Eining - 01.10.1957, Blaðsíða 3

Eining - 01.10.1957, Blaðsíða 3
EINING 3 Sextugur: PÉTIIR BJÖRNSSON kanpmaðnr, Siglufirði ina að keppa að og skapa sér betri heim. Það hlýtur til forna að hafa gefið mönn- um trú á framtíðina að eygja í hugan- um iðjagrænan Miðgarð, þar sem ríktu lög og regla og önn dagsins var þrung- in blessunarríkum öflum. Á sama hátt hefur það að sjálfsögðu einnig vakið trúnaðartraust að dreyma um hina dá- samlegu Sampo-kvörn, sem jafnvel eftir að hún var brostin, gat fært þeim manni, sem brotin fann, hamingju og auð. Sama gæfu leitin, sama bjartsýnin einkennir enn þann dag í dag þjóðir vorar. Þér lögðuð áherzlu á það, herra forseti, hversu mörg sérkenni eru sam- eign hinnar austustu og hinnar vestustu þjóðar Norðurlanda. Það má með sanni segja, að furðu vekur, hversu tengslin eru mörg. En þó verður ekki þar með sagt, að nokkurt þessara sérkenna greini oss frá öðrum Norðurlandaþjóðum. Norðurlandaþjóðirnar fimm hafa hver sín ákveðnu sérkenni, enda þótt þær líkist hver annarri mjög um þjóðfélags- hætti, skapferli, lífsskoðun, trú og siði. Sá margbreytileiki er aðall þessara þjóða og veigamesta forsenda fyrir samstarfi, sem nær yfir landamæri þeirra. Hann er einnig forsenda fyrir gagnkvæmri virð- ingu. Síðan umheimurinn færðist nær oss en nokkru sinni áður, höfum vér fundið samstarfsform, er hefur borið ávöxt og eflt vináttu vora. Margt hefur þegar áunnizt í þessu merkilega sam- starfi, sem á sér það eitt markmið að efla hag Norðurlanda án þess að gera á hlut nokkurs annars. Það er einlæg sannfæring mín, að allir stefnum vér jafn markvíst að því að tryggja friðinn um öll Norðurlönd, svo að þar verði gott að helga friðsam- legum störfum sameinaða krafta, öldum og óbornum til gagns og blessunar. Á ýmsum sviðum er enn að sjálfsögðu margt ógert. En Ijósasta sönnun þess, að vér erum á réttri leið, má skoða þá staðreynd, að einmitt þau löndin, sem lengst eiga að sækja hvort til annars, hafa tengzt nánari böndum viðskipta og samskipta en nokkru sinni fyrr. Ég lyfti glasi mínu fyrir forseta Is- lands, konu hans, íslenzku þjóðinni, framtíð hennar, gengi og giftu. —------00O00-------- Dagsverkið. Harningjusamur er sá maður, er að kvöldi dags getur glaðst yfir vel unnu dagsverki, en ógæfa að þurfa að sofna með vonda sam- vizku. Norskur klerkur, Rolf Wiersholm, getur þess á einum stað, að á síðustu dögum sevi sinnar liafi August Strindberg óskað þess, að allar bækur hans væru brendar. Pær höfðu ekki flutt mannssálinni neitt hjálp- ræði, heldur miklu fremur hið gagnstæða. Menn, sem skrifa mannskemmandi bæk- ur, vinna illt verk. Mennirnir deyja, en verk þeirra lifa, og upp af sæðinu, er þeir sá, spretta ýmist eiturjurtir eða lífgrös. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“, segir skáldið. Einnig rithöf. skyldu minnast þess heilræðis. Einn af mestu athafnamönnum og áhrifa innan bindindishreyfingarinnar á Islandi verður sextugur í þessum mán- uði. Það er Pétur Björnsson, kaupm. á Siglufirði og erindreki áfengisvarna- ráðs. Hann er fæddur 25. okt. 1897 á lítlu býli ofan við Stóru-Akra í Blöndu- hlíð, Brekkukoti, en það er nú lagt í eyði fyrir nokkru síðan. Þar bjuggu þá foreldrar hans Björn Guðmundsson og Stefanía Jóhannesdóttir kona hans. Brugðu þau búi vorið eftir fæðingu sveinsins. Fluttuzt þá út í Viðvíkursveit, en reistu bú af nýju vorið 1906 að Á í Pétur Björnsson, kaupmaöur. Unadal, og þar bjuggu þau til vorsins 1915, er þau fluttuzt til Siglufjarðar, með börnum sínum. Hefir Pétur stund- um verið kenndur við Á. — Síðastliðin 42 ár