Eining - 01.10.1957, Blaðsíða 4

Eining - 01.10.1957, Blaðsíða 4
4 E I N I N G er sannfærandi, þó að hann sé ekki margorður. — Ég álit, að Pétur Björns- son hafi þegar unnið stórvirki sem erind- reki áfengisvarnaráðs, og ef mér auðn- ast líf og heilsa til þess að starfa að áfengisvörnum fáein missiri enn, get ég ekki hugsað mér það, nema ég megi eiga samvinnu við Pétur eins og undan- farið. Hér á árunum barðist Pétur við hvim- leiðan heilsubrest, en sem betur fer hef- ir heilsa hans mjög batnað í seinni tíð. Væntum vér, vinir hans og samherjar, að hann megi enn miklu til vegar koma til heilla fyrir fólk og föðurland. Pétur Björnsson, er kominn í karl- legg af svonefndri Skíðastaðaætt á Ytri- Laxárdal. Eru margir athafna- og fjár- málamenn af þeim ættmeiði runnir. Ég tel Skíðastaðaætt hafa mikinn sóma af Pétri. Pétur og Þóra eiga fjögur mannvæn- leg börn. Ég flyt vini mínum, starfs- og reglu- bróður beztu þakkir og árnaðaróskir á þessum merku tímamótum ævi hans. Brynleifur Tobiasson. Sumarskólinn í Genf er alþjóðaráðið gegn áfengisbölinu gekkst fyrir í sumar, stóð frá 5.—16. ág. s. 1. Er það þriðja sumarið, sem skóli þessi eða námsskeið er haldið. Sumarið 1955 mætti þar Kjartan Iækn- ir Jóhannsson af hálfu áfengisvarnaráðs, í fyrra enginn, en í sumar tók formað- ur áfengisvarnaráðs þátt í námsskeiðinu frá 7.—14. ágúst. Enn fremur sat hann ráðstefnu í Genf með fulltrúum bindind- ishreyfingarinnar frá ýmsum Evrópu- löndum, undir forsæti framkvæmdar- stjóra I. T.U. (International Temper- ance Union), Archer Tongue, en þessi samtök hafa miðstöð sína í Lausaune. ísland á aðild að þessum samtökum, en þau voru 50 ára gömul í sumar. Aðsóknin að sumarskólanum í Genf var nú meiri en nokkru sinni fyrr og fleiri erindi flutt en áður. Þarna voru Norðurlandamenn, Englendingar, Þjóð- verjar, Hollendingar, Belgir, Frakkar, Ameríkumenn, Svissarar, Pólverjar, Tjekkar, Júgóslafar, Spánverjar, Italir, Portúgallar, einn Ástralíumaður og einn Islendingur o. fl. Erindi voru flutt á frönsku, þýzku og enzku og þýtt af einu máli á annað. — Mun nánar vikið að þessum málum í næsta blaði. —-----ooOoo----- E IN IN G fagnar því, að samtök og starf ungtemplara á íslandi er að færast í aukana, og hefur það orðið að samkomulagi, að blaðið láti ungtempl- urum í té nokkurt rúm í dálkum sínum. Birtist hér í þessu hefti blaðsins fyrsta blaðsíðan, sem ungtemplarar sjá um. Heill fylgi starfi þeirra. Fm Guðlauf Marfa- dótflr sexfug Hún á einnig 50 ára templarafmæli. 10 ára gerðist hún félagi barnastúkunn- ar VonarljósiS í Hafnarfirði, og síðan hefur hún verið traustur liðsmaður í sveit templara. Ætt hennar og ævisaga verður ekki rakin hér, enda óþarft, því að eftir öllu að dæma, er henni vork- unnarlaust að lifa nokkra áratugi enn. Þess skal aðeins getið hér, að hún hef- Guðlaug Narfadóttir. ur verið óþreytandi við bindindis- og félaggmálastarfið. Þegar frú Guðlaug var búsett í Gaul- verjabæ, var hún æðstitemplar stúku þar, einnig gæzlumaður barnastúku. Um skeið var hún þingtemplar í Árnes- sýslu. Eftir að hún fluttist til Reykjavík- ur hefur hún unnið mikið í samtökum kvenna um bindindi og áfengisvarnir, og er nú formaður áfengisvarnanefndar kvenna. Á vegum þeirra samtaka hefur hún