftir að lifa í návist þinni í
þessu lífi, en seinna ef til vill, seinna, Hrafnhildur, ef mér
tekst umbótarverkið í mér sjálfum“. Hann andvarpaði og sat
hljóður stundarkorn.
Hrafnhildur hafði setið þögul undir frásögn hans, en tárin
runnið þétt og ótt niður kinnar hennar. — Hann tók aftur
til máls:
„Eftir stutta stund tók eg að búa mig til heimferðar. Þeg-
ar eg hélt niður hraunið, var eg svo ánægður og léttur á mér
sem væri eg nývaknaður af værum blundi, en hversu undr-
andi varð eg ekki, er eg sá Bergljótu sitjandi undir hraun-
jaðrinum. Hún varð mín ekki vör fyrr en eg stóð rétt fyrir
framan hana. Hún var auðsjáanlega í þungum þönkum, því
að í svip hennar mátti lesa örvæntingu og angist. Hún hefur
líklega vitað hvað mér leið, eins og fyrri daginn. Hún hefur
alltaf haft auga með mér, hvernig sem eg hef lifað og látið
frá því eg var barn og hún tók mig að sér munaðarlausan og
ósjálfbjarga. Hún hefur reynt að bjarga mér yfir allar tor-
færur, hversu örðugar sem þær hafa verið. Eg skildi strax»
er eg sá hana, að loks hafði hana þrotið kjark til þess að
fylgja mér eftir. Um leið og hún sá mig, hrópaði hún upp yfir
sig: „Guð veri lofaður.“ en hún vildi ekki kannast við, að hún
sæti þarna mín vegna. Eg gekk til hennar og við leiddumst
heim. Það höfum við aldrei gert uppfrá því er eg sigldi, til
illrar minningar. Á heimleiðinni trúði hún mér fyrir því, að
hún væri orðin þreytt á einverunni og ætlaði að þyggja boð
Önnu dóttur okkar og búa framvegis hjá henni. Mér var það
ljóst, að einnig mín vegna gerði hún það að yfirgefa Hraun.
Hún vissi, að eg var allslaus og átti hvergi neitt að halla mér
að, og nú bað hún mig að flytja í húsið og annast vel um það,
sem eftir væri af eigninni, „handa þér hef eg geymt blettinn
minn“, sagði hún og grét sáran. „Eg var alltaf hrædd um,
að svona mundi fara, en nú byrjar þú nýtt líf í nýju húsi,
Pétur, er það ekki ráðið.
Eg tók hana í fang mér og við grétum bæði. Mig langaði
til að segja henni frá áformi mínu, en gerði það ekki, trúði
ekki nógu örugglega að mér tækist að yfirvinna sjálfan mig.
Þenna sama dag flutti hún til Önnu okkar og eg úr gamla
bænum. Þetta voru erfiðir dagar, Hrafnhildur. Flutningurinn
var ekki mikill. Eg tók Bessu upp í fang mitt, framhjá þeirri
þjáningu varð ekki komist, og bar hana út í litla húsið. Þetta
voru hin þyngstu spor, sem eg hef gengið um daga mína. Mér
fannst sem eg bæri ekki aðeins mína eigin syndasekt, heldur
og allar sorgir og syndir allra ógæfusamra manna. Þegar eg
lagði hana í rúm Bergljótar í litla herberginu, rak hún upp
svo tröllslegan hlátur, að hann líður mér ekki úr minni. Eg
flýtti mér að loka hana inni og fór svo að ná í ekkjuna hans
Páls gamla, sem Bergljót hafði vistað til þess að annast um
heimilið. Síðan hef eg aldrei séð Bessu.
Nýr eigandi flutti svo í gamla bæinn og skömmu síðar reis
fallegt hús á gömlu brunarústunum. Þannig fór um draum-
ana okkar.