Eining - 01.10.1957, Blaðsíða 6

Eining - 01.10.1957, Blaðsíða 6
6 EIN ING E I N I N G Mánafiarblað um bindindis- og menningarmál. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Péiur SigurSsson. Blaðið er gefið út með fjárstyrk frá ríkinu og stórstúku íslands. Öll bréf til blaðsins og ritstjórans skulu send í Pósthólf 982, Reykjavík, en ekki til afgreiðslunnar, Suðurbraut 6, Kópavogi. Sími blaðsins er 5956- Árgangur blaðsins kostar 30 kr., en í lausasölu 3 kr. hvert eintak. Guðshugmyndir manna og stjórnaríar þjóSa Sthafnir og öll breytni manna fer auðvitað mjög eftir trú þeirra og lífsskoðun. Ef þeir trúa á dýrðleg veizlu- höld í Valhöll, búin aðeins vöskum hermönnum og geiglausum víkingum, þá verða þeir vígdjarfir og óblauðir bardagamenn. Gyðingar trúðu á einn Guð. Þegar spámenn þeirrar þjóðar hafa sem mesta yfirsýn andans, lýsa þeir þessum eina Guði sem miskunnsömum og kærleiksríkum Guði, en annars er hann fremur afskiptasamur, strangur og harður. Hann er fyrst og fremst drottinn hersveitanna, lög hans eru ,,Þú skalt“, og ,,þú skalt ekki“. Lögunum skyldi framfylgt með harðri hendi. Grýtingar til dauða voru algengar refsingar. Stjórnarfar Gyðinganna var guðveldi. Það var í raun og veru hið strangasta einræði, sem hugsast getur. Meðal hinna margvíslegu trúarbragða fornaldanna, er tví- veldiskenningin. Þar skiptist í tvö horn: ljós og myrkur, illt og gott, andi og efni, himinn og jörð. Kenning þessi hafði bæði sína björtu og dökku hlið, en ekki leiddi hún til jafn- réttis í mannheimi. Eins og andinn var æðri efninu og him- ininn hærri en jörðin, og himininn frjóvgaði jörðina, svo var karlmaðurinn konunni ágætari. Hann var sá, sem gaf. Hún var þiggjandinn, þernan og hliðstæða merkurinnar, sem frjóvgaðist af dögg himinsins og bar þannig ávöxt. Þessi kenning leiddi til hinnar miklu niðurlægingar kon- unnar, sem er einn ljótasti þátturinn í þrælahaldi mannanna á liðnum öldum. Af ávöxtunum þekkist tréð og einnig kenn- ingarnar. Múhameðstrúarmenn trúa á einn guð, og eklci er hann hræddur við sverð og blóð. Hann er hersveitanna guð, ekkert síður en guð Gyðinganna, og múhameðstrúarmenn hafa líka verið herskáir og óvægir í hernaði. Kristur er mönnunum algerlega ný guðsopinberun. í hon- um býr öll „fylling guðdómsins“. Hann boðar hinn milda og miskunnsama Guð, sem lætur sól sína renna upp jafnt yfir vonda og góða og rigna yfir réttláta og rangláta. Þar er boð- ið þjónusta, fórnfýsi, elska, umburðarlyndi og miskunnsemi. Nú á að sigra illt með góðu, blessa þá sem bölva okkur og gera þeim gott, sem ofsækja okkur og hata. I þessari kenningu er týndi sonurinn mesta áhyggjuefni hins bíðandi og biðjandi föður. Þar kemur til sögunnar hið háa einstaklingsmat. Þar fyrst er lagður grundvöllur að lýð- frelsi og þjóðræði. Þar er stjórnsamur, réttlátur, miskunnsam- ur og góður Guð faðir allra manna, og allir menn eru börn hans, elskuð börn hans, en engir þrælar. Þetta gildir jafnt um konu og karl og menn af öllum kynkvíslum, lýðum og tungum. Hafi Kristur skilið mönnunum eftir fullmótaða guðshug- mynd, er ekki víst að þeir hafi höndlað hana. Guðshugmynd kristninnar er því góða stund að mótast, og fullmótuð er hún þrenningarkenning. Guð er þríeinn. Þetta er óneitanlega frem- ur erfið guðfræði, en vel