ferðast allmikið, sótt kvennaþing og flutt mörg erindi hér og þar. Einnig hefur hún ferðast töluvert sem erindreki áfengisvarnaráðs, og nú síðast um GuII- bringusýslu og heimsótt áfengisvarna- nefndir þar. Sótti einnig kvennfélaga- fundi og þing kvenfélagasambands. Hún á sæti í áfengisvarnaráði. Fædd er frú Guðlaug í Hafnarfirði. Foreldrar: Narfi Jóhannesson, dugnað- ar sjómaður, og Sigríður Þórðardóttir. Bæði voru þau traustir templarar. Sig- ríður gekk í regluna árið 1886 og var henni trú til dauðadags. Frú Guðlaug ólst því upp á slíku heimili er gaf henni hið rétta veganesti, og þetta gengur í arf. Frú Guðlaug á sex syni og eina dótt- ur. Allt er það myndarfólk og reglusamt, svo, að flestir barna hennar munu af- neita bæði víni og tóbaki. Guðlaug er tvígift. Með fyrri manni sínum, Halldóri Bachman, átti hún tvo syni, Ólaf, sem er búsettur verkfræðingur í Califomíu og Halldór, vélvirkja í Reykjavík. Seinni maður hennar var Hjörtur Níelsson og með honum átti hún hin börnin fjögur. Dagsverk Guðlaugar Narfadóttir er bannig orðið allmikið. Henni hefur ver- ið gefið mikið þrek og ýmsar góðar gáf- ur. Hún sameinar dugnað og mikinn áhuga á velferðarmálunum, og henni hefur farnast vel og hún verið gæfusöm eiginkona og móðir. P. S. Dauði eða eymd bíður milljóna barna Forstöðumaður barnahjálpar sam- einuðu þjóðanna, Maurice Pate, var fyr- ir skömmu á ferð í Noregi, en för hans var annars um 10 lönd í Evrópu til þess að flytja skýrslu um hjálparstarfið. Norðmönnum flutti hann beztu þakkir fyrir mikið framlag þeirra til líknarstarf- anna. Milljónir barna hljóta annaðhvort að deyja eða verða aumingjar á einhvern hátt, ef þeim verður ekki hjálpað. Þar eru sjúkdómarnir skæðastir bæði meðal barna og fullorðinna. Þar eru hitabeltis- sjúkdómar, svo sem Frambösia — húð- sjúkdómur. Af honum eru 40 milljónir manna sýktar, 300 milljónir af augn- veiki, sem blindar, fimm milljónir hafa holdsveiki á ýmsu stigi og malaría er enn í 40 löndum. Hlutverk barnahjálparinnar verður nú m.a., sagði forstöðumaðurinn, að herja á sjúkdómana. Með góðri læknishjálp má miklu til vegar koma. T.d. má lækna, segir hann, húðsjúkdóminn, sem áður var nefndur, með penicillini, er kostar um 30 aura á barn. Hjálparstarfsemin er nú stunduð í 102 Jöndum og lands- svæðum. 210 milljónir barna hafa verið berklaprófuð í 63 löndum og 80 milljón- ir þeirra hafa verið bólusett með BCG. 45 milljónir barna og mæðra njóta góðs af barnahjálpinni á yfirstandandi ári. Einn liðurinn er að vinna að því á meðal ýmissa þjóða, að börn geti fengið meiri mjólk. Barnahjálpin hefur fram að þessu sent út 400 milljónir kílóa af þurrkaðri mjólk. I fyrra var framlag 80 þjóða 20 milljónir dollara, en vonir standa til að 1960 verði árstillag þjóðanna orðið 30 milljónir. Ógni mannkyninu atómstyrjöld og önnur óöld, má ekki gleyma björtu hlið lífsins og öllu því líknar og menningar- starfi, sem unnið er á meðal þjóðanna, og er einsdæmi í allri sögu mannkynsins. Slíkt hefur engin öld þekkt áður, og vissulega munu hin góðu öfl sigra í fyll- ingu tímans flest hin skæðu mein mann- anna. Frásögn þessi um barnahjálp samein- uðu þjóðanna er hér höfð eftir norska blaðinu Folket.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.