Eining - 01.11.1960, Qupperneq 2
n
EINING
Umferðarmálið er stöðugt vaxandi
vandamál. Hraðinn og æðið, bæði í
sálum manna og öllum athöfnum, og
þá ekki síður í umferðinni er hin
mesta ógnun alls staðar. Einn skugga-
legasti skaðvaldurinn í öllu því bramli
er áfengisneyzlan. Bindindisfélag öku-
manna leggst fast gegn áfengisneyzl-
unni og allri ómenningu í umferðinni.
Hundruð þúsunda manna, víðs vegar
um heim ,eru ár hvert ýmist limlest
eða drepin, og því miður virðast þjóð-
ir venjast þessu um of eins og áfeng-
isbölinu og ýmsum öðrum mannfélags-
meinum. Hér má enginn maður með
volgt blóð og einhverja mannúðaræð
láta sér á sama standa. Þar sem blóð
rennur, renna og tár. Margir syrgja
sína föllnu. Margir foreldrar gráta
börnin sín sem láta lífið í umferðinni.
En sem betur fer, að hvar sem eitt-
hvert böl herjar, eru venjulega ein-
hverjir, sem ekki geta unað því og
ganga fram til úrbóta og varnar. Þeir
þurfa að vera sem flestir.
Á heimleið um kvöldið taldi ég mig
hafa valið vel, er ég kaus þenna sér-
fund alþjóðasambands bindindisfélaga
ökumanna og sá þó eftir að geta ekki
notið þess fundar, sem séra Kristinn
tók þátt í.
Mikinn hluta næsta dags stóðu þing-
fundir, en þá bauð stórstúka Svíþjóð-
ar allstórum hópi þingfulltrúa til há-
degisverðar. Þar var fólk frá mörgum
löndum, og það var glatt fólk, sem sat
við veizluborðin,
Millesgkrden
Um kvöldið fór svo megnið af þing-
fultrúum og gestum út á Lidingö til
þess að skoða Millesgárden. Þar er
listaverkasafn mesta myndhöggvara
Svía. Staðurinn er unaðslegur og eitt
hið sjálegasta, sem Stokkhólmsborg
getur sýnt gestum sínum. Þangað
leggja líka þúsundir ferðamanna leið
sína, jafnvel frá fjarlægustu löndum
heims.
Orð megna venjulega harlalítið að
lýsa mikilfenglegri fegurð, sem er
fyrst og fremst augnayndi. Aðeins
sjón fær notið hennar. Vegna mann-
fjöldans þetta kvöld á staðnum,
skemmtiþáttanna og tiltölulega
skammrar stundar, gafst ekki nægi-
legt tækifæri til að skoða hann, en
hátíðleikinn, fánar og prúðbúið fólk
átti þó sinn þátt í að setja mikinn
svip á allt saman. Kvöldið var einnig
dásamlega fagurt, sólarlagið blátt á-
fram dýrðlegt.
Sjálf hús staðarins standa þarna
hátt á klettabrún, sem rís allbrött upp
frá grýttri strönd Vártanvatnsins.
Þessi bratta og grýtta brekka er blóm-
um og margvíslegum gróðri stráð, og
margt þar til prýðis af mannsnend-
inni gert, því að saman fer á öllum
staðnum náttúrufegurð og mikill fjöldi
listaverka, og eru það allt verk mynd-
höggvarans Carls Milles.
Niður af klettabrúninni gengur
gestur mörg steinlögð þrep til vinstri
handar og opnast þá dálítill dalur eða
skál. Allmikið slétt svæði er þar, að
mestu leyti steinlagt og í miðju steypt
mikil laug eða tjörn. Umhverfis hana
eru ýms listaverk og nokkur í henni
sjálfri, sem eru um leið gosverur. Þar
sameinast því líf og kraftur, og verð-
ur þetta allt svipmikið. Kringum þessa
laug eða í brekkunni uppaf henni
sat allur mannfjöldinn og horfði og
hlustaði á skemmtiatriðin. Þar söng
fjölmennur kór KFUM og ungir í-
þróttamenn í sama félagsskap sýndu
leikfimilist sína. Var þetta hvort-
tveggja hin bezta skemmtun. Hygg ég
að kvöld þetta verði öllum hinum
mörgu gestum, sem ekki höfðu séð
staðinn áður, mjög minnisstætt.
Listamaðurinn Carl Miles hafði
dvalið um 10 ára skeið í París. Fór
víða orð af honum og auðvitað ekki
sízt í heimalandi hans. Einnig var
hann mörg ár í Bandaríkjunum og
víðar hafði hann verið, t.d. í Ítalíu.
Þess vegna sameinar list hans margt
alla leið aftan frá list Egyptalands og
til nýjustu listastefna. Laust eftir síð-
ustu aldamót var hann um stund í
Austurríki til þess að vinna bug á
heilsuleysi, en þá tók hann að hugsa
til þess að eignast samastað í heima-
landi sínu. Hann valdi svo Herseruds-
klippan, klettabrúnina ,sem áður var
nefnd. Tók svo að prýða þar allt og
móta til viðbótar sjálfri náttúrufegurð-
inni. Og nú er þetta hið merkasta
listaverkasafn, bæði úti og inni. —
Hvenær eignast íslenzka þjóðin bæði
vilja og getu til að gera listaverkum
Einars Jónssonar svipuð skil? en þau
telja fróðir menn ýmissa þjóða bera af
listaverkum margra myndhöggvara.
Þar var máttugur, skapandi andi
skálds að verki, andi innblásinn feg-
urstu hugsjónum og guðstrú. Sú list
flytur öll máttugan boðskap.
„Sá deyr ei, sem heimi gaf lífvænt
ljóð“, segir Einar Benediktsson. Hinir
sönnu listamenn lifa þótt þeir deyi.
Verk þeirra halda áfram að flytja
sinn boðskap og vekja sálir manna og
frjóvga ímyndunarafl þeirra. Um verk
þeirra ber þjóðunum að halda vörð og
afhenda þau til aðdáunar og varð-
veizlu komandi kynslóðum.
Framhald.
Pétur Sigurðsson.
Elzti Fordbíllinn. Hann sést í fyrsta sinn á götum Detroit 4. júní 1896. Ntesta útgáfa af Fordbílnum 1900—01. Henry Ford situr viS stýriS.