hefir hann átt heima á Siglufirði. Eitt ár var hann í Noregi, lengstum í Haugasundi. — Árið 1926 hóf hann verzlun á Siglufirði og hefir rekið hana síðan. Hefir hann jafnan verzlað með nauðsynjavörur, og var verzlunin í blóma nokkurt skeið, en hefir dregizt saman eins og margur annar atvinnu- rekstur á Siglufirði síðustu árin vegna ins langvarandi aflabrests. — Það er ekki ofsögum sagt, að Pétur hefir reynzt einn af beztu borgurum Siglufjarðar- kaupstaðar. Hann hefir látið til sín taka menningar- og mannúðarmál, og orðið mikið ágengt á því sviði. — Þar er þá fyrst til að taka, að hann gerðist félagi st. Framsóhn árið 1926. Lét hann brátt mjög að sér kveða í Góðtemplararegl- unni. Hefir hann ekki gert það enda- sleppt í bindindismálunum. Vorið 1928 gekk hann að eiga Þóru Jónsdóttur frá Yztabæ í Hrísey, og var hún þá þegar orðin áhrifamikil kona í Reglunni. Hún hefir borið uppi starfið í barnastúkunni Eyrarósin, svo að hún hefir löngum verið ein bezta og fjölmennasta deild ungtemplara í landinu. Jafnframt hefir hún starfað mikið í stúkunni „Fram- sókn“ með manni sínum. Þóra var 6 ár stórgæzlumaður ungtemplara og var það vandi hennar að ferðast á hverju ári meira eða minna milli bamastúkna, og var maður hennar oftast í för með henni. Framsókn og Eyrarrósin hafa verið einhverjar mestu fyrirmyndarstúk- ur á landinu. — Ef Þóra og Pétur hefðu verið í hverju þorpi og hverjum kaup- stað á landinu síðastliðin 30 ár, er ég sannfærður um, að þar hefðu risið upp bæði Framsókn og Eyrarrós til ómetan- legrar blessunar fyrir yngri menn og eldri á staðnum. — Pétur var forgöngu maður um stofnun Gesta- og sjómanna- heimilis Siglufjarðar 1939, og hafa templarar þar undir forustu Péturs rekið þessa stofnun síðan. Var mikil þörf á henni. Allur sá fjöldi sjómanna og ann- arra aðkomumanna um síldartímann, sem sótt hefir sjómannastofuna síðast- liðin 18 ár, metur þessa starfsemi áreið- anlega að verðleikum. Þriðja menning- arstarfsemi, er Pétur hefir beitt sér fyrir, með góðum árangri, er bókasafnið á Siglufirði. Síðustu tvo áratugi hefir hann verið formaður bókasafnsnefndar, og hefir það stórum aukizt og tekið mikl- um framförum á þessu tímabili. — Enn hefir afmælisbarn vort látið sig kirkju- mál allmiklu skipta og setið lengi í sókn- arnefnd. Bæjarfulltrúi var Pétur eitt kjörtímabil, átt sæti í niðurjöfnunar- nefnd og verið endurskoðandi bæjar- reikninga. Formaður áfengisvarnanefnd- ar kaupstaðarins hefir hann verið, frá því er slíkar nefndir komu til sögunnar. — Síðustu árin hefir hann loks jafn- framt verið erindreki áfengisvarnaráðs á Norður- og Austurlandi. Hefir hann komið í hvern einasta hrepp og í suma oftar en einu sinni og í kaupstaði, heimsótt áfengisvarnanefndir, átt fundi með þeim, leiðbeint þeim í starfi þeirra og samræmt það. Hefir honum orðið mikið ágengt í þessu trúnaðarstarfi, áunnið sér traust og vináttu bæði áfengisvarnaráðs og nefndanna. Um Dali og Austur — Barðastrandarsýslu ferðaðist hann auk þess í sumar og fyrir nokkrum missirum um Gullbringu- og Kjósarsýslu. — Hann er bæði dugleg- ur og laginn að þoka fram merki voru og mjög sýnt um að stofna til samvinnu milli þeirra aðilja, sem koma til greina, þá er um það er að ræða að sjá bindind- ismálinu sem bezt borgið. — Skýrslur hans eru mjög greinagóðar, og hann er kominn vel á veg að ,,kortleggja“ land- ið á sviði bindindis- ogj áfengismála. Hann er þaulvanur félagsmálastarfi, fljótur að átta sig á mönnum og mál- efnum, stilltur, en sækir samt fast á, og

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.