Eining - 01.11.1960, Qupperneq 1

Eining - 01.11.1960, Qupperneq 1
18. árg. Reykjavík, nóvember 1960 11. tbl. Svíþjóðarför ii Fyrsta kvöld áfengismálaþingsins í Stokkhólmi vorum við séra Kristinn Stefánsson falaðir á tvo sérfundi, er vera skyldu á sama tíma. Ég kaus fund alþjóðasambands bindindisfélaga ökumanna, en enska nafn þess er: International Abstaining Motorists As- sociation. Forseti þess er Ruben Wagnsson, fyrrverandi landsstjóri. Hann stjórnaði fundi mjög röggsam- lega. Fundurinn var til húsa í aðal- byggingu tryggingafélagsins Ansvars, sem er allveglegt fimm hæða hús við eina glæsilegustu götu borgarinnar. Framkvæmdast j óri bindindisf élags ökumanna (MHF) í Svíþjóð, Rune Andréasson, flutti þar fróðlegt yfirlits- erindi. Fjölmennastur er félagsskapur- inn í Svíþjóð, víst um 175 þúsund fé- lagar, ef vélhjólareiðmenn eru taldir þar einnig. I Noregi 16 þúsund í júní s.l. í Danmörku yfir 4.000, Englandi yfir 20,000, Canada 10.000, en þar eru þessi samtök enn í mótun og ekki ennþá í sambandi við sænska trygg- ingafélagið Ansvar, en það er braut- ryðjandinn í tryggingamálum bindind- ismanna víða um heim. í ýmsum ríkj- urn Bandaríkjanna eru samtals um 220,000 félagar í bindindisfélagsskap ökumanna, og þar eins og í Canada eru þessi samtök enn í mótun og nokk- uð út af fyrir sig. — Litlar deildir eru þegar í Grikklandi, Japan og Mada- gaskar. Tryggingafélagið Ansvar hjálpaði til að koma á fót tryggingum bindind- ismanna í Noregi, Danmörku og Eng- landi, og nú er í ráði að færa út kví- arnar til Canada, Ástralíu, Ceylon, Afríku og einnig til íslands og Finn- lands. Þessar upplýsingar um trygginga- framkvæmdirnar og fleira, veitti for- stjóri Ansvars, Gunnar Nelker, í á- gætu erindi, sem hann flutti á fundin- um. Fundarmenn voru um 50 og frá ýmsum löndum. Ansvar er orðið voldugt fyrirtæki og getur því stutt bindindisstarfsemina í Svíþjóð á marga vegu, og í hvaða landi, sem þessi tryggingastarfsemi nær fótfestu, reynist hún eitt sterkasta reipi bindindisstarfseminnar. í Svíþjóð er bindindisfélag ökumanna (MHF) orðið fjölmennasti bindindisfélagsskap- ur landsins. Vöxtur hans hefur verið mjög ör. Þegar félagið gaf út sitt vandaða og fróðlega 30 ára afmælis- rit 1951, hét það: „Frá 30 til 30,000,:, en nú, þegar félagið er enn ekki fullra 40 ára, eru félagar þess orðnir hátt á annað hundrað þúsund. Mikill fjöldi manna úr öðrum samtökum bindindis- manna eru auðvitað í MHF — Motor- förarnas Helnykterhetsförbund, þar á meðal templarar, enda styðja þeir manna bezt hvarvetna alla bindindis- starfsemi. Ættu templarar hér á landi að styðja sem bezt Bindindisfélag öku- manna til þess þroska, sem það þarf að ná sem allra fyrst, og mun sá stuðningur margborga sig í framtíð- inni.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.