ígrunduð er hún sérlega elskuleg og geysilega táknræn. Hún er hliðstæðan af hinni mikilvægustu stofnun, sem mannkjmið þekkir, fjölskyldunni — föður, móð- ur og barni. En hún er líka fullkomin hliðstæða hins eina æskilega, starfhæfa og réttláta stjórnskipulags, sem mönnum hefur til hugar komið, en því miður ekki komizt í framkvæmd, nema að litlu leyti. Það er þriggja aðila skipulagið : hœgri, vinstri og höfuð. Böl heimsins hefur verið og er enn, að þjóðirnar hafa ýmist verið að burðast með tvíveldisstjórnskipulag, hægri og vinstri — höfuðlaust Iýðræði, sem er sama sem óstjórn, eða einræði, sem jafnan er sama sem ofstjórn. Ef Bandaríkin hefðu stjórnast af sterku þjóðræði, vel skipu- lögðu þriggjaaðila fyrirkomulagi, sem hefði hugsað nægilega vel um velferð og hag heildarinnar, en ekki einhverra kaup- sýslumanna, þá hefði engum í landinu leyfst það, að selja Japönum vopn á Kínverja og að síðustu á Bandaríkjamenn sjálfa. Hve marga unga Amerikumenn kostaði þetta lífið? Og hve mikið böl leiddi það yfir heiminn? Ef brezka heimsveldinu hefði verið stjórnað á milli síðustu heimsstyrjalda, af vel skipulagðri þriggjaaðila stjórn, þá hefði engum kaupsýslumönnum né íhaldsöflum leyfst að blinda þjóðina fyrir hættu þeirri, sem var í uppsiglingu í Ítalíu og Þýzkalandi. Þá hefði stjórn landsins hlustað á viðvörun Churchills og margra annarra, og þá hefðu Englendingar ekki lánað Itölum fé til að heyja hernað við varnarlausa og friðsama þjóð, og seinast við þá sjálfa. Og þá hefðu allar þær ógnir, sem þjóðir hafa nú orðið að þola, aldrei yfir þær dun- ið. Þá hefði lítilmagninn ekki verið kúgaður, kvalinn og drep- inn. Ut í slíka ógæfu ratar ekkert heimili, sem vel er stjórnað, og hið sama gildir um þjóðir og mannkyn. Þjóðir eiga ekki að stjórnast af einveldi né tvíveldi, höfuðlausum hægri og vinstri- öflum, sem hafa velferð þjóðanna stöðugt á uppboði, heldur af hinu fullkomna þríeina skipulagi, þar sem hægri og vinstri er ýmist sækandi eða verjandi, en úrskurðar og framkvæmd- arvaldið hið sameinandi og varðveitandi afl í þjóðfélaginu, aflið, sem sameinar orku hægri og vinstri kraftanna til heilla fyrir þjóðarlíkamann, og stjórnar athafnalífinu og hreyfing- um þess, ekki aðeins frá hægri til vinstri og vinstri til hægri, heldur líka farsællega framávið. Þetta þríeina skipulag er í fullu samræmi við hið skapandi og skipuleggjandi lögmál lífsins sjálfs og er hið eina, sem getur reynzt farsælt og tryggt mönnum fullkomið lýSfrelsi í sterku og starfhæfu þjóðveldi. Þetta væri gott efni í heila bók. Við enim vanþroska Svo heitir ritstjórnargrein í norska blaðinu Folket. Þar er haft eftir vel þekktum enskum prófessor, Richard Ellis, að 11% af ungmennum þjóðarinnar hafi innan 17 ára aldurs hlotið dóm samkvæmt hegningarlögum landsins, að drykkju- skapur unglinga á fermingaraldri hafi fimmfaldast síðan árið 1949, og að sjálfsmorð meðal unglinga séu miklu tíðari en áður. Þannig sé um fleira, sem ekki sé gott til afspurnar. Prófessorinn segir ennfremur, að þótt lífskjör barna og unglinga hafi batnað margfaldlega á þessari öld, verði ekki hið sama sagt um andlega heilsu og skapgerð barna og ungl- Ekki sæmir konungum að drekka vin, né höfðingjum áfengur drykkur

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.